SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Síða 12

SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Síða 12
12 21. ágúst 2011 Sunnudagur Sigurður M. Jónsson Mín ástkæra hleypur til styrktar VON í minningu sonar okk- ar, Jakobs Arnar, sem hefði farið létt með 10 km. Mánudagur Unnur Hrefna Jó- hannsdóttir Ég er hérna í Svíþjóð, þar sem allt er rándýrt á íslenskan mæli- kvarða og maður er hálflúpulegur, en Svíinn ber höfuðið hátt, svo ég hef verið að spyrja þá í hálfum hljóð- um, svona svo enginn heyri hvort kreppan hafi ekki haft nein áhrif á þá? Þeir líta bara á mig furðu lostnir og spyrja; Hvaða kreppa? Og ég borga 800 kr. hér fyrir Caffe Latte!! Og það sem meira er: Það er allt fullt af Svíum á kaffihúsunum! Miðvikudagur Gísli Ásgeirsson þarf að þýða mynd með Jennu Jameson í aðal- hlutverki. Fimmtudagur Bjarni Bjarnason Ýtti á send áðan - Mann- orðið farið. Það er að segja skáldsagan með því nafni. Missti ég af einhverju síðastliðna mánuði? Fésbók vikunnar flett Allir þekkja þrívíddarbíómyndir, en gengur seint að koma tækninni inn á heimilin. Allmargir framleiðendur framleiða þó þrívíddarsjónvarpstæki, en til að sjá þrívíða mynd þurfa menn þá alla jafna að nota sérstök gler- augu. Víst er hægt að framleiða tæki sem gefa þrívíða mynd án gleraugna, en sjónsviðið á slíkum tækjum er mjög þröngt, þeir sem sitja ekki fyrir miðju tækinu sjá bjagaða mynd þó sá sem situr í miðjunni sjái fína þrívídd. Tæknin fer seint af stað aðallega fyrir það að skortur er á þrívíðu sjón- varpsefni, en óhætt að gera því skóna að salan á þannig tækjum tekur kipp þegar útsendingar hefjast á fótbolta í þrívídd. Þrívíddartæki, eins og til að mynda Panasonic 3D HDTV rafgas- tækið sem sést hér fyrir ofan og styðst við sérstök gleraugu fyrir þrí- víddina, eru annars eins og venjuleg sjónvarpstæki að öllu leyti nema því að hægt er að skipta yfir í þrívídd þeg- ar efnið býður upp á það. Síminn er nokkuð stór, um 13 sm á lengd, um 7 sm á breidd og 1,1 sm á þykkt. Hann er líka þungur, tæplega 168 gr. Þyngdin skýrist að nokkru af því hvað hann er traustbyggður, húsið úr stömu plasti, en stálrönd til styrk- ingar á hlið- unum. Hraust- legur hlunkur. HDMI-tengi er á símanum þann- ig að það er sáraeinfalt að tengja hann við sjónvarp og hann sýnir allt það í sjónvarp- inu sem sést á símaskjánum. Ef sjónvarpið er þrívídd- artæki er hægt að horfa á þrívíddarvíedó beint af síman- um, til að mynda eitthvað sem tekið var á símann. Önnur tengi eru microUSB-tengi og 3,5 mm hljóðtengi. Á húsinu er hnappur til að skipta í og úr þrívídd. Aftan á símanum eru tvær 5 Megadíla myndavélar með sjálfvirkri skerpu og tilheyrandi. (Þær þurfa að vera tvær til að líka sé hægt að taka þrívíðar myndir.) Þegar skipt er yfir í þrívídd í myndavélinni reka allir sem prófa það upp stór augu og algengasta upphrópunin er: Magnað! Þrívíddin er skemmtilega notuð í val- myndum og eins eru í símanum þrívídd- arleikir. Ekki þarf sérstök gleraugu til að sjá þrívíddina, en maður þarf að vera rétt staðsettur – horfa beint á skjáinn. Hentar varla fyrir þrívíða kvik- mynd, en gagnast vel annars. Hægt er að taka þrívíð myndskeið og senda á YouTube 3D og þar eru líka mörg mögnuð myndskeið. Þrívíður sími Sá tími er liðinn að fólk komi í símabúðir og biðji um Nokia-síma – nú vill það Facebook- eða Gmail-síma. Kannski kemur að því að það biður um þrívídd- arsíma, en svoleiðis er svosem hægt að fá í dag hjá Nova: LG Optimus 3D. Græjur Árni Matthíasson arnim@mbl.is Panasonic 3D HDTV Þrívíð sjónvarps- tækni slítur barnsskónum

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.