SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 23

SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 23
21. ágúst 2011 23 þar sem ofbeldið læsti blóðugum klóm í stálhjarta byssumanns Þ að er átakanlegt ljóðið Noregi blæðir eftir Matthías Johannessen skáld og rit- stjóra sem birt er í Lesbók Sunnudagsmoggans í dag. Atburðirnir sem ort er um vöktu samúð og sorg um alla heimsbyggðina. Verknaður fjöldamorðingj- ans í Noregi er hryllilegur og óverjandi með öllu. Nokkuð hefur borið á því að álitsgjafar hafi ætlað að nýta sér þennan hörmulega atburð málstað sínum til framdráttar eða til að ófrægja skoðanir annarra. Það dæmir sig sjálft. Ein af sjálfsprottnum réttlætingum fjöldamorðingjans var að hann væri að verja kristna menningu og að ólíkir menningarheimar hlytu að takast á. Eins og Olav Fykse Tveit, norskur prestur og framkvæmdastjóri Alkirkjuráðsins, skrifar í blaðið í dag, þá er slíkt glæpsamlega rangt. Slíkar ályktanir hafa einfaldlega ekkert með kristin gildi að gera, sem boða kærleika og samhygð. Fjölmenning er veruleiki nútímans. Mikilvægt er að umræðan sé opinská en um leið nærgætin um þau efni. Þessi þróun er ekki ný af nálinni; öll eigum við ættir að rekja til innflytjenda og landnámsmanna. Og skáldið hefur ef til vill hugsað til þess í orðum sínum: þar sem farfuglar syngja við lyng og blóm, þangað sem landnámsmenn festu hug sinn og hjarta við heimaslóð nýja Eina svar siðmenntaðs samfélags við fjöldamorðunum í Ósló og Útey er dregið saman í orðum Tveits: „Fólkið í Noregi hefur sýnt, að friðsamlegt andsvar við ofbeldi er öflugasta og hugrakkasta svar sem hægt er að veita.“ Það má ekki nota slíkan grimmdarverknað til að ala á frekara sundurlyndi og hatri. Þá rötum við í öngstræti á tímum sársauka og dauða. „Við sjáum þörfina á gagnkvæmu faðmlagi; faðmlagi ástar og virðingar í samfélaginu,“ skrifar Tveit. „Við sjáum hve mikið við þörfnumst boðorðsins um að elska þegar við horfumst hreinskilnislega í augu við þá miklu áskorun sem felst í breytingum á samfélagsmynstri vegna innflytjenda og vaxandi fjöltrúarlegs samfélags. Hinn mannlegi harmleikur 22. júlí er mikilvæg viðvörun fyrir okkur öll.“ Það geta allir tekið undir einlæg orð skáldsins: hefjum íslenzka fánann í hálfa stöng og sendum hryggð okkar austur um höf. Mikilvæg viðvörun „Ég held meira að segja að fjöldinn sé þriggja stafa tala.“ Erna Hrund Hermannsdóttir á orðið „nokkuð mörg skópör“, sem hún kaupir helst á Ebay. Í sumar stofnaði hún síðuna ReykjavikFashionJourn- al.com, þar sem notendur geta kaypt föt af Ebay. „Menn biðja opinberlega um reglur sem þeir vilja innst inni ekki fá.“ Jón Daníelsson hagfræðingur við LSE er ekki trúaður á að tillaga Merkel og Sar- kozy um skatt á fjármagnshreyfingar verði að veruleika. „Fólk var vant að segja við mig að Ilmur væri karl- mannsnafn, af því að það er „hann ilm- urinn“, en ég man eftir því þegar ég var fimm ára í Sund- höllinni að útskýra fyrir sundlaugarverði að Ilmur beygðist eins og Auður og það væri kvenmannsnafn.“ Ilmur Kristjánsdóttir um nöfnin Ilmi og Auði. Hún skírði dóttur sína Auði. „Mourinho er að rústa spænskri knattspyrnu.“ Gerard Pique varn- armaður Barcelona um José Mourinho, þjálfara Real Madrid, eftir að upp úr sauð í viðureign liðanna. „Myndirnar tala sínu máli. Við verðum að fara varlega, því einn daginn völdum við skaða, ekki á vellinum, heldur utan hans, og við ber- um öll svolitla ábyrgð á því.“ Pep Guardiola þjálfari Börsunga af sama tilefni. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal unarviðræðna sem þjóðinni var svindlað í, tóku menn þann kost að setja upp undr- unarsvip. Það væri ekkert sérstakt að gerast í Evrópu. „Eigið þið við þessa „markaðs- panik“?“ spurði einhver. Utanríkisráðherr- ann, sem hefur stært sig af því að vita ekk- ert í sinn haus um efnahagsmál, kannaðist að vísu við umræðu um einhvern óróleika á evrusvæðinu, en sá myndi bara gera evr- unni gott. Björgvin Sigurðsson, sem Sam- fylkingin hafði bannað að fylgjast með bankamálum, þótt hann væri viðskiptaráð- herra, birtist og staðfesti hina fræðilegu greiningu Össurar leiðtoga síns á óróleik- anum á evrusvæðinu. Þegar tveir slíkir, Einstein og Njáll nútímans, höfðu í dúett sagt upp úrskurðinn hefði auðvitað verið við hæfi að minni spámenn þegðu. En þeir kunnu sig ekki frekar en fyrri daginn. Barrosso, æðstistrumpur framkvæmda- stjórnar ESB, skrifaði þannig bréf til leið- toga álfunnar og sagði að þeir mættu öngv- an tíma missa ætluðu þeir að bjarga evrunni og þar með Evrópu. Þjóðaleiðtog- arnir Merkel og Sarkozy hittust á neyð- arfundi í París, sjálfir leiðtogar stórríkja Evrópu, og strengdu þess heit að þau myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að bjarga sameiginlegu myntinni. Því var ekki að neita að þetta yfirgengilega þekk- ingarleysi og ofmat á evruvandanum var auðvitað pínlegt í ljósi þess að þá þegar lá fyrir álit þeirra Össurar og Björgvins. En það var þó hvað þungbærast af öllu að Jac- ques Delors, sjálfur æðsti páfi Evrópuhug- sjónarinnar, skyldi þrátt fyrir það hlaupa illilega á sig og segja í viðtali að evran væri á hengiflugi og það væru síðustu forvöð að bjarga henni. „Opnið augu ykkar,“ sagði Delors, „evran og ESB standa á brún hengi- flugs.“ Hvernig mun honum verða við þeg- ar hann loks fær þýddar upplýsingarnar og úrskurðinn frá þeim sem best þekkja til? „Pant“ þurfa ekki að horfa upp á það. Morgunblaðið/Kristinn Njáll?

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.