SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 36
36 21. ágúst 2011 Í gömlu iðnaðarhúsnæði á Selfossi er lítill æfingarsalur fyrir tae- kwondodeild Selfoss. Þegar blaðamann ber að garði tekur á móti honum brosmild fjölskylda, en í bakgrunni er fullur salur af fólki á öll- um aldri, sem klætt er í hvíta galla með belti í mörgum litum. Það er að gera sparkæfingar undir handleiðslu Daníels Jens Péturssonar og virðist hafa gaman að. Taekwondo er 2000 ára gömul sjálfs- varnar- og bardagaíþrótt frá Kóreu, þar sem fæturnir spila stærsta hlutverkið. Þar fara saman styrktar-, liðleika- og þrekæfingar en íþróttin krefst mikils sjálfsaga. Iðkendur hennar læra að bera virðingu fyrir náunganum sem og iðk- endum með hærri gráður. Íþróttin hef- ur verið stunduð hérlendis frá árinu 1974, en í fyrstu var hún aðeins stund- uð á Keflavíkurvelli undir handleiðslu Rons Hartman. Þar æfðu bæði Banda- ríkjamenn og Íslendingar. Síðan þá hef- ur íþróttin náð að blómsta hérlendis en í dag er hægt að æfa taekwondo í 16 fé- lögum víðsvegar um landið. Bræður með svart belti Pétur Jensson, Bjarnheiður Ástgeirs- dóttir og börn þeirra, Daníel Jens, Dagný María og Davíð Arnar, eru bú- sett á Selfossi og æfa öll taekwondo. Daníel Jens er þjálfari taekwondodeild- ar Selfoss en hann er tvítugur: „Ég byrjaði að æfa taekwondo haustið 2003. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á íþróttinni og mig hefur langað til að læra að framkvæma flókin spörk. Í dag er ég með 2. dan eða svart belti með tveim röndum. Davíð Arnar, yngri bróðir minn, sem er 12 ára, byrjaði að æfa íþróttina ári síðar og er í dag kom- inn með svart belti með einni rönd eða 1. dan. Dagný, tvíburi Davíðs, byrjaði að æfa árið 2007 eftir að fimleikaáhug- inn dvínaði og er nú komin með rautt belti (1. geup) með þremur röndum og á því aðeins eftir að taka eitt beltapróf til að fá svarta beltið eins og við bræð- urnir,“ segir Daníel. Pétur og Bjarnheiður, Heiða eins og hún er oftast kölluð, byrjuðu að æfa árið 2008. „Daníel skoraði á okkur að koma að æfa árið 2006 en við sögðum alltaf að við kæmum árið 2008 og stóð- um við það. Við hjónin erum í dag komin með rautt belti með tveimur svörtum röndum (2. geup). Svo það styttist í að öll fjölskyldan verði komin með svarta beltið,“ segir Pétur og glottir. Yngsti svartbeltingur á Íslandi Davíð Arnar er yngsti Íslendingurinn sem ber svarta beltið í taekwondo. „Það er frábært!“ segir hann brosandi út að eyrum. „Ég sagði við meistara Sigurstein þegar ég var fimm ára að ég ætlaði að ná svarta beltinu þegar ég yrði ellefu ára en ég var nýorðinn tólf ára þegar ég tók beltið. Mig langar að þakka meistara Sigursteini Snorrasyni (6. dan), Magneu Kristínu Ómarsdóttur konu hans, Daníel bróður mínum og Meisam, aukaþjálfara Selfoss og þref- öldum heimsmeistara í taekwondo, fyrir að hjálpa mér að ná svarta belt- inu. Það er rosalega gaman að vera kominn með það.“ Taekwondo skiptist í tvo meginhluta, það er poomse og sparring. Poomse er sú hlið taekwondo þar sem einn fram- kvæmir tæknilega hlið þess. Sparring er aftur á móti sjálf bardagahliðin þar sem tveir eða fleiri koma saman og berjast. Dagný María vann Íslandsmeistaratitil á Íslandsmótinu í poomse sem fór fram á Akureyri síðasta haust. „Það var mikill heiður að ná þeim árangri að komast á pall og ótrúlega skemmtilegt,“ segir hún. Fjölskyldan er hinsvegar sammála um að það sé skemmtilegra í sparring heldur en í poomse: „Það er sennilega vegna þess að það er meiri „action“ heldur en poomse. En það er líka skemmtilegt þegar maður hefur náð tökum á formunum,“ segir Pétur. Oft hlegið mikið á æfingum Það er ekki aðeins gaman í bardaga heldur er heilmikill félagsskapur í íþróttinni. „Mér finnst gríðarlega gam- an á æfingum þegar mikið af fullorðnu Öll fjöl- skyldan í taekwondo Fjölskylda á Selfossi leggur stund á taekwondo og það styttist í að allir verði komnir með svarta beltið. Þau eru sammála um að íþróttin styrki þau, auk þess sem agi og festa einkenni æfing- arnar. Helga Mjöll Stefánsdóttir Magnea Kristín, Bjarnheiður og Pétur í beltaprófi í Kóreu 2010. Ljósmynd/Helga Mjöll Stefánsdóttir Fjölskyldan ber- fætt í grasinu í sumarsólinni. Bjarnheiður, Pétur, meistari Sigursteinn, Magnea Kristín og ásamt stórmeistarinn Kim í Kóreu.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.