SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 6
6 21. ágúst 2011 Eftir að Manchester City liðið var keypt af Abu Dhabi United Group í ágústmánuði árið 2008 hefur gengið á ýmsu innan félagsins. Fyrstu kaup eigendanna voru á brasilísku stjörnunni Robinho fyrir 32,5 milljónir punda. Kaupin vöktu mikla athygli en þau voru kláruð á nokkrum klukkustundum rétt fyrir lok félagaskiptaglugg- ans en félagið gerði jafnframt til- boð í leikmenn á borð við David Villa og Mario Gomez. Næsta sumar var félagið stórtækt á leik- mannamarkaðnum en þá voru Ga- reth Barry, Roque Santa Cruz, Kolo Touré, Emmanuel Adebayor, Carlos Tevez og Joleon Lescott keyptir til félagsins. Eftir brösótt gengi var Mark Hughes þjálfari látinn taka pokann sinn og gamli refurinn Roberto Mancini tók við liðinu. Fyrir síðasta tímabil voru Jerome Boateng, Yaya Touré, Dav- id Silva, Alexander Kolorov, Mario Balotelli og James Milner keyptir til liðsins og Edin Dzeko kom svo í janúar á þessu ári. Aguero er því sjöundi dýri fram- herjinn sem gengur til liðs við lið- ið á þessum þremur árum sem hafa liðið frá því að Sheikh Mansour keypti liðið. Margir góðir leikmenn hafa verið keyptir til liðsins Sheikh Mansour keypti lið Manchester City síðsumars 2008 og hefur síðan þá eytt miklum fjármunum í að byggja upp lið sem hefur alla burði til að verða stórveldi í Evrópufótboltanum. F yrsta umferð ensku úrvalsdeildarinnar var leikin um síðustu helgi. Að stærstu leyti var umferðin tilþrifalítil: Manchester United vann nauman skyldusigur, Arsenal og Chelsea gerðu bæði markalaus jafntefli og Liver- pool-liðið olli vonbrigðum. Hinsvegar hafa áhang- endur Manchester City ástæðu til að líta tímabilið björtum augum eftir að nýjasti leikmaður liðsins, Sergio Aguero, fór á kostum í sínum fyrsta leik fyrir liðið. Argentínumaðurinn lágvaxni sem var keyptur til liðsins frá Atletico Madrid á 38 milljónir punda eða um 7 milljarða kr., skoraði tvö mörk á þeim rúmu 30 mínútum sem hann lék. Að vísu má segja að frammistaða leikmannsins gegn nýliðum Swan- sea sem hafa ekki leikið í efstu deild síðan snemma á níunda áratugnum og hafði barist fyrir lífi sínu í leiknum í 60 mínútur, sé mögulega ekki besti mælikvarðinn til að dæma um getu framherjans. Engu að síður var hægt að sjá ýmislegt í leik hans sem gæti mögulega reynst stjörnum prýddu liði bláliðanna dýrmætt. Í liðinu er nóg fyrir af góðum leikmönnum sem hafa verið keyptir dýrum dómum en samt sem áður náði liðið ekki að blanda sér af al- vöru í baráttuna um titilinn á síðasta tímabili. Aguero sýndi í leiknum að hann hefur ýmsa kosti umfram tæknilega getu og hraða. Á mánudaginn sást að Kun Aguero eins og hann er kallaður, er ástríðufullur leikmaður með mikið keppnisskap og er hungraður í að sanna sig og vinna titla fyrir Man- chester City. En liðið hefur einungis unnið ensku deildina tvisvar: árin 1937 og 1968. Quique Sánchez Flores þjálfari Atletico á síðasta tímabili sá nægilega leiðtogahæfileika í Aguero til að skipa hann sem varafyrirliða liðsins en Úrúgvæinn Diego Forlan er fyrirliði liðsins. Glæsilegur ferill Þrátt fyrir að vera ungur að árum hefur Aguero af- rekað mikið á ferli sínum. Hann lék sinn fyrsta leik í argentínsku deildinni fyrir Indiependiente þegar hann var rétt orðinn 15 ára. Hann varð þar með yngsti leikmaðurinn til að leika í deildinni en sá sem hafði átt fyrra metið var goðsögnin Diego Maradona sem var um tíma tengdafaðir Aguero. Á næstu árum náði hann að festa sig í sessi innan liðsins og skoraði 23 mörk í 56 leikjum sem var nóg til að vekja áhuga stórliða í Evrópu. Í maí 2006 gekk hann í raðir Atle- tico Madrid á Spáni en kaupverðið er talið hafa numið 23 milljónum evra. Aguero sló í gegn á Spáni og skoraði reglulega fyrir liðið sem náði fínum ár- angri. Í 234 leikjum fyrir liðið skoraði Aguero 101 mark fyrir Atletico Madrid sem lék á tímabilinu í Meistaradeild Evrópu eftir langa bið og vann Evr- ópudeildina vorið 2010 þar sem Aguero var einn af lykilmönnum liðsins. Þá varð Aguero ólympíu- meistari með Argentínumönnum í Peking árið 2008. Á HM undir tuttugu ára liða í Kanada árið 2007 varð hann markahæsti leikmaður mótsins og jafnframt valinn besti leikmaður. Eftirvæntingin sem ríkir á Ethiad leikvangnum í Manchester er því ekki úr lausu lofti gripin og aðrir framherjar liðsins hafa ekki verið til fyrirmyndar upp á síðkastið. Mario Balotelli virðist hafa einstakt lag á að koma sér í vandræði og leiðtogi liðsins Car- los Tevez virðist ekki ætla að tolla lengi í Manchest- erborg. Vonir þeirra bláklæddu um að Aguero sé maðurinn sem muni gera gæfumuninn í baráttu um titilinn eru því skiljanlegar. Nýjasta stjarnan í enska boltanum Er Aguero maðurinn sem mun færa Manchester City titilinn? Í sínum fyrsta deildarleik fyrir liðið skoraði hann tvö mörk og lagði upp annað fyrir David Silva. City ferillinn byrjar því vel hjá Aguero. Reuters Sergio Aguero heillaði aðdáendur City með tæknilegri getu en ekki síður með baráttu og keppnisskapi og binda þeir vonir við að hann geri gæfumuninn í vetur. Vikuspegill Hallur Már Hallsson hallur@mbl.is Aguero er trúlofaður Gianninu Maradona, dóttur eins fræg- asta og besta knattspyrnu- manns allra tíma, Diego Maradona. Saman eiga þau soninn Benjamin sem fædd- ist árið 2009. Hann á því ekki langt að sækja hæfileikana og verður vafalaust undir smásjá stórliða í framtíðinni. Sonur Maradona, Diego Si- nagra, leikur hinsvegar í fjórðu deild á Ítalíu. Boltafjölskylda Skólatöskur, pennaveski, litir, blýantar, stílabækur, möppur, skæri og allt sem þarf fyrir skólann! ALLT FYR IR SKÓLANN– á lágu verði Verð frá 49 kr. stk. kortatímabil !Nýtt

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.