SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 20

SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 20
20 21. ágúst 2011 R agnar Stefánsson, prófessor í jarðvárfræðum við Háskólann á Akureyri, gaf í sumar út bók um rannsóknir sínar. Forlögin Springer Verlag í Þýskalandi og forlagið PRAXIS í Bretlandi sjá um útgáfu og dreifingu. Bókin heitir Advances in Eart- hquake Prediction og byggist á rannsóknum sem hafa farið fram hér á Íslandi síðustu 20 árin og beinast að því að geta sagt fyrir um jarðskjálfta. Ragnar leggur áherslu á að hún sé auðlesin, enda er henni ætlað að ná til stjórnmála- manna og áhugamanna um aðdraganda og afleiðingar náttúruhamfara. Aðspurður segist Ragnar ekki hafa haft það lengi á áætlun að skrifa bók um rannsóknirnar, til þess hafi þurft óvæntan atburð. „Við sem störfum eins og ég hef starfað, sem eins konar eftirlitsmenn með landinu, Íslandi, gefum okkur oft lítinn tíma til að skrifa um það sem við erum að læra af reynslunni. Oftast verða aðrir til að gera þetta, með því að nýta þau gögn sem við höfum aflað. Þetta er auðvitað mjög gott og ágæt verkaskipting. En svo var það að ég var í vinnuferð úti í Indlandi árið 2007. Ég var einmitt að vinna með Indverjum ítarlega áætlun um samstarf Indlands og Íslands í jarðskjálftaspá- rannsóknum. Þá gerðist eitthvað sem kom mér inn á spít- ala. Hvort það var af því ég varð að hægja á mér, eða það hvarflaði að mér að ég kynni að hrökkva upp af með þekkingu sem ég einn byggi yfir, þá tók ég ákvörðun um að skrifa bók. Ég hafði strax samband við útgáfufyrirtæki í tölvupósti til að kanna hvort það hefði áhuga á að gefa svona bók út og þannig þróaðist þetta.“ 20 ára rannsóknir Rannsóknirnar sem bókin byggist á hafa staðið í tvo ára- tugi. „Fjöldi greina um einstaka þætti rannsóknanna hef- ur birst í ritrýndum tímaritum sem hafa góða útbreiðslu meðal fólks í faginu, og svo í miklum skýrslum sem hafa minni útbreiðslum,“ segir Ragnar. „Reyndar skrifaði ég langa grein samhliða útgáfu bókarinnar fyrir tímaritið BSSA, ásamt Maurizio Bonafede frá Ítalíu og Gunnari B. Guðmundsyni á Veðurstofunni. Greinin birtist núna í ágústhefti BSSA. Ástæðan fyrir þessu var sú að við töldum mikilvægt að ýmsar niðurstöður bókarinnar væru líka settar í ritrýningu þessa ameríska tímarits, sem er virtasta fagtímarit jarðskjálftafræðinnar í heiminum. Meðal fag- manna í Bandaríkjunum hefur sú skoðun líka verið sterk að ekki sé hægt að spá fyrir um jarðskjálfta og muni aldrei verða hægt. Því sé ástæðulaust að vera að spá of mikið um ókomna jarðskjálfta. Við vildum líka takast á við þá skoð- un. Maður hefur ekki orðið var við svona vantrú hér á landi. Jarðskjálftasagan er samofin sögu þjóðarinnar og það verður ekki um hana þagað. Þjóðin gerir kröfu um viðvaranir og hefur trú á að rannsóknir muni gera okkur kleift að spá.“ Niðurstöður bókarinnar eru að það sé og muni verða í enn ríkara mæli hægt að vara á gagnlegan hátt við jarð- skjálftum áður en þeir bresta á. „Hættumat jarðskjálfta- fræðinga og verkfræðinga í meira en hálfa öld hefur leitt til reglugerða og byggingarstaðla sem eru mjög mik- ilvægir til að hér hafa verið byggð sterk hús og á sæmilega góðum undirstöðum. Jarðskjálftaspárannsóknir koma til viðbótar hinu almenna hættumati. Þær taka til einstakra staða eða sprungna þar sem jarðskjálftar geta brotist út og þær beinast að því að segja til um stærð, sprungulengd einstakra verðandi skjálfta og tíma, hvenær megi búast við þeim.“ Fyrsta verkefni okkar var að byggja upp kerfi mælinga sem gæti numið alla skjálfta niður að Richter-stærðinni 0 á Suðurlandi. Þetta tókst. Kerfið er sjálfvirkt og gefur upplýsingar um staðsetningu og stærð þeirra nánast sam- stundis. Kerfið og hæfni þess til að mæla örsmáa jarð- skjálfta, og túlka fjölda annarra upplýsinga sem þeir bera með sér, hver og einn, var einstakt í heiminum fyrir 20 árum, og er það að mörgu leyti enn. Það var grunnurinn að síðari rannsóknum, mælingum og líkanagerð til að út- skýra forvirkni á undan skjálftum. Þetta kerfi, sem við köllum SIL-kerfið, er nú líka grunnur að því að fylgjast með eldsumbrotum og ýmsum öðrum hamförum náttúrunnar, og reyndar mikilvægt líka í kortlagningu jarðhita og við jarðhitaleit. SIL er skammstöfun fyrir Suðurlandsundirlendið, en kerfið var þróað upphaflega til notkunar þar. Það var þetta kerfi og vaxandi skilningur á forvirkni fyrir stóra skjálfta sem gerði okkur kleift að gefa út gagnlega viðvörun eða spá fyrir seinni skjálftann árið 2000.“ En ekki var gefin út skammtímaviðvörun á undan fyrri skjálftanum árið 2000. „Fyrir þann skjálfta sáum við í, venjulegri daglegri úrvinnslu, örsmáa skjálfta síðustu 18 dagana fyrir skjálftann 17. júní, sem þó gáfu ekki tilefni til að spá, miðað við þáverandi skilning, enda smáskjálft- arhrinur algengar. Rannsóknir á eðli þessara forskjálfta urðu svo megininntakið í 4. fjölþjóðlega spá- verkefninu 2003-2006, og nefnt var PREPARED- verk- efnið. Út frá eðli þessara agnarlitlu skjálfta gerðum við merkar uppgötvanir um hvernig stórir skjálftar leysast úr læðingi, sem hjálpa til við að segja fyrir um síðari stór- skjálfta.“ Aflögun jarðskorpunnar En það voru fjölmargir aðrir þættir mælinga og rannsókna á hreyfingum skorpunnar og innviðum hennar sem leiddu til mikilvægs árangurs spárannsóknanna. „Hér má sérstaklega nefna nýtt líkan fyrir það hvernig aflögun eða skæling jarðskorpunnar og hár vökvaþrýstingur í smá- sprungum eða pórum í botni hennar spila saman á löngum tíma, til að veikja mörg hundruð ára gamlar skjálftasprungur, veikja þær og gera þær virkar á nýjan leik,“ segir Ragnar. „Háþrýstur vökvi neðan úr möttli, mest vatn, skýst upp um smásprungur á löngum tíma og ætir bergið, kringum gamlar misgengissprungur, sem hafa að mestu gróið saman. Þessa veikingu á berginu getum við senni- lega mælt og fylgst með árum og áratugum saman áður en skjálfti brýst út.“ Þetta líkan af skjálftaundirbúningi og að það skuli passa Það bjargar mannslífum að vita af komandi jarðskjálfta Ragnar Stefánsson prófessor er hér ásamt eiginkonu sinni, Ingibjörgu Hjartardóttur. Morgunblaðið/hag Varað við seinni Suðurlandsskjálftanum Árangurinn sem náðst hefur á þessu sviði byggist mest á fjórum stórum evrópskum rannsóknarverkefnum, sam- vinnuverkefnum, þar sem Suðurlandsbrotabeltið á Ís- landi var rannsóknarvettvangurinn. „Grunnurinn var lagður í fyrsta verkefninu, svo kölluðu SIL (Södra Islands Lågland) verkefni, sem var Norðurlandaverkefni,“ segir Ragnar. „Út af gagnrýni á fyrri tilraunir til jarðskjálftaspár í heiminum, sem byggðist oftast á tölfræðilegri úttekt á jarðskjálftaröðum, án þess að vita af hverju ýmis mynstur í þessum röðum stöfuðu, ákváðum við að fara lengri leið- ina og nálgast málið eðlisfræðilega, sem sagt að rannsaka og skilja þá ferla og aðstæður niðri í jarðskorpunni sem geta leitt til stórra jarðskjálfta. Til slíkrar rannsóknar væri mikilvægast að nýta örsmáa jarðskjálfta sem eru nánast stöðugt í brotabeltum. Ný aðgengileg bók um jarð- skjálftaspár kom út í sumar og er eftir prófessorinn Ragnar Stefánsson. Hann fór af stað til að skrifa bókina eftir að hafa endað uppi á spítala og óttast um að hann myndi deyja áður en hann kæmi þekkingu sinni til annarra. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Þær uppgötvanir sem gerðar hafa verið á Íslandi í jarðskjálftarannsóknum eru ekki síst að þakka sér- stökum aðstæðum hér, þunnri skorpu, litlu af lausu seti ofan á harðri skorpunni, miklum breytileika í hreyfingum á plötuskilunum hér. Ísland er einmitt góð tilraunastofa til að gera þær uppgötvanir sem hér hafa verið gerðar. Þessar uppgötvanir má svo nýta þar sem aðstæður til að skoða ofan í jarðskorpuna eru erfiðari. Myndin að ofan er tekin eftir Suðurlands- skjálftann árið 2000 en hann var 6,6 á Richter. Morgunblaðið/Sverrir Afbragðsland til rannsókna

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.