SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 42
42 21. ágúst 2011 L augardaginn 20. ágúst byrjaði 21. Jazzhátíð í Reykjavík og mun hún standa í tvær vikur. Hún er haldin á ýmsum stöðum í bænum, allt frá Norræna húsinu til Hörpunnar. Um helgar byrj- ar hún snemma um daginn en á virkum dögum hefst hún yfirleitt ekki fyrr en um áttaleytið að kveldi. Upphaf Jazzhátíðar er árið 1990, þegar Ólafur Þórð- arson stóð fyrir samnorrænni djasshátíð. Ári síðar var nafninu breytt í RúRek (Jazzhátíð Ríkisútvarpsins og Reykjavíkurborgar) og þannig var hún starfrækt í nokkur ár. Síðar var nafninu breytt í Jazzhátíð í Reykjavík og Rúv hætti beinum afskiptum af henni þótt gott samband sé alltaf á milli RÚV og hátíðarinnar því að sögn aðstandenda hátíðarinnar er þar helsta vígi djassins á meðal útvarps- stöðvanna. Pétur Grétarsson er búinn að sjá um hátíðina í mörg ár og aðspurður segir hann markmið hátíðarinnar að vera með inspýtingu í djasslífið hér á landi. „Hátíðin end- urspeglar fyrst og fremst tónlistarlífið eins og það snýr að ákveðnum kjarna íslenskra tónlistarmanna,“ segir Pétur. „Þeir eru líklega teljandi á fingrum annarrar handar sem lifa á djassinum einum saman hér á landi, ef þá er að finna yfirleitt. Það má líka segja að djass er svo órætt hugtak að jafnvel þó einhver sé fyrst og femst djassleikari þá er maður litlu nær um hverskonar músík hann stendur fyrir. Á þessu gráa svæði þrífst músík mjög vel og ég held að henni sjálfri þyki dáldið gaman að vera óskilgreinanleg. Svona dularfull. Gæði tónlistarinnar eru klárlega í sífelldri betrun þegar talað er um hæfileika, þjálfun og þekkingu þeirra sem hana flytja og búa til, en svo er algerlega af- stætt hvað er góð músík og hvað ekki. Mér kann að finn- ast æðisgengilega flott eitthvað sem þér finnst alveg glat- að. Í þessu felst kannski vandinn ef einhver er. Hvernig hátíð vill maður hafa? Við erum of lítið samfélag til að vera með einn ákveðinn afkima djassins í forgrunni. Það virð- ist falla áheyrendum vel í geð að hafa Jazzhátíð í Reykja- vík eins fjölbreytta og raun ber vitni og hún er vel þekkt bæði innanlands og utan,“ segir Pétur. En það hefur verið flökt á hátíðinni og aðspurður hvað valdi því segir hann: „Þegar ég tók við hátíðinni 2007 var hún búin að vera á ýmsum stöðum á almanak- inu. Vor, vetur og haust, en ekki á sumrin. Mér fannst ástæða til að prófa sumarið og freista þess að fá til okkar einhvern hluta þeirra fjölmörgu ferðamanna sem eru hér á þeim tíma. 2009 ákváðum við síðan að prófa að lengja hátíðina og hafa hana 20 daga í tilefni af 20. hátíðinni. Það gafst ákaflega vel og góð aðsókn var allan tímann. Hins- vegar er erfitt fyrir okkur að ná t.d. flugfélögunum að því að styðja við hátíðina á meðan hún er á háannatíma þeirra. Einnig er tveggja vikna hátíð erfið í markaðs- setningu til útlanda og þess vegna höfum við hug á því að efla Vetrarjazzdagana sem við höfum prófað undanfarin tvö ár. Þá værum við að tala um kröftuga langa helgi með ennþá meiri alþjóðlegum blæ. Vonandi sjá flugfélögin ástæðu til að koma með okkur í það,“ segir Pétur. Margir Íslendingar Það virðast fleiri íslenskir djasslistamenn vera á hátíðinni í ár og aðspurður hvað valdi heldur Pétur að það sé afþví að listamennirnir séu farnir að tímasetja útgáfur sínar inná djasshátíðina. „ADHD, Sálgæslan og Stórsveit Reykjavíkur verða allar með útgáfutónleika á hátíðinni í ár,“ segir Pétur. „Einnig náðum við, í samvinnu við ÚTÓN, samkomulagi við djasshátíðina í London um að kynna íslenskan djass þar í nóvember. Þess vegna verða opnunartónleikar okkar í Hörpu tileinkaðir þeim hljómsveitum sem þar koma fram. Öllum borgarbúum er boðið að vera við opnunarhátíðina. Enginn aðgangseyrir og mikil veisla þar sem Einar Örn Benediktsson kemur út úr djassskápnum og setur hátíðina. Ég er annars rosalega sæll og glaður að geta loksins boðið uppá tónleika með Mezzoforte á djasshátíð. Píanistinn Danilo Perez er líka happafengur en menn Djass- geggjar- arnir eru mættir Jazzhátíð í Reykjavík er hafin og mun hún standa í heilar tvær vikur. Margt afbragðslista- manna mun spila víðs vegar um bæinn, allan daginn um helgar og öll kvöld vikunnar. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is ’ ...djass er svo órætt hugtak að jafnvel þó ein- hver sé fyrst og femst djassleikari þá er maður litlu nær um hvers- konar músík hann stendur fyr- ir. Á þessu gráa svæði þrífst mús- ík mjög vel og ég held að henni sjálfri þyki dáldið gaman að vera óskilgreinanleg. Mezzoforte leikur á Jazzhátíð í Reykjavík í fyrsta sinn. Dansk-norska söngkonan og lagasmiðurinn Elou Elan. Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.