SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 27

SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 27
21. ágúst 2011 27 á heimsmarkaðnum en sjónvarpsþætt- irnir gerast einmitt á sjöunda áratugnum. En Pan Am naut fyrirgreiðslu banda- rískra yfirvalda, og hefur oft hlotið óvægna meðferð í bíómyndum, til dæmis um Howard Hughes sem rak flugfélag á sama tíma og naut ekki eins mikillar vel- vildar. Vegna fyrirgreiðslunnar varð Pan Am um tíma tákn bandaríska veldisins á erlendri grundu eins og Coca Cola og McDonalds. Þegar Sovétmenn múruðu Vestur-Berlínarbúa inni árið 1961 þá flaug Pan Am-flugfélagið um tíma 650 flug í hverri viku með vistir til borg- arinnar. Hnignun og gjaldþrot Veldissól Pan Am fór ört hnignandi á ní- unda áratug síðustu aldar og árið 1991 varð það á endanum gjaldþrota. Nafn fé- lagsins var endurlífgað nokkrum sinnum eftir það en átti ekkert sameiginlegt með þeim flugfélögum annað en nafnið. Pan Am fór fyrsta almenningsflugið í kringum heiminn, reyndar fyrir slysni. Vegna árásar Japana á Pearl Harbour árið 1941 þurfti farþegaflugvél Pan Am, sem varð strandaglópur á Nýja-Sjálandi, að fljúga vesturleiðina heim og hafði því farið hringinn í kringum hnöttinn á end- anum. Pan Am var um tíma jafn þekkt vörumerki og Coca Cola og merki þess hefur birst í mörgum bíómyndum, meðal annars í frægri mynd Stanleys Kubrick: 2001: A Space Odyssey. Þar var látið sem Pan Am stæði fyrir geimflugi. Í myndinni Catch me if you can með Leonardo Di- Caprio í aðalhlutverki, er Pan Am- flugfélagið í stóru hlutverki enda á sú mynd að gerast á þeim tíma sem eft- irsóttustu karlmenn samfélagsins voru flugmenn og flugþjónar flugfélagsins. Þessi auglýsing frá sjötta áratugnum sem tengir Pan Am við lúxuslíf í Honolulu með dans- andi stúlkum í strápilsum var víst ekkert fjarri sanni. G unnar Eyjólfsson leikari var flugþjónn í á þriðja ár hjá Pan Am-flugfélaginu á gullaldarárum þess. Hann fékk vinnu þar árið 1954. Hann segir svo frá í ævisögu sinni, Alvara leiksins: „Þetta var á þeim dögum þegar flug var ekki lengur sjaldgæfur munaður ríka fólksins og áður en það varð sjálfsagður hluti af lífsháttum manna, í okkar hluta heims að minnsta kosti. Ég var alinn upp á þeim tímum þegar bílstjórar voru nokkuð hátt skrifaðir en nú voru flugmenn að taka við,“ skrifaði Gunnar. Í spjalli við Gunnar segir hann frá því að þetta hafi verið mikill ævintýratími í lífi hans. „Þetta var alveg sérstakt flugfélag, lúxusinn var svo mikill, enda fóru þeir á hausinn á endanum,“ segir hann. Flugþjónn Leikari á ferð og flugi Skar og skarkali | 2

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.