SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 17

SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 17
21. ágúst 2011 17 Söðull og beisli frú Sigríð- ar í Sólheimatungu eru til sýnis í gömlu taðgeymsl- unni í kjallaranum. Á síðustu öld urðu örar breytingar í sveitum landsins, raunar svo örar að jafna má við byltingu. Fólk hætti að ganga í skinnskóm og flutti úr húsum sem gerð voru úr torfi og grjóti í ný og háreistari hús sem gerð voru úr stein- steypu. Gömlu torfbæirnir grotnuðu hratt niður og voru fjarlægðir. Sumir sjá eftir þeim í dag, en Margrét Hall- grímsdóttir þjóðminjavörður hefur sagt að íslenski torf- bærinn eigi sér sögu sem sé „einstæð í heiminum“ og hana þurfi að rannsaka betur. Þegar leið á öldina voru mörg steinhúsanna orðin lúin og þá voru líka komin ný efni til að einangra hús. Bænd- ur byggðu því ný og betri hús og gömlu húsin grotnuðu niður eða voru rifin. Þó að sumstaðar hafi verið vilji til að halda í þessi hús er fátítt að bændur séu svo vel efnum búnir að þeir treysti sér í að gera við gömul hús, sem kannski voru lítil not fyrir. Þessi hús, sem eru af fyrstu kynslóð húsa og tók við af torfbæjunum, eru því að hverfa úr sveitum landsins. Þessi gömlu steinsteyptu hús eru af ýmsum stærðum og gerðum. Oft voru þau byggð af vanefnum. Und- antekningalaust var steypan hrærð heima og hífð með handafli í mótin. Sementið var dýrt og því reyndu menn að spara það eins og hægt var. Mölin sem notast var við var misjöfn að gæðum og því er misjafnt hversu vel veggir húsanna hafa staðist tímans tönn. Erfitt var að fá góð efni til einangrunar, en menn reyndu m.a. að ein- angra með reiðingi, þ.e. torfi. Gríðarlega stór hús í sveitum Í Borgarfirði standa enn nokkur merk hús, en þeirra merkast er án efa íbúðarhúsið að Sveinatungu í Norður- árdal sem er fyrsta steinsteypta hús á Íslandi, reist 1895. Íbúðarhúsið að Arnbjargarlæk í Þverárhlíð, sem byggt var 1923, er líka merkilegt, en það er samtals 1.316 rúm- metrar og sýnir vel þann stórhug sem ríkti í sveitum landsins þegar Ísland var að rísa úr öskustó. Þá má ekki gleyma Hvítárvallabænum sem hlaðinn var úr grjóti árið 1877. Það eru hins vegar mörg hús í Borgarfirði sem hafa verið rifin. Árið 1997 var íbúðarhúsið í Svignaskarði rifið en það var reist árið 1909 af Guðmundi Daníelssyni, sem var landsþekktur athafnamaður. Húsið var samtals 1.052 rúmmetrar að stærð og á þremur hæðum. Verkalýðs- Fyrsta kynslóð steinhúsa í sveitum að hverfa félagið sem á Svignaskarð taldi of dýrt að gera við húsið, en samkvæmt kostnaðaráætlun sem gerð var áður en húsið var rifið var talið að utanhússviðgerð myndi kosta 17 milljónir króna. Annað stórhýsi í Borgarfirði var íbúðarhúsið á Hrafn- kelsstöðum á Mýrum, en það var byggt 1930. Kostnaður við það reyndist ábúendum þungur í skauti þegar leið á kreppuárin. Húsið var 871 rúmmetri, en það var tvær hæðir, kjallari og ris. Húsið var orðið lélegt og var rifið fyrir nokkrum árum. Spyrja má hvers vegna var verið að byggja svona stór hús í sveitum á þessum árum. Hafa þarf í huga að í sveit- unum bjuggu á þessum tíma oft stórar fjölskyldur og raunar voru fjölskyldurnar stundum fleiri en ein og fleiri en tvær á hverjum bæ. Þetta var fyrir tíma vélvæðingar og því voru stórbændur enn með vinnufólk í vinnu. Það þurfti því stórt húsnæði undir vinnufólk og allan barna- skarann. Með vélvæðingunni fækkaði fólki í sveitum og stundum sátu eftir litlar fjölskyldur í alltof stórum hús- um; húsum sem voru illa einangruð og þörfnuðust mik- ils viðhalds. Á bak við þessi gömlu steinhús er því mikil saga sem ekki er síður vert að varðveita en gamla traktora og gamla torfbæi. Sigríður Sigurðardóttir, húsfreyja í Sólheimatungu (fyrir miðri mynd), ásamt hjónunum Herborgu frá Heygum og Magnúsi Sigurðssyni lögreglumanni í Reykjavík (bróður Sigríðar) og hjónunum Einari Sigurðssyni frá Stóra-Fjalli (bróður Sigríðar) og Hólmfríði Jónsdóttur. Fékk einn pott af mjólk Jónas Eggert Jónsson eignaðist Sólheimatungu um aldamótin 1900, en jörðina keypti hann af ekkjunni Helgu Bjarnadóttur sem þá bjó í Sól- heimatungu. Áður hafði Jónas gert leigusamning við Helgu, en hann er dagsettur 1891. Nafn Helgu er handsalað undir leigusamninginn sem þýðir væntanlega að hún hefur ekki verið fær um að skrifa nafnið sitt.Af- rit af leigusamningnum hangir uppi á vegg í bænum. Samningurinn er ít- arlegur og kveður á um hvernig leigugreiðslum skuli háttað, en í síðasta tölulið segir Helga: „Meðan ég lifi áskil jeg mér ókeypis húsnæði hús- mennsku í Sólheimatungu hjá nefndum Jónasi. Svo sé hann og skyldug- ur til að láta mig fá meðan ég lifi einn pott af nýmjólk daglega eða sem annars konar svarar í vökva sömuleiðis án borgunar, að mér látinni fellur ígildi þessarar kvaðar burt“. Sumir hafa túlkað þessa síðustu setningu þannig að Jónas hafi ekki þurft að vökva leiði Helgu með mjólk eða öðrum vökva. Þjóðbúningur Guðrúnar Tóm- asdóttur frá Fellsenda í Dölum. Bærinn Sólheimatunga í Stafholt- stungum stendur við Gljúfurá þar sem áin rennur í Norðurá. Lokið var við smíði íbúðarhússins árið 1911. Eitt ár tók að byggja húsið enda skorti ekki vinnufúsar hendur í sveitum landsins í byrjun 20. aldar.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.