SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 43

SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 43
21. ágúst 2011 43 muna eftir honum úr hljómsveit Wayne Shorter á Listahátíð 2008. Hann kemur hingað með Ben Street og Adam Cruz. Svo er spennandi að bjóða uppá tónleika sem tileinkaðir eru tónlist Gunnars Reynis Sveinssonar, en hann er sem kunnugt er okkar eini tónsmiður sem reyndi sig að ein- hverju marki við hinn „Þriðja straum“ sem svo var kallaður þegar menn blönduðu saman spunadjassi og gegnumsam- inni tónlist. Kammerkór Suðurland og Diddú koma þar við sögu og frumflytja með hljómsveit valda kafla úr kantötunni „Á jörð ertu kominn“ eftir Gunnar Reyni við texta Birgis Sigurðssonar. Einnig ætlar Ásgerður Júníusdóttir að syngja nokkur lög Gunnars með hljómsveitinni og okkar magnaða K Tríó opnar tónleikana með blöndu af eigin tónlist og lög- um eftir Gunnar Reyni. Auk stóru tónleikanna má benda á sólótónleika Skúla Sverrissonar og dúett hans og Óskars Guðjónssonar. Dúettt- ar Davíðs Þórs og Eyþórs Gunnarssonar annarsvegar og Ei- vinds Aarset og Hilmars Jenssonar hinsvegar eru líka spennandi. Dáldið dúettaþema í gangi þegar maður pælir í því. En það verður bara fullt af spennandi hlutum að gerast á hátíðinni,“ segir Pétur. Franska djasstríóið The Kandinsky Effect. Panamíski píanóleikarinn Danilo Perez . Horfum til Úteyjar eystri þar sem paradís breyttist í glóandi víti eins og hendi sé veifað, þar sem ofbeldið læsti blóðugum klóm í stálhjarta byssumanns og ungt fólk hitti örlög sín fyrir við afskræmda ásjónu dauðans, horfum okkur nær til annarrar Úteyjar - æskuumhverfis Sighvats hirðskálds hins helga Ólafs þar sem farfuglar syngja við lyng og blóm, þangað sem landnámsmenn festu hug sinn og hjarta við heimaslóð nýja, hefjum íslenzka fánann í hálfa stöng og sendum hryggð okkar austur um höf. Júlí ‘11 Matthías Johannessen Noregi blæðir að friðsamlegt andsvar við of- beldi er öfl- ugasta og hug- rakkasta svar sem hægt er að veita. Ofarlega í huga mér er mynd af kristnum presti og múslimskum imam sem standa hlið við hlið við jarðarför eins hinna ungu fórnarlamba ofbeldisins. Þessari mynd hefur verið sjónvarpað og hún hefur birst í alþjóðlegum fjöl- miðlum. Hún hefur næstum orðið tákn þeirrar staðfestu að byggja sjálf- bært, umhyggjusamt og opið sam- félag saman. Fjöldi fólks, víða að úr heiminum, hefur sagt mér frá þeirri gríðarlegu hvatningu sem það upp- lifði vegna jákvæðra viðbragða norska samfélagsins við hryðjuverk- unum, þrátt fyrir þann sársauka sem þau valda. Við erum, sem kristin kirkja, skuldbundin til að vinna saman að réttlátum friði. Það þýðir að vinna að opnum samfélögum þar sem fólk í öllum hópum samfélagsins er með- höndlað sem einstaklingar með skyldur og réttindi og þar sem órétt- mæt og syndug hegðun er fordæmd. Við þurfum að huga að samvisku okkar – um það hvað við segjum og hvað við segjum ekki – og halda áfram samræðunni við nágranna okkar. Á tímum sem þessum erum við kölluð til að íhuga þetta grundvall- andi gildi kristninnar: Boðið um að elska náunga okkar. Við sjáum hve mikilvægt það er á tímum sársauka og dauða. Við sjáum þörfina á gagn- kvæmu faðmlagi; faðmlagi ástar og virðingar í samfélaginu. Við sjáum hve mikið við þörfnumst boðorðsins um að elska þegar við horfumst hreinskilnislega í augu við þá miklu áskorun sem felst í breytingum á samfélagsmynstri vegna innflytj- enda og vaxandi fjöltrúarlegs sam- félags. Hinn mannlegi harmleikur 22. júlí er mikilvæg viðvörun fyrir okkur öll. Olav Fykse Tveit er norskur prestur og framkvæmdastjóri Alkirkjuráðs- ins, World Council of Churches. Það eru samtök 349 kirkna í yfir 110 lönd- um og landssvæðum um allan heim, bæði rétttrúnaðarkirkna og fjöl- margra ólíkra mótmælendakirkna. Meðlimir þeirra eru samtals yfir 560 milljónir. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir þýddi. Olav Fykse Tveit É g var í sumarfríi síðari hluta júlí og varði því með fjölskyldu minni, fyrrver- andi samstarfsfólki og öðr- um vinum í heimalandi mínu, Nor- egi. Svo vildi til að leið mín lá til Osló 22. júlí. Þegar ég var að yfirgefa borg- ina heyrði ég hinar hræðilegu fréttir um fjöldamorðin í borginni og í sum- arbúðunum á Útey. Líkt og margir Norðmenn þekkti ég sum fórnarlömbin og harmi slegn- ar fjölskyldur þeirra. Meðal þeirra sem voru myrtir í Útey var sonur norsks embættismanns sem hafði heimsótt mig aðeins nokkrum mán- uðum fyrr á skrifstofu Alkirkjuráðs- ins í Genf. Líkt og margir Norðmenn á ég ennþá erfitt með að meðtaka að þetta hafi raunverulega gerst. Maðurinn sem hefur játað á sig þetta blóðbað heldur því fram að hann hafi verið að verja „kristna menningu“. Hann álítur að ólíkir „menningarheimar“ hljóti að „takast á“. Þetta er glæpsamlega rangt hjá honum. Kirkjur í Noregi sendu sameig- inlegt hirðisbréf vegna harmleiksins 22. júlí og sýna þar hver hin raun- verulega kristna menning og hin kristnu gildi eru. Þær vinna með og sýna fulltrúum annarra trúarbragða samhygð. Fólkið í Noregi hefur sýnt, Syrgjendur minnast fórnalamba hryðjuverksins í Útey við Dómkirkjuna í Ósló. Reuters Olav Fykse Tveit Hugleiðing um harmleikinn í Noregi

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.