SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 8
8 21. ágúst 2011 Rick Perry þykir fjallmyndarlegur, fljótur að átta sig og hann getur verið orðheppinn. Mörgum þykir hann heillandi í viðkynningu og hann segist hafa lært mik- ið af því að hafa unnið fyrir sér sem sölumaður á yngri árum. „Þetta er eins og að bjóða sig fram gegn Guði, allt gengur honum í haginn!“ sagði demókrat- inn John Sharp, sem er gamall vinur Perrys en barð- ist við hann um embætti vararíkisstjóra Texas 1998. „Annaðhvort er hann heppnasti maður í heimi eða Skaparinn heldur verndarhendi yfir honum.“ Ríkisstjórinn er af fátækum bómullarbændum í Texas kominn, hann lauk háskólanámi í dýrafræði og var síðar í fimm ár flughernum sem hann segir að hafi verið sér afar dýrmæt. Fjölskyldulíf hans þykir til fyr- irmyndar, eiginkonan Anita er hjúkrunarfræðingur og tekur mikinn þátt í félagslegu hjálparstarfi. Börnin eru tvö. Perry er sanntrúaður meþódisti, hann er leikpredikari og nýlega komu um 30.000 manns saman í Houston til að hlýða á hann Forsetaefni á ysta jaðri færa sig að jafnaði inn á miðjuna þegar þau eru búin að tryggja sér útnefn- inguna, þá er biðlað til miðjunnar. Og Perry var sjálfur demókrati fram undir fertugt. En fellur stóryrðastíll hans í góðan jarðveg utan Texas? Mörgum blöskraði þegar hann gagnrýndi nýlega Ben Bernanke seðla- bankastjóra. „...ef þessi náungi prentaði meira af peningum fram að kosningunum myndum við fara mjög illa með hann í Texas,“ sagði Perry. Það væru nánast „föðurlandssvik“ að nota peningaprentun í pólitískum tilgangi. Karl Rove, helsti ráðgjafi Bush, sagði þetta ekki „forsetalegt“, menn sökuðu ekki seðlabankastjóra landsins um að svíkja þjóðina. „Eins og að bjóða sig fram gegn Guði“ Rick Perry með eiginkonu sinni, Anitu. Þau eiga son- inn Griffin og dótturina Sydney. Reuters F ylgi Baracks Obama hefur aldrei verið minna, margir demókratar eru farnir að líta svo á að hann hafi ekki burði til að fást við þrálátan efnahagsvandann. Repúblikanar eru farnir að eygja von um að koma sínum manni í Hvíta húsið á næsta ári. En hverjum? Ef opinber skuldasöfnun, at- vinnuleysi og almenn óáran í efnahagsmálum verða aðalmálin á næsta ári getur það skipt sköpum fyrir repúblíkana að bjóða upp á kraftmikið forsetaefni sem segist hafa lausnir og getur rökstutt þá fullyrðingu. Margir álíta að sá frambjóðandi sé nú fundinn. James Richard (Rick) Perry er 61 árs, mjög hægrisinnaður og sannfærður um að Banda- ríkin séu Guðs eigið land, það sem þurfi sé að hverfa frá taumlausum ríkisafskiptum og bruðli af hálfu alríkisstjórnarinnar í Wash- ington. Hann er andvígur auknum réttindum samkynhneigðra, á móti fóstureyðingum, styður dauðarefsingar og frelsi til að bera vopn, efast um að hlýnun lofthjúpsins sé af mannavöldum og segir mörg göt vera á þróun- arkenningu Darwins. Rick Perry lýsti nýlega yfir framboði sínu en hann er dyggur stuðningsmaður Teboðshreyf- ingarinnar sem berst gegn öllum skattahækk- unum. Perry hefur verið ríkisstjóri í næst- fjölmennasta sambandsríkinu, Texas, frá árinu 2000 þegar hann tók við af George W. Bush sem stefndi þá á Hvíta húsið. Perry hefur sigrað í öllum kosningum sem hann hefur tekið þátt í á stjórnmálaferli sínum sem hófst 1984 þegar hann tók sæti í full- trúadeild þingsins í Texas. Síðast var hann endurkjörinn ríkisstjóri í fyrra og var þá með 13 prósentustig fram yfir keppinaut sinn. Perry hefur verið laginn við að tryggja sér mikinn fjárstuðning frá auðugum ein- staklingum og fyrirtækjum en veitt þeim í staðinn margs konar fríðindi. En stuðnings- menn ríkisstjórans segja að um sé að ræða ill- kvittnislegan áróður. Skýringin á góðu gengi Texas sé að Perry hafi ýtt undir fjárfestingar og atvinnusköpun með lágum sköttum og al- mennt vinsamlegu fyrirtækjaumhverfi. Ríkisvaldið á bara að „halda sköttum niðri, vera með réttlátt og fyrirsjáanlegt regluverk, koma í veg fyrir ofvöxt í taumlausum máls- höfðunum og fjármagna menntakerfi sem sýn- ir árangur og tryggir nægilega mikið af hæfu vinnuafli,“ er haft eftir Perry í The Weekly Standard. „Síðan á það að þvælast ekki fyrir og láta einkaframtakið um það sem það gerir best.“ Hann státar af því að hafa ávallt skilað halla- lausum fjárlögum í Texas án þess að hækka skatta. Hann beitti í upphafi ríkisstjóraferilsins neitunarvaldi oftar en dæmi eru um í sögu Texas, einkum gegn eyðslutillögum. Eitt sinn lagði hann áherslu á aðhaldssama fjár- lagastefnu sína með 15 blaðsíðna tillögum þar sem fjölmörg mál voru afgreidd með nið- urstöðutölunni 0. Engin fjárveiting. En nær 37% nýrra starfa sem sköpuð hafa verið í sambandsríkjunum 50 frá 2009 urðu til í Texas. Í grein á vefsíðu BBC er bent á að svo einfalt sé málið þó ekki, fyrst og fremst sé um láglaunastörf að ræða, líta verði á ýmsa þætti sem hafi áhrif á þennan samanburð, fólks- fjölgun, hækkandi olíuverð sem gagnast Texas og fleira. En í langflestum ríkjunum hafa verið sköpuð færri störf en þau sem hafa tapast. Teboðsatkvæðin gætu dreifst Og ekki er víst að tölur sem sýna að frammi- staða barna í skólum Texas er verri en í lang- flestum hinum ríkjunum, að atvinnuleysi er álíka mikið og landsmeðaltalið, mengun mikil, hafi áhrif. Þorri landsmanna hefur fyrst og fremst áhyggjur af því að geta ekki fengið vinnu eða staðið við skuldbindingar sínar og margir grípa fagnandi á lofti boðskap um von. „Ég kom Texas í lag og get komið Bandaríkj- unum í lag,“ segir Perry. Fyrstu viðbrögð demókrata sýna að þeir gera sér vel grein fyrir því að Perry geti orðið hættulegur andstæð- ingur. En svo gæti farið að í forkosningum dreifist atkvæði stuðningsmanna Teboðs- hreyfingarinnar milli Perrys og Michele Bach- mann og jafnvel Söruh Palin sem gæti tryggt hinum hófsama Mitt Romney útnefningu repúblikana. Nýjar lausnir frá Texas Rick Perry rík- isstjóri líklegt forsetaefni Rick Perry, ríkisstjóri í Texas, gaf nýlega kost á sér sem forsetaefni repúblikana í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Reuters Vikuspegill Kristján Jónsson kjon@mbl.is George W. Bush var sanntrúaður og hægrisinnaður rík- isstjóri í Texas og vangaveltur eru nú uppi um að Obama muni duga að rifja upp þau hugrenn- ingatengsl í baráttu við Perry. Ríkisstjórinn var spurður hvort hann óttaðist þessi tengsl. „Við erum ekki allir steyptir í sama mót í Texas, við erum hver með sínum hætti,“ svaraði hann. Annar Bush? www.noatun.is Nóatúni Nýttu þér nóttina í Verslanir Nóatúns eru opnar allan sólarhringinn

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.