SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 30

SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 30
30 21. ágúst 2011 F yrir rétt tæpum tuttugu árum fór ég í rokkfræðsluferð til Finnlands, hitti útgefendur og hljómsveitir og sótti tónleika sem mest ég mátti, fór þar á meðal á rokkhátíðina Ruisrock skammt utan við Turku. Frá þeim tíma eru mér minnisstæðar hljómsveitir eins og Suurlähettiläät, Eppu Normaali, Nelja Ruusua, Raptori, Kolmas Nainen og rokkskáldið Kauko Röyhka. Eitt af því sem opinberaðist fyrir mér í þeirri ferð, en hefði svosem ekki átt að vera nein opinberun, var að hjörtun slá eins í Grímsnesinu og Katajanokka. Það hefur verið mér, og fleirum, ráð- gáta hvers vegna norrænar hljómsveitir eru ekki þekktari á Norðurlöndum, ef svo má segja; af hverju ná íslenskar, sænskar, norskar, danskar og finnskar hljómsveitir ekki árangri utan heima- landa sinna, af hverju eru sænskar hljómsveitir ekki vinsælar hér á landi, norskar í Danmörku og svo má telja. Til að leita lausna á þeirri ráðgátu hafa að- ilar í löndunum tekið til við að kynna tónlist landanna á hinum Norðurlönd- unum, en ekki bara í Bretlandi og Bandaríkjunum. Það er og eftir tals- verðu að slægjast: Danmörk er tuttugu sinnum fjölmennari en Ísland, Svíar eru tvöfalt fleiri en Danir og svo má telja. Af því tilefni var ég kominn til Finn- lands að þessu sinni; til þess að sjá og heyra nýja finnska músík. Rokkhátíðin mikla Á hverju ári er haldin á athafnasvæði gamals orkuvers í austurhlusta Helsinki rokkhátíð mikil sem ber heitið Flow Festival, allmikil reyndar – mér skilst að gestir á hana að þessu sinni hafi verið nærfellt 50.000. Helstu stjörnur hátíðarinnar eru al- þjóðlegar stjörnur, þar komu fram að þessu sinni til að mynda Kanye West, Empire of the Sun, The Human League og Janelle Monáe, og einnig minni störnur eins og Twin Shadow, Battles, MF Doom, Midlake og El Guincho svo dæmi séu tekin af erlendum listamönn- um, en fulltrúi annarra norræna þjóða var norski dúettinn Röyksopp. Aðalsportið á slíkri hátíð er þó að sjá eitthvað sem maður veit ekkert um; nöfn sem maður hefur aldrei séð spila músík sem maður hefur aldrei heyrt, til dæmis: Asa Masa, Desto, Eevil Stöö, Jori Hulkkonen, Mirel Wagner, Teeth, The Dø og Yona & Orkesteri Liikkuvat Pilvet, en alls kom á sjötta tug finnskra listamanna og hljómsveita fram á há- tíðinni, sumir oftar en einu sinni og einhverjir oftar en tvisvar. Það má lengi deila um það hvort og þá hversu mikil þjóðleg áhrif sé hægt að greina í tónlist eins og rokki, rappi og raftónlist sem eru í eðli sínu alþjóð- legar tónlistarstefnur. Rappið er reynd- ar bundið orðum í meira mæli en aðrar tónlistarstefnur og því erfitt að meta rapp á finnsku eins og til að mynda hjá rapparanum Asa Masa, nema maður kunni málið, en ekkert vantaði upp á í flutningnum, Asa sjálfur, sem gegnir annars nafninu Matti Salo, var geysi- öruggur á sviðinu og hljómsveitin sem hann var með sér sér ekki síðri. Þegar nærstaddur piltur sá svo aumur á mér og snaraði fyrir mig nokkrum rímum hækkaði Asa enn í áliti hjá mér. Einmanaleiki og erfiðleikar Annar listamaður sem heillaði mig, og sá sem mér þótti reyndar skara fram úr, söngkonan Mirelle Wagner, víst af eþíópískum ættum, söng á ensku svo ekki þurfti að velta inntaki texta fyrir sér. Þeir textar eru magnaðir, klif- unarkenndir og átakanlegir, sögur af einmanaleika og erfiðleikum. Önnur söngkona, Yona, sem var með Liikkuvat Pilvet-hljómsveitina sér til halds og trausts, söng á finnsku og þar hljómaði eitthvað sem kalla má þjóð- legt eða í það minnsta þjóðlagakennt. Frábær söngkona og skemmtileg mús- ík. Rokksveitin French Films hefði aftur á móti getað verið frá hvaða landi sem er í Vestur-Evrópu, ekki að það sé ein- hver löstur, enda spilar hún skemmti- legt nýbylgjukennt grípandi rokk. Ég reyndar séð sveitina spila áður, sá hana í Árósum í vor, en hún var mun af- slappaðri á heimavelli og mun betri. Samstarf yfir landamæri Landamæri Vesturálfu eru að hverfa smám saman og með því skemmtileg- asta sem ég sá á hátíðinni var finnsk- franskur dúett, The Dø, sem nýtur mikillar hylli í Finnlandi ef marka má mannmergðina sem tróð sér inn í Svarta tjaldið svonefnda, sennilega 8- 10.000 manns, þegar þau voru að spila. Það er líka nýbylgja, en nú nýbylgju- kennt popp og það af bestu gerð. Þýski tónlistarmaðurinn Volker Bert- elmann, píanóleikari og lagasmiður, Flow-rokkhátíðin, sem haldin er á athafnasvæði gamals orkuvers í austurhlusta Helsinki, er fjölsótt, gest Af finnsku rokki og raftónlist Þótt Finnar séu frændur vorir að norrænum sið þekkja menn hér á landi lítið til finnskrar listar og alla jafna enga tónlist nema kannski Sibelius. Á rokkhátíð í Helsinki fyrir viku mátti þó sjá margt sem myndi sóma sér á Airwaves eða annarri íslenskri rokkhátíð. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Jori Hulkkonen kom fram sem Jori Hulkkonen is Third Culture og stóð sig frábærlega. Flow Festival

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.