SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 45
21. ágúst 2011 45
Lesbók
Þ
ar sem ég tíndi saman í tösku föt og fleira á leið á
rokkhátíð í Finnlandi í lok síðustu viku spurði kona
mín: „Ætlarðu að fara með allan þennan pappír til Finn-
lands?“ Ég hafði nefnilega tekið til nokkrar bækur til að
lesa á leiðinni og ef stund gæfist í Helsinki, en í ljósi þess að ég var
líka með Kindle lestölvu með mér var
spurningin réttmæt: af hverju þurfti ég
líka að dröslast með pappírinn?
Það kom og á daginn að pappírsbæk-
urnar sem ég tók með mér voru aldrei
opnaðar – þær bækur sem ég las í loftinu
og á flugvellinum voru rafrænar og eins
þegar ég settist út í sólina á Pohoisespl-
anadi á laugardagsmorguninn – þá var
ég með lestölvuna með mér og það þó
besta bókabúð Norðurlanda, Akateem-
inen Kirjakauppa, væri rétt fyrir aftan
mig.
Lestölvan sem ég nota, Kindle, er ekki
fyrsta slíkt apparat sem ég eignast, ég keypti fyrstu lestölvuna
fyrir rúmum áratug og hef því verið að lesar rafrænar bækur all-
lengi. Kindle-lestölvan var þó vendipunktur í minni lestölvusögu;
ekki bara þægilegasta vélin sem ég hef komist í tæri við heldur
stórjókst líka framboð af bókum á rafrænu sniði.
Ég setti mér til gamans það markmið í ársbyrjun að lesa meira
en á síðasta ári, reyndar talsvert meira. Þegar ég var að fara yfir
bókhaldið yfir bóklestur ársins, bóklestursbókhaldið, í vikunni sé
ég að af þeim 242 bókum sem ég hef lesið eru 170 rafrænar bækur,
eða ríflega 70%. Ef við gefum okkur að meðalbókin sé um 300 síð-
ur hef ég því losnað við að bera 51.000 síður af pappír, hvort sem
það er milli landa, milli landshluta eða milli herbergja. Ekki má
svo gleyma því að ég þarf ekki að finna pláss fyrir hálfan fimmta
metra af bókum til viðbótar við þá óteljandi hillu-
metra sem fyrir eru á hæðinni, í kjallaranum og
um allt hús reyndar. Lestölvan lifi!
Lestölvan
lifi!
’
Ef við
gefum
okkur að
meðalbókin sé
um 300 síður
hef ég því losn-
að við að bera
51.000 síður af
pappír.
Orðanna
hljóðan
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Sumarið hófst með lestri bókarinnar Nátt-
bál eftir Svíann Johan Theorin. Ég hafði
áður lesið Hvarfið og líkað hún vel og það
sama má segja um þessa bók. Náttbál
fjallar um Joakim Westin og fjölskyldu
hans sem flytja frá Stokkhólmi til Åludden
á Ölandi. Þetta er hörkuspennandi saga,
ísköld og draugaleg, uppfull af dramatík
og því bók sem ég mæli hiklaust með. Í
kjölfarið fylgdu þrjár bækur Jo Nesbø um
Harry Hole: Rauðbrystingur, Nemesis og
Djöflastjarnan. Ég var pínu efins í upphafi
um að ég myndi falla fyrir Harry og fé-
lögum en sú varð þó raunin og bækurnar
góðar. Þessi þríleikur er rússíbanareið,
skemmtileg lesning og Harry Hole er litrík
persóna sem á það til að koma á óvart.
Þær eru alltaf nokkrar bækurnar á nátt-
borðinu og nýlega byrjaði ég á hinni
margrómuðu skáldsögu A Perfect Spy eft-
ir John le Carré. Sagan af Magnus Pym er
löng og fyrir margt merkileg. A Perfect
Spy þykir marka tímamót hjá höfund-
inum sem breytir þar um stíl frá fyrri bók-
um sínum. Enn sem komið er hefur bókin
þó ekki náð að grípa mig sem skyldi en ég
hef hins vegar mikla trú á henni.
Áður en hið spennuþrungna lestrars-
umar hófst var það hins vegar ævisaga
Keith Richards gítarleikara The Rolling
Stones sem lá á náttborðinu en hún staldr-
aði stutt við því ég spændi hana í mig, á
mettíma. Life er frábær bók og úrvals
lesning fyrir alla tónlistarnörda sem og
aðdáendur góðra ævisagna. Ég er afar
veikur fyrir flestum bókum um ævi og
störf tónlistarmanna og safna þeim í gríð
og erg.
Að lokum er vert að minnast á bók sem
ég byrjaði að lesa nýlega, teiknimyndabók
um Leðurblökumanninn: Batman: Time
and the Batman eftir meistara Grant
Morrison. Ég er að reyna að lesa hana
hægt, njóta vel og lengi. Teiknimyndasög-
ur hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá
mér og sérstaklega bækur um Leð-
urblökumanninn og úrkynjaða og spillta
veröld Gothamborgar.
Lesarinn Jóhann Ágúst Jóhannsson framkvæmdastjóri
Spennuþrungið lestrar-
sumar og ævisaga fyrir
tónlistarnörda
Kápa Time and the Batman eftir Skotann Grant Morrison.
LISTASAFN ÍSLANDS
Söfn • Setur • Sýningar
KONA / FEMME, LOUISE BOURGEOIS 27.5. -11.9. 2011
KJARVAL, Úr fórum Jóns Þorsteinssonar og Eyrúnar Guðmundsdóttur
27.5. -11.9. 2011
MENNINGARNÓTT - 20. ágúst - Dagskrá
Kl. 15, Mamma könguló, Barnasmiðja - Fjölskyldudagskrá
Kl. 20, Leiðsögn um verk Louise Bourgeois
í fylgd Halldórs Björns Runólfssonar
Kl. 21.30, Skybox - Tónleikar; Hallvarður Ásgeirsson, gítar
og Jón Indriðason, trommur.
SUNNDUDAGSLEIÐSÖGN 21. ÁGÚST KL. 14
Stefan Mayen Briem listfræðingur
SAFNBÚÐ Listaverkabækur, kort, plaköt, íslenskir listmunir og gjafavara.
SÚPUBARINN, 2. hæð
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, OPIÐ daglega kl. 11-17,
lokað mánudaga. Allir velkomnir! www.listasafn.is
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ
Þúsund ár - fjölbreytt verk úr safneign Listasafns Íslands
frá 19. öld til nútímans. Fyrsti áfangi nýrrar grunnsýningar
um þróun íslenskrar myndlistar.
„Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“
Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar,
undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar.
Sýningin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri.
Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna.
Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir.
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík
Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Menningarnótt 2011
Dagskrá:
13.00 - 15.00 Listasmiðja fyrir börn á öllum aldri.
15.00 Sögustund fyrir börnin.
16.00 Píanóleikur í Myndasal.
18.00 - 19.00 Kvikmyndasýning í fyrirlestrarsal.
19.00 - 21.00 Þjóðminjasafnið býður gestum að koma og spila
í gamla anddyrinu.
21.00 Hugljúfar, íslenskar dægurperlur við píanóundirleik
í Myndasal.
Gestadúkur, húsráð og skemmtimennt.
Fjölbreyttar sýningar, safnbúð og kaffitár.
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga kl. 10-17
Myndin af Þingvöllum
Fjölbreytt verk frá 1782-2011,
yfir 50 höfundar
Síðasta sýningarhelgi
Einar Garibaldi sýningarstjóri
með leiðsögn sunnud. kl.15
Kaffistofa – Leskró – Barnakró
OPIÐ: alla daga. kl. 12-18
AÐGANGUR ÓKEYPIS
www.listasafnarnesinga.is
Hveragerði
Hugvit
Einar Þorsteinn Ásgeirsson
stendur til 14. ágúst
Verk úr safneign
stendur til 25. september
Opið 12-17, fimmtudaga 12-21,
lokað þriðjudaga
www.hafnarborg.is
sími 585 5790
- Aðgangur ókeypis
15. maí – 15. sept.
Farandsýning
Ekki snerta jörðina!
Leikir 10 ára barna
Opið alla daga kl. 11-18
www.husid.com
Sími 483 1504
FIMMTÍU GÓÐÆRI
6. ágúst til 11. september 2011
Sýning á verkum úr safninu
eftir 65 listamenn.
Sýningarstjórn:
Kristín G. Guðnadóttir
og Steinunn G. Helgadóttir.
Opið 13-17, nema mánudaga.
Aðgangur ókeypis.
Freyjugötu 41, 101 Rvk
www.listasafnasi.is
LISTASAFN ASÍ