SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 18
18 21. ágúst 2011
T
æp tuttugu ár eru síðan Kvik-
myndaskóli Íslands var stofn-
aður. Fyrstu námskeiðin undir
nafni hans voru haldin haustið
1992. Stofnandi skólans var Böðvar Bjarki
Pétursson kvikmyndagerðarmaður. Ár-
lega voru haldin námskeið á vegum skól-
ans en árið 2000 var tekin ákvörðun um
að efla rekstur hans og fella starfsemi
hans að hinu almenna skólakerfi í land-
inu. Haustið 2003 veitti Tómas Ingi Ol-
rich, þáverandi menntamálaráðherra,
skólanum svo formlega viðurkenningu
ráðuneytisins á tveggja ára starfs-
menntabraut á framhaldsskólastigi. Með
því var stigið fyrsta skrefið í því að Kvik-
myndaskóli Íslands yrði viðurkenndur
skóli í íslensku menntakerfi.
Haustið 2004 var kynnt að þrjár nýjar
brautir væru í undirbúningi og árið 2007
veitti menntamálaráðuneytið Kvik-
myndaskólanum viðurkenningu á þrem-
ur nýjum sérsviðum án þess þó að gefa
loforð um aukningu á fjárframlagi. En öf-
ugt við einkaskólann Hraðbraut, sem
fékk ákveðna upphæð frá ríkinu á hvern
nemanda í skólanum, þá var upphæðin
sem fór til kvikmyndaskólans mun lægri
og hún var föst og ótengd því hvort fleiri
nemendur kæmu í skólann eða ekki.
Árið 2008 blessaði Guð ekki Ísland og
efnahagshrun var staðreynd. Fulltrúar
Kvikmyndaskólans leyna því ekki að þeir
höfðu búist við að fá hækkun á framlagi
ríkisins en sýnt því skilning að af því varð
ekki vegna hrunsins. Þremur árum
seinna, í byrjun þessa árs, varð ljóst að
þetta myndi ekki ganga svona áfram.
Fulltrúar ráðuneytisins benda á að auknu
fjárframlagi hafi ekki verið lofað. Sam-
kvæmt samningi átti skólinn að fá 39
milljóna króna úthlutun fyrir árið en
fulltrúar skólans báðu um 140 milljónir og
réttlættu það með því að árið 2007 hefði
styrkurinn verið fjórðungur af rekstr-
inum og ef það ætti að haldast ætti styrk-
urinn að fara upp í 140 milljónir. Fulltrúar
skólans lækkuðu sig um helming og
fulltrúar ráðuneytisins hækkuðu sig en
ekki náðu þeir saman. Þegar upp úr við-
ræðum slitnaði munaði aðeins 14 millj-
ónum, ráðuneytið bauð 56 milljónir en
skólinn taldi sig komast af með 70 millj-
óna framlag.
Það sem síðan gerist er að ráðuneytið
kemst að þeirri niðurstöðu að skólinn sé
órekstrarhæfur með það fé sem hann hef-
ur í höndunum og sendir gögn sín til Rík-
isendurskoðunar til að fá staðfestingu á
því. Fulltrúum skólans er síðan tilkynnt
sú niðurstaða núna á fimmtudag en sá
dómur þýðir í raun dauða skólans. Það
þýðir að skólinn fær hvorki krónu í styrk
frá ríkinu né eiga nemendur hans mögu-
leika á því að fá lán frá Lánasjóði náms-
manna.
Ekkert loforð um aukið fé
Hilmar Oddsson, skólastjóri og kvik-
myndaleikstjóri, viðurkennir það fúslega
að ekki fylgdi loforð um aukinn stuðning
til skólans árið 2007 þegar ráðuneytið
viðurkenndi stækkun hans.
„En við gerðum ráð fyrir því og það var
skilningur manna á þeim tíma að það væri
raunhæft að búast við auknu framlagi
þegar færi gæfist,“ segir Hilmar. „En það
verður hrun í millitíðinni, við þær að-
Samanburður á framboði
kvikmyndanáms á Norðurlöndum
ÍslandNoregurSvíþjóðDanmörk
34
4 5
22 22
3 5
8 7
4
0 0
Lýðháskólar sem bjóða upp á kvikmyndatengt nám
Skólar með kvikmyndatengt nám á öðrum sviðum, s.s. diploma-nám
Háskólar sem bjóða upp á kvikmyndanám
Samanburður á fjárveitingum til ein-
stakra kvikmyndaskóla á Norðurlöndum
Árleg fjárveiting í íslenskum krónum (milljónir króna)
Den Norske filmskolen
63 nemendur (að meðaltali)
Dramtaiska Instituet
232 nemendur
Den Danske Film skole
96 nemendur
Kvikmyndaskóli Íslands
140 nemendur
Fjárveiting 2010
Kvikmyndaskóli Íslands
Fjárveiting sem óskað er eftir
Fjárveiting
pr. nemenda
632
2.200
970
39
70
10 milljónir
9,5 milljónir
10,1 milljón
278 þúsund
500 þúsund
Samanburður á fjárveitingum til
menntastofnanna á Íslandi
Árleg fjárveiting úr ríkissjóði (milljónir)
Skólagjöld og aðrar tekjur (milljónir)
Kvikmyndaskóli
Íslands
40 nemendur
Fjárv. pr. nem.:
278.000 kr.
Listaháskóli
Íslands
465 nemendur
Fjárv. pr. nem.:
1.300.000 kr.
Háskólinn á
Hólum
213 nemendur
Fjárv. pr. nem.:
1.100.000 kr.
Menntaskólinn
að Laugarvatni
170 nemendur
Fjárv. pr. nem.:
870.000 kr.
39
171
614
196 232 183 148
16
„Hefurðu unnið við kvikmyndagerð
síðan þú laukst námi frá
Kvikmyndaskóla Íslands?“
Hefur ekki unnið við
kvikmyndagerð
eftir að námi lauk
Hefur unnið við
kvikmyndagerð
eftir að námi lauk
Úr rannsókn á stöðu útskrifaðra nemenda í Kvikmyndaskóla Íslands árið 2009
12,5%
87,5%
Kvikar myndir stoppa
Á fimmtudaginn lýstu fulltrúar mennta- og
menningarmálaráðuneytisins Kvikmyndaskóla
Íslands ekki hæfan til reksturs. Morgunblaðið
gerði úttekt á sögu skólans og deilunum.
Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is
Hilmar Oddsson Katrín Jakobsdóttir
Elías Jón Guðjónsson Skúli Helgason
’
Á meðan sérhver
kvikmyndaháskóli
Norðurlanda fær 10
milljónir frá ríkinu á hvern
nemanda þá fær Kvik-
myndaskóli Íslands aðeins
um 278.000 króna styrk á
hvern nemanda.
Þegar þessi ríkisstjórn tók við þá
gekk mennta- og menningar-
málaráðuneytið strax í það að
hækka styrki í listasjóð rithöfunda,
en lækkaði styrki til leikhúsanna
um 3% og skar niður framlög til
kvikmyndasjóðs um 30% eða næst-
um þriðjung alls sjóðsins. Nú hefur
Kvikmyndaskóli Íslands sem hefur
verið rekinn í 20 ár verið dæmdur
órekstrarhæfur af Mennta- og menn-
ingarmálaráðuneytinu og mun að
líkindum fara á hliðina fyrir vikið.
„Þessir pólitíkusar í menningar-
málaráðuneytinu eru það versta
sem hefur komið fyrir íslenska kvik-
myndagerð,“ segir einn kvikmynda-
gerðamaður sem vill ekki láta nafns
síns getið. Nokkur kurr er á meðal
þeirra þarsem í augum margra er
þetta enn eitt skrefið í aðför
Katrínar Jakobsdóttur ráðherra og
samflokksmanna hennar að þessari
listgrein.
„Við vitum eiginlega ekki hvað er
að gerast, ég hélt að þetta væri allt
að ganga upp,“ segir Ari Kristins-
son, formaður sambands íslenskra
kvikmyndaframleiðenda. „Ég trúi
því ekki að skólinn sé farinn. Það
hlýtur að vera að þeir ætli að endur-
skipuleggja skólann eða eitthvað
þessháttar. Ég vil eiginlega ekki
láta hafa eitthvað eftir mér fyrr en
það kemur í ljós.“
Verst við kvik-
myndagerðina