SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 15

SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 15
21. ágúst 2011 15 Á rishæðinni í Sólheimatungu er gamall vefstóll sem Tómas Jónasson átti. Guðrún segir að faðir sinn hafi ofið á þennan stól á yngri árum. „Stóllinn var geymdur í pörtum upp í risi, en einu sinni vildi pabbi endilega setja hann saman niðri í baðstofu því hann langaði svo mikið til að fá hlý ullarnærföt. Við vorum ekkert alltof ánægðar með þetta því við notuðum baðstofuna mikið. Hann setti hins vegar upp stólinn og óf síðan handa sér nærföt,“ segir Guðrún. Vefstóllinn er vel varð- veittur og hægt er að setjast niður við hann og byrja að vefa. Langaði í hlý ullarnærföt Vefstóllinn er góðu standi og er geymdur í risinu í gamla húsinu. Guðríður og Guðrún, ásamt Jóhannesi Guðmundssyni, eiginmanni Guðrúnar, en allt- af hefur verið tekið vel á móti gestum í Sólheimatungu. Stofan Sólheimatungu er eins og stofur voru í íslenskri sveit á of- anverðri 19. öld.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.