SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 19

SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 19
21. ágúst 2011 19 stæður var ekki hægt að auka framlagið og við höfðum fullan skilning á því. Enginn gerði neinar athugasemdir við það næstu árin. Þetta var líka skilningur manna utan skólans. En meðan á þessu stendur keyr- um við okkur áfram með tapi árum saman í von um að fá leiðréttingu með tím- anum.“ Þegar talað er við Elías Jón Guðjónsson, aðstoðarmann mennta- og menningar- málaráðherra, segist hann ekki kannast við þetta. „Ég var náttúrlega ekki í ráðu- neytinu á þessum tíma, árið 2007,“ segir Elías. „Við styðjumst bara við það sem var samþykkt og skrifað undir og þar er ekk- ert um það að framlagið eigi að vera hærra. Þvert á móti sýna gögn að gert hafði verið ráð fyrir að skólinn fengi 28 milljónir 2007, 33 2008 og 35 2009.“ Aðspurður hvort ekki sé þversögn í því að skera annarsvegar á lífæð skólans með því að dæma hann órekstrarhæfan og loka fyrir fjárframlög og möguleika nemenda á að leita til Lánsjóðs námsmanna og krefj- ast þess hinsvegar að hann sinni nem- endum sínum segir Elías svo ekki vera. „Viðurkenning felur í sér vottun á að skóli hafi faglega og fjárhagslega burði til að veita þá þjónustu sem hann lofar nem- endum. Það er því ekki í þágu nemenda að veita skóla viðurkenningu sem uppfyllir ekki þessi skilyrði. Nauðsynleg gögn til að byggja slíkt mat á bárust ekki fyrr en síð- astliðinn mánudag. Þá fyrst var hægt að klára matið og þar sem niðurstaðan var neikvæð fyrir skólann óskaði ráðuneytið eftir áliti Ríkisendurskoðunar,“ segir Elías. Þegar talað er við Svein Arason rík- isendurskoðanda segir hann að þeim gögnum sem ráðuneytið aflaði frá skól- anum hafi verið komið til þeirra og þeir farið yfir þau. „Við lögðum okkar mat á gögnin og komumst að þeirri niðurstöðu að staða skólans væri með þeim hætti að við höfðum litla trú á því að hann væri rekstrarhæfur. Skuldapakkinn er það sem hefur mest áhrif á hvort hann telst rekstr- arhæfur eða ekki,“ segir Sveinn. Í umræðum hefur einmitt komið fram að aðeins 14 milljónir hafi borið á milli til að skólinn gæti klárað næsta ár. En Skúli Helgason, alþingismaður og formaður menntamálanefndar Alþingis segir að þessar 14 milljónir séu ekki það eina. „Ef það hefðu aðeins verið þessar 14 milljónir þá væri búið að leysa þetta vandamál. Það er þessi mikli skuldabaggi sem skólinn dregur með sér sem skiptir öllu,“ segir Skúli. Aðspurður segir Hilmar Oddsson að þar séu þeir bara ekki sammála. „Ef við hefð- um fengið þetta framlag í ár og 70 millj- ónir á ári á næstu þremur árum þá hefðum við siglt í gegnum þetta,“ segir hann. Aðspurður um rekstrarvandann og við- brögð Hilmars við því að Ríkisendur- skoðun muni gera úttekt á skólanum segir hann það snúið og er harðorður. „Þegar fólk heyrir að Ríkisendurskoðun verði látin skoða rekstur fyrirtækis, þá hljómar það eins og eitthvað hafi verið óeðlilegt í rekstrinum; það er ekki raunin, enda hef- ur ekki verið bent á neitt óeðlilegt og það er erfitt að verjast ásökunum þegar þær koma ekki fram. Ef niðurstaða Ríkisend- urskoðunar er sú að reksturinn sé erfiður hjá okkur, þá bara vá, einmitt, það er það sem við höfum verið að tala um. Rekst- urinn er í járnum, það vita allir, það eru engar fréttir. Við höfum sagt í marga mánuði: Vin- samlegast hjálpið þið okkur að standast kröfur ykkar. Við megum ekki drepa þessa menntun og skera á þráð 150 ung- menna sem eru að finna sér framtíðar- starf. Við erum að bjóða ríkinu bestu kjör, það mun enginn finnast sem getur boðið uppá slíkt gæðanám með lágum kostnaði eins og Kvikmyndaskóli Íslands hefur verið að gera,“ segir Hilmar. Samanburður skólanum í hag Miðað við samanburðartölur sem að- standendur skólans hafa safnað saman líta orð Hilmars sannfærandi út. Á meðan sér- hver kvikmyndaháskóli Norðurlanda fær 10 milljónir frá ríkinu á hvern nemanda þá fær Kvikmyndaskóli Íslands aðeins um 278.000 króna styrk á hvern nemanda. Samt fær kvikmyndaskólinn alþjóð- legar viðurkenningar fyrir gæði námsins og nýlega var gerð úttekt á honum af CI- LECT sem samtök kvikmyndaskóla hafa stofnað til. Innan þeirra eru velflestir þekktustu og virtustu kvikmyndaskólar heimsins. Úttektina á Kvikmyndaskóla Íslands gerði Nik Powell, skólastjóri Nat- ional Film and Televison School í London og margverðlaunaður kvikmyndafram- leiðandi en í henni fékk skólinn „Highest Recommendation“ eða hin mestu með- mæli. Elías, aðstoðarmaður ráðherra, seg- ir að það sé rétt að skólinn hafi hlotið lof og það sé vel. En varðandi samanburðinn við háskóla á Norðurlöndum segir hann að ekki sé rétt að bera saman kvikmynda- háskólana við Kvikmyndaskóla Íslands sem sé á framhaldskólastigi. Aðspurður hvort hann telji að ríkis- valdið treysti sér til að reka gæða- kvikmyndaskóla fyrir jafn lítið fé og Kvikmyndaskóli Íslands hefur gert svarar hann; „Við teljum að það eigi að vera framboð á kvikmyndanámi í landinu en hvaða leiðir við förum til að tryggja það mun koma í ljós.“ Niðurstaða Það er erfitt að átta sig á því hvað býr að baki þessari ákvörðun ráðuneytisins, sér- staklega með tilliti til þess árangurs sem skólinn hefur náð með ótrúlega lítið fram- lag frá ríkinu, bæði miðað við kvik- myndaskóla erlendis og einnig miðað við framhaldsskóla hér á Íslandi. En á móti kemur að skólinn fór af stað með stækkun án þess að vera með skriflegt vilyrði fyrir auknu framlagi og aukið framlag hefur hann sannarlega ekki fengið. Nú er svo komið að hann fær ekkert fjármagn frá ríkinu. En eins og ráðuneytið bendir á, á enginn einkaskóli rétt á fjárframlagi frá ríkinu og í sjálfu sér gildir það sama um skóla í ríkiseigu. Aðgerðir ráðuneytisins koma mönnum í geiranum óneitanlega á óvart, enda var af flestum talið að samningar myndu nást í vikunni og ekki yrði af þessu menning- arslysi. Morgunblaðið er með minnispunkta Ríkisendurskoðunar undir höndum og af þeim verður ekki ráðið að skuldabaggi skólans sé óyfirstíganlegur og endurskoð- andinn viðurkennir í þeim að erfitt sé að fá rétta mynd af stöðunni. En hann mælir með úttekt á því hvernig farið hafi verið með framlag ríkisins til skólans, hvort sem samið verði við skólann eða ekki. Á fimmtudaginn lýsti síðan ráðuneytið því yfir að ekki yrði samið. Það má því búast við að tuttugu ára uppbyggingu skólans ljúki nú með skjótu andláti. Stofnandi skólans, Böðvar Bjarki, ásamt nemendum en áður voru þar framleiddar 80-90 stuttmyndir á önn, næsta ár verður engin framleidd. Morgunblaðið/RAX Garpur Elísabetarson, 27 ára gamall, var skráður í deild Skapandi tæknivinnu í Kvikmyndaskóla Íslands fyrir þessa önn og hafði sagt upp vinnunni sinni til að geta stundað nám sitt. Það var því mikið áfall þegar ljóst varð að af því námi verður ekki. „Mér líður illa að tala um þetta,“ segir Garpur. „Ég vann hjá Vodafone og sagði þeirri vinnu upp til að fara í nám í Kvikmynda- skólanum. Því er þetta mikið áfall. En maður er búinn að fá nokkrar vikur til að melta þetta og ég bind vonir við að fá að halda starfinu sem ég sagði upp. Ég hef ótrúlega mikinn áhuga á að læra og starfa í kvikmyndabransanum. Ég var búinn að skoða nám erlendis en fannst þetta hag- kvæmast en núna verður maður bara að kíkja á nám úti og skoða það aftur. Það verð- ur kannski dýrara, en maður lætur sig hafa það. Maður safnar sér þá bara pening í ein- hvern tíma áður en maður leggur í það. En ég var ekki byrjaður í þessum skóla, þetta er verra hjá þeim sem voru búnir með einhverjar annir. Það er örugglega mjög sárt fyrir þá að horfa á eftir þessu,“ segir Garpur. Mikið áfall Í áskorun til ríkisstjórnar Íslands sem formenn fagfélaganna skrifuðu undir eru stjórnvöld beðin um að koma í veg fyrir það stórkostlega menningarlega slys sem af því myndi leiða ef skólinn myndi leggja upp laupana og að orðspor skólans „myndi taka mörg ár að vinna upp á ný,“ einsog segir í yfirlýsingunni. Undir þetta skrifa formenn félags íslenskra leikara, leikstjóra, leikskálda og handrits- höfunda og formaður WIFT (Women in Film and Television). Í áskorun þeirra segir enn- fremur: „Með inntöku í alþjóðasamtök kvikmyndaskóla er skólinn metinn til jafns við helstu kvikmyndaskóla heims. Slíkur einstakur árangur hefur náðst eftir tveggja áratuga þróunarstarf og því má einfaldlega ekki kasta á glæ.“ Hátt í 3.300 manns skrifuðu líka undir áskorun til stjórnvalda þess efnis að gera taf- arlaust viðunandi samning við Kvikmyndaskóla Íslands og tryggja þannig rekstrarhæfi skólans. Nemendur skólans færðu Jóhönnu Sigurðardóttur undirskriftirnar á tröppum stjórnarráðsins í byrjun ágúst. Stórkostlegt menningarlegt slys Á föstudaginn birti Þráinn Bertelsson, þingmaður VG, pistil undir yfirskriftinni „Sanngjörn lausn óskast – ekki embættishroki eða einelti“ en þar skrifar hann um það sem honum virðist ákaflega ósanngjörn framganga samflokksmanna sinna í ráðuneyti mennta- og menningarmála gagnvart kvikmyndaskólanum. Hann minnist þess þegar forsvarsmaður skólans kvartaði und- an einelti af hálfu ráðuneytisins þegar í apríl. „Hvort það var of sterkt til orða tekið, veit ég ekki,“ skrifar Þráinn, „en mér finnst það allavega benda til þess að samskiptin hafi ekki verið í lagi. Uppá síðkastið hef ég fylgst með samskiptunum úr fjarlægð. Þau hafa verið þannig að starfsmenn ráðuneytisins hafa lagt fram endalausar beiðnir um upplýsingar og svör við spurningum (à la Vigdís Hauksdóttir) og þegar forráðamenn skólans hafa komið með hestburð af pappírum hefur ráðuneyt- isliðið borið fram fleiri fyrirspurnir og beðið um meiri gögn. Nú síðast í tilkynningu frá ráðuneytinu þá kveður ráðuneytið einhliða upp þann dóm að skólinn uppfylli ekki rekstrarskilyrði – og maður spyr sig, hvernig í ósköpunum á skóli sem hefur ekki borg- að laun í 5 mánuði og eytt öllu sumrinu í að svara fyrirspurnum frá embættismönnum að fara að því að uppfylla ströngustu rekstrarskilyrði? Ríkisendurskoðun er svo látin skrifa upp á að skólinn uppfylli ekki þessi skilyrði og síðan beðin um að fara og skoða rekstur skólans – sem vitanlega hefði átt að gera fyrir nokkuð mörgum mánuðum,“ skrifar Þráinn. Seinna skrifar hann: „Það er ekki lausn og þaðan af síður sanngjörn lausn á málum kvikmyndaskólans ellegar nokkurrar stofnunar að kveða upp úr með að skólinn sé ekki rekstrarhæfur og klykkja út með því að segja: Og hvað ætlið þið að gera í því? við for- ráðamenn skólans. Þetta er einfaldlega valdníðsla og ruddaskapur sem ekkert annað ráðuneyti mundi voga sér að sýna nokkurri stofnun sem undir það heyrir og allra síst eftir margra mánaða vanrækslu, yfirgang og einelti – án þess að leggja nokkuð fram sem gæti stuðlað að lausn á málefnum skólans.“ Þráinn skrifar síðan á fésbókarsíðu sína seinni hluta föstudagsins: „Er ekki næsta mál á dagskrá að leggja niður alla tónlistarkennslu á landinu og athuga hvaða sparn- aður hlýst af því í framtíðinni að leggja niður nám í tveimur listgreinum í stað einnar?“ Þingmaður VG reiður Þráinn Bertelsson

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.