SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Side 2

SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Side 2
2 21. ágúst 2011 Við mælum með … 20. ágúst Reykjavíkurborg verður eins og eitt stórt hlaðborð í dag, laugardag, drekkhlaðið af viðburðum af ýmsum stærðum og gerðum. Dagskrá Menningarnætur er allt í senn fjölbreytt, spennandi og skemmtileg. Njótum þess að smakka á því sem er á hlaðborðinu. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og farið saddir heim. Morgunblaðið/Heiddi … Menningarnótt 4-8 Vikuspeglar Tengdasonur Maradona sýnir tilþrif, Rick Perry nýr forsetaframbjóð- andinn vestra og hvernig Osama Bin Laden olli hruni Bandaríkjanna. 13 Tíska Ný hönnunarlína Amy Winehouse kemur brátt á markað. 14 „Það kom aldrei til greina að rífa húsið“ Fjölskyldan í Sólheimatungu í Borgarfirði ræðst í framkvæmdir til að varðveita 100 ára gamalt hús. 20 Jarðskjálftaspár Er hægt að spá fyrir um jarðskjálfta? Ný bók frá Ragnari skjálfta. 24 Ný sjónvarpsþáttaröð Ný þáttaröð á SkjáEinum um gullaldarár PAN AM flugfélagsins. Gunn- ar Eyjólfsson var flugþjónn þar. 30 Finnskt rokk Það er líka spilað rokk í Finnlandi. 33 Myndaalbúmið Diljá Mist Einarsdóttir hleypur fyrir góðan málstað í Reykjavík- urmaraþoninu. 38 Frægð og furður Cat Deeley úr sjónvarpsþáttunum So You Think You Can Dance. Lesbók 42 Djasshátíð Það rignir tónum frá öllum heimshornum í höfuðborginni. 47 Síðasta orðið Rætt við Bjarna Harðarson bóksala með meiru. 34 40 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson af fjölskyldu sem æfir taekwondo. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Ingveldur Geirsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Skapti Hallgrímsson. Augnablikið Þ að er við hæfi á afmæli Reykjavík- urborgar að óska borgarbúum til ham- ingju með að eiga svona skemmtilegan stað eins og Nauthólsvíkina. Ég hef margoft farið þarna framhjá og staldrað stutt við en fór um daginn með alla fjölskylduna og það var hreint út sagt frábær lífsreynsla. Eldri strákurinn minn var búinn að spyrja oft í sumar: Hvenær för- um við á ströndina? Það virkaði fremur langsótt (hver fer til útlanda núna?) þangað til ég mundi eftir Ylströndinni. Á góðviðrisdegi í ágúst græj- uðum við okkur, rétt eins og værum að fara ekta strandferð að suðrænum hætti, stráhattar og allt. Þetta var frábær ferð, ungum drengjum fannst stórkostlegt að busla í sjónum og líka var gott að hafa pottana til að hlýja sér inn á milli. Svo er eitt- hvað sérstaklega endurnærandi við sjávarloftið. Það er verst að hafa ekki áttað sig á þessum gull- mola fyrr. Nú er sumaropnun að baki á Ylströnd- inni (minna opið á veturna) en ég spái því að heimsóknirnar verði fleiri næsta sumar. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Morgunblaðið/Inga Rún Sigurðardóttir Stráhattar og allt Skóflur og fleira dót er til taks á staðnum. Það er nauðsynlegt að hafa nesti með sér og hlýja sér undir handklæði á milli þess sem buslað er í sjónum. Leikarahópurinn úr hinni þekktu mynd Coen-bræðra The Big Le- bowski kom saman nýverið í tilefni af því að það var að koma út Blu-ray útgáfa af myndinni. Myndinni vegnaði ekkert sérstaklega vel frumsýningarhelgina í mars 1998 en er nú sígild skemmtun. Hér má sjá þau Julianne Moore og Jeff Bridges sitja fyrir svörum. Veröld Reuters Saman á ný 20. ágúst Sýning á fatn- aði frá forsetatíð Vig- dísar Finn- bogadóttur verður til sýnis í ELLU í Ingólfsstræti á menning- arnótt. Einstök sýning sem blandar saman merkilegum tímamótum í sögu landsins. 20. ágúst Þarftu að endurnýja bókaskápinn og búin/n að slíta öllum skóm? Þá er að koma og kíkja við í hinni stórglæsilegu Bílskúrsbúllu á Grettisgötu 34. Kaffi í boði á meðan þú skoðar þig um og þegar kaffið er búið getur þú látið hina dularfullu spákonu Rönku lesa í bollann þinn.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.