SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 38
B
andaríski skemmtidansþátturinn So
You Think You Can Dance hefur
slegið í gegn og sömuleiðis þátta-
stjórnandinn Cat Deeley. Deeley er
tilnefnd til Emmy-verðlauna, sem besti stjórn-
andi veruleikaþáttar. Verðlaunin verða veitt
18. september í Los Angeles og er Deeley eina
konan sem er tilnefnd í flokknum. Hún keppir
við Phil Keoghan (Amazing Race), Tom Berge-
ron (Dancing with the Stars), Ryan Seacrest
(American Idol) og Jeff Probst (Survivor).
Flokkurinn var stofnaður fyrir Emmy-
verðlaunin 2008 og hefur Probst unnið öll árin
og er því á brattann að sækja fyrir Deeley og
aðra tilnefnda.
Starfaði sem fyrirsæta
Deeley er bresk, fædd Catherine Elizabeth
Deeley, hinn 23. október 1976 og er því 34 ára.
Eins og áhorfendur dansþáttarins skemmtilega
hafa kannski tekið eftir er hún hávaxin, 175
cm. Þegar hún var 14 ára tók hún þátt í keppni
á vegum BBC-þáttarins The Clothes Show. Þar
kom útsendari á vegum fyrirsætuskrifstof-
unnar Storm auga á hana og fékk hún samning
við skrifstofuna í kjölfarið. Þá tók hún upp
nafnið Cat en það þótti þjálla og eftirminni-
legra í fyrirsætuheiminum. Að skólagöngu lok-
inni, þegar hún var 18 ára, varð hún fyrirsæta í
fullu starfi þar til hún var 21 árs en þá fékk
hún starf sem kynnir hjá tónlistarsjónvarps-
stöðinni MTV í Bretlandi. Hún vann við
fjölmarga þekkta þætti í Bretlandi en
freistaði síðan gæfunnar vestanhafs og
tók við starfi þáttastjórnanda So You
Think You Can Dance árið 2006. Hún
byrjaði í annarri þáttaröðinni og tók við af
Lauren Sánchez, sem var ólétt.
Deeley er heldur ekki alveg hætt fyr-
irsætustörfunum en hún er sem stendur
andlit Pantene-hársápu í Bretlandi.
Finnst mikilvægt að vera í góðu
sambandi við dansarana frá upphafi
Deeley vildi frá upphafi eiga í góðu sam-
bandi við keppendurna. „Þegar ég byrj-
aði í þættinum sagði ég að ég vildi virki-
lega fylgjast vel með undankeppnunum.
Ég vildi ná að mynda tengsl við dans-
arana frá upphafi. Ég vildi ekki að þeir
myndu átta vikum síðar mæta í stúdíóið
og segja: „Bíddu nú við, hver er þessi
enska pía eiginlega?“ sagði hún í viðtali.
Hún segir að fólk segi alltaf við hana
að hún sé alveg eins í alvörunni og í
sjónvarpinu. „Já, ég er alveg eins. Ég
er ekki að leika einhvern annan kar-
akter. Ákveðnir þættir persónuleika
míns ýkjast upp því maður verður að
skína í gegn í sjónvarpi en í raun er ég
alveg sú sama,“ sagði hún.
Deeley er að sjálfsögðu ánægð með
Emmy-tilnefninguna. „Ég er svo spennt,“
sagði hún í þættinum Good Day LA. „Ég
öskraði þegar ég frétti þetta. Ég var svo
hissa, ég ætlaði ekki að trúa þessu. Ég
hringdi í mömmu mína og hún sagði:
Cat Deeley hefur slegið í gegn sem
þáttastjórnandi hins vinsæla veru-
leikaþáttar So You Think You Can
Dance og er tilnefnd til Emmy-
verðlauna fyrir vikið.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Dásamlegi
dansþátta-
stjórnandinn
Hér er hún með samlanda sínum Nigel
Lythgoe, skapara dansþáttanna vinsælu.
Reuters
Ljósu lokkarnir síðu eru einkenn-
ismerki Cat Deeley ásamt brosinu.
R euters
38 21. ágúst 2011
Þ
etta var í fyrri viku. Við vorum komin vestur yfir Snæfellsnesið
þegar flugstjórinn hafði yfir þessa venjubundnu rullu um
stefnu, flughæð, skýjafar og hvernig vindar blésu á áfangastað.
Flugið vestur á Ísafjörð var ljómandi ljúft og í blíðviðri síðsum-
arsdags gátu flugmennirnir rennt sér beint niður Engidalinn, tekið langa
lokastefnu og smurt sér inn á brautina. Ég kannaðist hvorki við nafn
hans né flugmannsins – og flugfreyjunni þekki ég engin deili á. Og þó
flýg ég alloft hér innanlands. En kannski á þetta að vera svo. Nafnleysið á
víst að tryggja einhverja óhlutdrægni og fjarlægð. En fyrir vikið verður
samfélag okkar leiðinlega ópersónulegt, enda þó mér þyki bráðnauð-
synlegt að þekkja helstu persónur og leikendur þess.
Sú var tíðin að flugið var sveipað einstökum ævintýrablæ og flugmenn
voru menn sem flestir þekktu. Þannig þótti í frásögur færandi 8. nóv-
ember 1980 þegar þekktasti flugstjóri þjóðarinnar kom inn til lokalend-
ingar. Jóhannes R. Snorrason var að ljúka áratugalöngum ferli sínum
sem atvinnuflugmaður.Lentur Jóhannes eftir síðustu lendingu sína sem flugstjóri á Flugleiðaþotu síðla árs 1980.
Morgunblaðið/RAX
Myndasafnið 8. nóvember 1980
Lokalending
Jóhannesar
Frægð og furður