SunnudagsMogginn - 21.08.2011, Blaðsíða 16
16 21. ágúst 2011
Þetta handmálaða
veggfóður er 100 ára
gamalt og er eins og
annað vel varðveitt.
vinnumann í vinnu yfir vetrartímann en á sumrin voru
fjórir vinnumenn og fjórar kaupakonur sem unnu við
heyskap og annað sem þurfti að sinna á stórbýli í íslenskri
sveit. Allt gras var slegið með orfi og ljá. Síðar komu
hestasláttuvélar sem Sigurður í Sólheimatungu segir að
menn hafi á þeim tíma upplifað sem byltingu.
Tómas var laginn bóndi og Sigríður var dugnaðarkona
sem stjórnaði heimilishaldinu af festu. Gestrisni var henni
í blóð borin og það kom aldrei gestur í Sólheimatungu
nema honum væri boðið kaffi og heimabakað bakkelsi af
mörgum sortum.
„Við töluðum stundum um að það væru gestalæti í hús-
móðurinni,“ segir Guðríður um móður sína og segir að
það hafi verið mikill metingur á milli bæja um hver tæki
best á móti gestum.
Í Sólheimatungu var sérstök gestastofa sem hefur varð-
veist einstaklega vel. „Það var aldrei farið inn í þessa stofu
nema þegar gestir komu. Annars var hún lokuð,“ segir
Guðríður.
Án efa má þakka þessari gestrisni Sigríðar í Sól-
heimatungu að gestastofan hefur varðveist svona vel. Það
sem einkennir hana er handmálað veggfóður sem var
málað stuttu eftir að húsið var byggt. Þetta veggfóður
málaði maður sem var að bíða eftir skipsdvöl, en hann var
á leið til Ameríku. Að það skuli vera til 100 ára gamalt
handmálað veggfóður á sveitabæ þar sem margir bjuggu
og menn komu til að borða úr misþrifalegum útiverkum
er einstakt, en þetta má ekki hvað síst þakka „gestalát-
um“ Sigríðar í Sólheimatungu.
„Það var ískalt“
En hvernig var svo að búa í húsinu? „Það var ískalt,“ segir
Guðrún. Húsið var hitað upp með taði, en tveir skorsteinar
voru á húsinu. Það var ekki verið að hita allt húsið og Guð-
rún segir að t.d. hafi gestastofan aldrei verið hituð upp.
Sigurður, bóndi í Sólheimatungu, er ekki alveg sam-
mála systur sinni og segist ekki hafa upplifað svo mikinn
kulda í húsinu. Það sé hins vegar rétt að húsið hafi ekki
verið vel einangrað. Menn hafi notað hey í veggina til að
einangra.
Það skorti ekki tað á stóru fjárbýli eins og Sól-
heimatungu. Taðið var þurrkað yfir sumarið og geymt í
tveimur stórum herbergjum í kjallara hússins. Guðríður
segir að taðið hafi verið ódýr eldiviður en ekkert mjög
hentugur. Það hafi komið mikil aska af taðinu og alls kyns
rusl. Síðar var farið að hita upp með kolum.
Taðgeymslan hefur núna fengið nýtt hlutverk, en þar
hefur fjölskyldan í Sólheimatungu komið upp minjasafni,
en í því eru gamlir munir sem bændur í Sólheimatungu
hafa lagt til hliðar. „Það var engu hent í Sólheimatungu,“
segir Guðrún. Þegar hætt var að nota verkfæri vegna þess
að ný höfðu leyst þau af hólmi þá var þeim komið fyrir á
loftinu í húsinu. „Það kom sér vel að það var stórt loft yfir
öllu húsinu,“segir Guðríður sem segir að á endanum hafi
það verið orðið fullt af dóti. Stundum fannst Sigurði
bónda í Sólheimatungu, sem ásamt Jónasi bróður sínum
tók við búinu af foreldrum sínum, nóg um tiltektina í
systrum sínum. Hann leitaði t.d. lengi að járnkarlinum
sínum þegar hann stóð í framkvæmdum, en þá kom í ljós
að systurnar höfðu stungið honum upp á loft.
Minjasafnið í taðgeymslunni
Á minjasafninu í gömlu taðgeymslunni má m.a. sjá skil-
vindu, þvottarullu, strokk, kvarnarsteina, ullarreipi,
reipi úr hrosshári, hornhögld, brennimörk, halasnældu,
klifbera, gamla skauta, gamla ljái og laxapott barónsins á
Hvítárvöllum, gerðan úr eir, en hann var notaður til að
þvo ull í Sólheimatungu.
Þarna er líka söðull Sigríðar í Sólheimatungu, beisli
hennar og reiðföt sem eru eins og ný. Þar eru líka reið-
stígvél Tómasar og reiðföt Tómasar sem Sigríður saumaði
fyrir mann sinn. Merkilegasti búningurinn er hins vegar
þjóðbúningur sem Guðrún Tómasdóttir, frá Fellsenda í
Dölum átti, en hún var systir Guðríðar, fyrri konu Jónasar
í Sólheimatungu. Hann sóttist eftir að eignast búninginn
eftir að Guðríður dó. Öllu þessu er haganlega fyrirkomið í
gömlu taðgeymslunni í Sólheimatungu. Kannski er það
eina sem vantar í safnið dálítið af þurru taði.
Gamla húsið í Sólheimatungu er í dag notað sem sum-
ardvalarstaður stórfjölskyldunnar. Gunnar Björnsson,
sonur Guðríðar Tómasdóttur, segir yndislegt að koma í
sveitina og í þetta gamla hús. Hann segir að fólk komi
saman einu sinni á ári og lagi það sem þarf að laga í hús-
inu.
Sólheimatungufjölskyldan hefur aldrei þegið neina
styrki í viðhald á húsinu. Einu sinni var haft samband við
Húsafriðunarnefnd en Guðríður segir að þar sé aðeins
mögulegt að fá lága styrki, en hins vegar hafi fylgt þeim
strangar kvaðir um allar endurbætur á húsinu. Ákveðið
hafi því verið að sækja ekki um styrk.
Upprunaleg rúm
eru í svefn-
herbergjunum.
Systurnar frá
Sólheima-
tungu, Guðrún
og Guðríður.