SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Blaðsíða 2

SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Blaðsíða 2
2 28. ágúst 2011 4-8 Vikuspeglar Umræða vex um samruna Evrópu, atvinnuleysi í Bandaríkjunum og Ju- an Manuel Mata matar miðherja Chelsea. 14 Sælureitur Ragnar Axelsson segir Landmannalaugar bera af öðrum stöðum á Ís- landi. 20 20 ár frá lýðveldisvakningu Hannes H. Gissurarson fjallar um tildrög þess að baltnesku ríkin end- urheimtu sjálfstæði sitt, en Ísland var fyrst til að viðurkenna það. 27 Breytti bílhræi í draumabílinn Bjarni Þorgilsson heillaðist ungur af Benz- bifreiðum og gerði upp Benz blæjubíl. 31 Bandamaður í þorskastríðum Aldarafmæli Josephs Luns, fyrrum fram- kvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, sem átti þátt í lausn þorskastríðanna. 34 Lucy Ball Lucy Ball hefði orðið 100 ára á þessu ári. Kolbrún Bergþórsdóttir fjallar um feril þessarar litríku leikkonu. 36 Tækifæri í Vatnsmýrinni Vatnsmýrin verði staður varpfugla, votlendisgróðurs og mannfólksins. Lesbók 42 Serge Gainsbourg Litríkur ferill ölkæra popparans og glaumgosans. 32 13 Við mælum með 27. ágúst Fjölbreytt hverfahátíð Mið- borgar og Hlíða verður haldin laugardaginn 27. ágúst. Fjöldi atriða verður á dagskrá en Landhelgisgæslan mun meðal annars sýna þyrlubjörgun í lofti við Valsheimilið. Þá verður haldinn skottmarkaður og skákmót. Auk þess verða sýnd dans- og söngatriði og ung- lingatónleikar haldnir. Markaður og skákmót Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Halldór Sveinbjörnsson Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Ingveldur Geirsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Skapti Hallgrímsson. Augnablikið É g átti tvö augnablik með íslenskum ráða- mönnum síðastliðinn laugardag sem eru mér minnistæð. Ekki að ég hafi átt í nánu samneyti við þá heldur horfði ég á þá í fjarlægð sinna embættisskyldum sínum á erlendri grundu. Um síðustu helgi voru mikil hátíðarhöld í Eistlandi, tuttugu ár frá því að landið endurheimti sjálfstæði sitt og Ísland var fyrst ríkja til að við- urkenna það. Staðið var fyrir pallborðsumræðum fyrrverandi og núverandi utanríkisráðherra nokkurra ríkja. Að loknu pallborði núverandi utanríkisráðherra Ís- lands, Eistlands, Litháens, Svíþjóðar, Danmerkur, Lettlands og Finnlands var haldinn blaðamanna- fundur. Það verður seint sagt um Össur Skarphéð- insson utanríkisráðherra vorrar þjóðar að hann sé stífur. Hann virtist njóta sín vel innan um hina ráð- herrana á fundinum en eitthvað var athyglin þó að bregðast honum. Ég var nokkuð spennt að heyra hvort hann reyndi ekki að koma sjónarmiðum Ís- lands að þegar spurt var um Nató og ESB sem voru bæði mikið í umræðunni. En Össur var ekkert að hafa fyrir að reyna að svara enda upptekinn við annað: að fylgjast ekki með. Í miðju svari eins ráð- herrans fer hann allt í einu að hlæja. Ég gaf því nán- ari gaum og sé að hann er að lesa eitthvað í far- símanum sínum og virðist svo senda sms-skilaboð. Næst er hann kominn með neftóbakshorn í hend- urnar og fer svo að róta í taupoka sem lá við hliðina á stólnum hans. Steininn tók svo úr þegar eistneski ráðherrann svaraði spurningu, sem Ísland kom við sögu í, á eistnesku og Össur tók af sér þýðingartól- inn, hann nennti greinilega ekki að hlusta. Síðast þegar ég vissi talar hann ekki eistnesku. Sem betur fer var þessi fundur stuttur og skorinorður svo Öss- ur hafði ekki tíma til að fá sér blund. Síðara augnablikið var um kvöldið þegar haldnir voru stórir frelsistónleikar í Tallinn. Þar lauk Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands tónleikunum á miðnætti með því að setja Íslendingadag sem fór fram daginn eftir. Óli kom fram strax á eftir Sinédu O’Connor og bjóst ég við að um leið og hún hefði lokið söng sínum færi fólk að streyma af vellinum og forsetinn myndi tala fyrir fáum eyrum. En svo var nú ekki, Ólafi Ragnari var fagnað sem rokk- stjörnu. Áhorfendur kölluðu þakkir til hans og ís- lensku þjóðarinnar og hlustuðu á hvert orð sem hann sagði, ungir sem aldnir. Ég stóð gapandi af undrun, Óli var bara stjarna og flottur á sviðinu, vantaði bara að hann tæki lúftgítar. Ég efast um að svona vel tækju Íslendingar á móti forseta lítils lands í lok stórra útitónleika. Eistar mega líka eiga það að þeir eru mjög kurteisir. Á tónleikunum sá ég varla vín á nokkrum manni, engan pissa bak við tré eða henda rusli á víðavangi. Allir fóru í röð á kló- settið og ég varð vitni að unglingahópi drepa snyrtilega í sígarettunum sínum í grasinu og henda svo stubbunum í ruslatunnu. Ég gerði mér þá grein fyrir að Ísland og Eistland ættu það líklega eitt sam- eiginlegt að vera litlar þjóðir. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Utanríkisráðherra hugsi á blaðamannafundi. Forsetinn baðar sig í aðdáun og eistneska fánanum er flaggað. Ljósmyndir/Utanríkisráðuneyti Eistlands og Ingveldur Athyglisbrestur og aðdáun 27. ágúst Árlegur úti- markaður Íbúasamtaka Laugardals í trjágöngunum milli Grasagarðs- ins og Fjölskyldu- og hús- dýragarðsins. Á markaðnum má kaupa allt milli himins og jarðar: föt, fínerí, geisladiska, græn- meti, leikföng, listmuni, hús- gögn, handverk, heimagerðar sultur, bækur og ber. 27. ágúst Flóamark- aður á Barböru Nokkrir strákar verða að selja dót (og líka nokkrar stelpur), svo það verður nóg úrval fyrir stráka sem og fyrir stelpur! Föt, bæk- ur, DVD-myndir, geisladiskar og annars konar glingur. 50%afsláttur Verð áður 3849 kr. kg Ungnauta piparsteik 1925 kr.kg fyrst og fremst ódýrt

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.