SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Blaðsíða 39

SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Blaðsíða 39
28. ágúst 2011 39 J ú, hún á það til að velta þungu hlassi litla þúfan sem oft er vitnað til í ágætu orðatiltæki. Og víst er að í ástar- málum eins og öðru í lífinu, þá geta litlu hlutirnir verið örlagavaldar. Hver man ekki eftir brosinu eina sem breytti dimmu í dags- ljós í ljóðinu hans Einars Ben, svo ekki sé talað um augnakast- ið sem aldrei verður tekið til baka. Það þarf ekki mikið til, og lífið verður aldrei eins. En svo eru það litlu hlutirnir, í bókstaflegri merkingu, þessir sem fólk „lendir í“ að gleyma heima hjá öðrum eftir einnar nætur gaman. Þeir litlu hlutir geta gert lífið flókið og jafnvel velt heljarinnar hlassi, ýmist til góðs eða ills. Stundum er fólk ekki alveg með réttu ráði þegar það flengist heim með einhverjum í næturmyrkrinu og bregður kannski við þegar augun opnast að morgni. Fyrsta hugsun er að koma sér út og kannski ekki fyrr en síðla þann sama dag sem upp- götvast að hringurinn hennar ömmu eða bindisnælan hans afa, sem skartað var kvöldið áður, er sennilega enn á náttborðinu heima hjá þeim sem aldrei stóð til að sofa hjá. Til að komast hjá því að hinn aðilinn haldi að einhver áframhald- andi áhugi sé fyrir hendi, getur verið gott að biðja hann að taka óskilamuninn með sér í vinnuna og skilja hann eftir í umslagi í afgreiðslunni. En sumir „gleyma“ einhverju vísvitandi í annarra manna húsum, til að tryggja sér að eiga þangað erindi aftur. Allur gangur er á hvernig slíkir endurfundir fara. Oftar en ekki sækir fólk alls ekki það sem það tínir af sér á rúmstokknum hjá einhverjum sem það af einhverju ástæðum langar ekki til að hitta aftur, hvort sem það eru skartgripir, hárskraut, armbandsúr, bindi, hattar, treflar, nærbuxur eða yfirhafnir. En það er verra ef það eru linsur eða gleraugu sem tæplega er hægt að vera án, rándýrar myndavélar eða skart með tilfinningagildi, eins og ömmuhringur eða afanæla. En örlögin eiga það einmitt til að liggja í slíkum kostagrip- um því hamingjurík sambönd hafa vissulega orðið til í kjölfar þess að einhver komst ekki hjá því að koma aftur heim til ein- hvers til að sækja eitthvað sem hann eða hún gleymdi þar. En gleymdir hlutir geta ekki síður leikið fólk grátt, því stundum vill svo óheppilega til að maki einhvers finnur eitt- hvað í rekkjuvoðum sem ekki á þar heima. Hvernig ætlar maður að útskýra fyrir konu sinni tilvist ókunnugs eyrna- lokks eða kvennærbuxna sem finnast milli dýnu og gafls í hjónarúminu? Fáir komast óskaddaðir frá slíkum aðstæðum. Ég heyrði af manni um daginn sem safnar í eina ákveðna skúffu öllum „gleymdum“ hlutum þeirra stúlkna sem smogið hafa upp í til hans í gegnum tíðina. Þær, sem koma að vitja einhvers sem þær gleymdu, þeim vísar hann á skúffuna. Hvernig ætli þeim líði að gramsa í þeim óskilamunum? Gleymda skúffan ’ En sumir „gleyma“ einhverju vísvitandi í annarra manna húsum. Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is Það líkar samt aldrei öllum við þá sem eru svona vinsælir en samkvæmt nýrri könnun Reu- ters/Ipsos er Kim á topp tíu yfir hötuðustu stjörnurnar. Það eru nefnilega margir sem hafa gaman af því að lesa um hana og hneykslast á henni, eins og hversu dýr trúlofunarhringurinn hennar var (230 milljónir króna) og um furðu- legan gjafalista (700.000 króna vasar). Að sjálfsögðu verður síðan gerður sérstakur þáttur í tveimur hlutum á sjónvarpsstöðinni E! um brúðkaupið en Kim’s Fairytale Wedding: A Kardashian Event verður á dagskrá 9. og 10. október. Vörumerkjasérfræðingurinn Linda Ong sagði þetta í viðtali við Hollywood Reporter um vin- sældir Kardashian-fjölskyldunnar: „Í dag, þegar flestir eru bara að reyna að lifa af, gefur það okk- ur öllum von að fylgjast með þeim blómstra.“ Systurnar saman komnar á Teen Choice-verðlaunahátiðinni. Kim er í miðið, sitthvoru megin við hana eru Ken- dall og Kylie Jenner og á endunum eru síðan Khloe og Kourtney Kardashian. Reuters ’ Samkvæmt Yahoo! var leit- að þrisvar sinnum oftar að nafninu Kim Kardashian á brúðkaupsdegi hennar en að Kate Middleton á degi konunglega brúðkaupsins 29. apríl. Á þeim tíma, það er þegar árið 2000 var að ganga í garð, voru um 140 þúsund notendur með gsm-síma. „Framþróun fjarskiptanna er raun- verulega ein af helstu skýringunum á þeirri framleiðniaukningu sem á sér stað meðal þjóða í dag. Áður fyrr var það allt að því dagsverk starfs- manns að skrifa nokkur bréf og koma þeim til skila,“ sagði Þórólfur Árnason, forstjóri Tals, í viðtali við Morgunblaðið 30. desember 1999. Þórólfur varð í raun holdtekja farsímavæðingar sem breytti öllu í sam- félaginu. Hvarvetna varð appelsínugulur litur Tals áberandi. Þegar fram liðu stundir þótti meira að segja gráupplagt að gera farsímakóng- inn Þórólf að borgarstjóra. „Fjarskiptafrelsið virkar á Íslandi en það voru margir sem ekki trúðu því að þetta myndi geta gengið,“ segir Þórólfur í áðurnefndu Morg- unblaðsviðtali og bætti við að þráðlaus aðgangur á Netinu í gegnum símann væri framtíðin. „Þjónustufyrirtæki munu mörg hver kjósa að versla og hagræða á Netinu. Bankarnir hafa kannski riðið á vaðið vegna þess að þrýstingur á hagræðingu er mjög mikill við einkavæðingu í bankakerfinu og auknar kröfur gerðar um arðsemi. Offjárfesting banka í útibúum hefur til dæmis stungið í augu. En við teljum að það séu einnig miklir möguleikar á hagræðingu víða í verslun og þjónustu og þá munu Netið og fjarskiptin verða drifkrafturinn,“ sagði Þórólfur ennfremur. Rétt eins og farsímavæðingin breytti samfélaginu þá hefur margt breyst á markaði símafyrirtækjanna sjálfra. Ríkið seldi Símann og áður höfðu Tal og Íslandssími sameinast í Vodafone. Seinna komu Nova og Tal, en það síðarnefnda er þó af öðrum meiði sprottið en samnefnt fyr- irtæki sem Þórólfur Árnason var táknmynd fyrir. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is ’ Þórólfur varð í raun holdtekja farsímavæð- ingar sem breytti öllu í samfélaginu. Sigurjóna Sverrisdóttir Það er ekki sama of- gnóttin í öll- um brúð- kaupsveislum eins og hjá Kim Kardashi- an og Kris Humpfries. Nýgift par í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum var handtekið í vikunni fyrir að hafa stolið mat úr matvöruverslun. Hjónin, sem eru 32 ára og 22 ára, tóku vörur að andvirði um 114.000 kr. ófrjálsri hendi úr Wegmans- matvöruversluninni. Það sást til þeirra á mynd- bandsupptökuvélum fara út með fulla inn- kaupakörfu án þess að borga. Þau voru handtekin skömmu síðar og játuðu að hafa tekið vörurnar. Þau sögðu lögreglu að þau hefðu gift sig nokkrum dögum fyrr og mat- vörurnar hefðu verið fyrir brúðkaupsveisluna. Þau hafa verið ákærð fyrir stuldinn. Stálu mat fyrir brúðkaupsveisluna Svona leit brúðarkakan hjá Kate Middleton og Vilhjálmi út. Perez Hilton mætti við afhjúpun vaxmyndar af Kim á safni Madame Tussauds í Hollywood. Reuters

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.