SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Blaðsíða 4
4 28. ágúst 2011
Samkvæmt opinberum tölum eru 13,9 milljónir manna
atvinnulausar í Bandaríkjunum. Þar fyrir utan eru mjög
margir sem gefist hafa upp á atvinnuleit vegna þess
að þeir telja engar líkur á að þeir finni vinnu. Enginn
veit hversu margir eru í þessum hópi, en í umræðunni í
Bandaríkjunum hefur því verið slegið fram að tvöfalda
megi opinberar tölur um atvinnuleysi ef tekið væri tillit
þeirra sem hættir eru að leita að vinnu.
Wall Street Journal reyndi í vikunni að setja atvinnu-
leysistölur í Bandaríkjunum í samhengi. Blaðið benti á
að ef allir atvinnulausir væru staðsettir í nýju fylki
Bandaríkjanna þá væri það fimmta fjölmennasta fylki
landsins. Blaðið benti líka á að samkvæmt opinberum
tölum væru fleiri atvinnulausir í Bandaríkjunum en
byggju samtals í Wyoming, Vermont, Norður-Dakota,
Alaska, Suður-Dakota, Delaware, Montana, Rhode Isl-
and, Hawaii, Maine, New Hampshire, Idaho og í Wash-
ington, höfuðborg landsins.
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er núna í kringum 9%
og hefur verið á því róli í 28 mánuði. Staðan er ekki
alls staðar jafn slæm. Í Wyoming hefur atvinnuleysi
t.d. minnkað jafnt og þétt og mælist núna 5,8%.
Atvinnuleysið í Bandaríkjunum verður eitt af
stærstu málum í forsetakosningunum sem fram fara á
næsta ári. Það var orðið mikið atvinnuleysi í Banda-
ríkjunum þegar Barack Obama tók við sem forseti í
ársbyrjun 2009. Flestir Bandaríkjamenn viðurkenna
að forsetinn erfði mikinn vanda sem varð til í tíð for-
vera hans, en þeir ætlast líka til þess að hann lagi
vandann. Ef honum tekst ekki að finna lausnir á
vandamálinu er hætt við að ýmsir velti fyrir sér hvort
ekki sé rétt að fá annan mann til verksins.
Fimmta stærsta fylki Bandaríkjanna
Bandaríkjamenn ætlast til að Barack Obama forseti
finni lausnir á atvinnuleysisvandanum.
REUTERS
Þ
egar Bandaríkin hnerra fær restin af
heiminum kvef,“ sagði Eva Joly á fyr-
irlestri sem hún hélt í Noregi í júní
2009, en í fyrirlestrinum fjallaði hún
um efnahagskreppuna og hvernig verð-
bréfamarkaðir hafi farið með efnahagslíf heims-
ins. Joly benti á að Bandaríkin stæðu á bak við
25% af brúttó-þjóðarframleiðslu heimsins og að
72% af þjóðarframleiðslu Bandaríkjanna væri
byggð á neyslu og neyslan hefði minnkað í takt
við aukið atvinnuleysi í Bandaríkjunum.
Heimurinn hefur verið að bíða eftir að efna-
hagslíf Bandaríkjanna tæki kipp því það myndi
hjálpa til við að laga „kvefið“ sem plagað hefur
efnahagslíf heimsins síðustu þrjú ár. Þess vegna
fylgjast markaðir vel með tölum um atvinnuleysi
í Bandaríkjunum, en það hefur haldist hátt þrátt
fyrir að stjórnvöld hafi með ýmsum hætti leitað
leiða til að örva efnahagslífið.
Djúpstæður vandi
Michael Spence, sem fékk Nóbelsverðlaun í hag-
fræði árið 2001, skrifar grein um atvinnuleys-
isvandann í Bandaríkjunum í tímaritið Foreign
Affairs undir fyrirsögninni „Áhrif alþjóðavæð-
ingar á tekjur og atvinnu“. Niðurstaða Spence er
að vandi Bandaríkjanna sé djúpstæðari en svo að
hann verði leystur í einni svipan.
Það eru ýmsir sem hafa haft horn í síðu al-
þjóðavæðingarinnar. Sumir vinstri menn hafa
gagnrýnt hvernig alþjóðleg stórfyrirtæki hafa
komið fram við íbúa fátækra landa, en frá hægri
heyrist gagnrýni á að fyrirtækin séu að flytja
störf frá Vesturlöndum til þróunarlandanna og
þetta skýri að nokkru leyti aukið atvinnuleysi á
Vesturlöndum. Spence segir að alþjóðavæðingin
hafi gert ótrúlega hluti í þróunarlöndunum. Hún
hafi gert það að verkum að á tiltölulega skömm-
um tíma hafi hundruð milljóna manna færst frá
því að vera bláfátæk í það að vera bjargálna.
Þessi þróun eigi eftir að halda áfram. Vesturlönd
hafi vissulega tapað mörgum störfum vegna
þessarar þróunar en í stað þeirra hafi orðið til
störf sem kalli á meiri sérhæfingu og skili hærri
launum en þau sem töpuðust.
Sérhæfing og menntun eykur
ójöfnuð í samfélaginu
Spence segir að alþjóðavæðingin hafi haft þau
áhrif á Vesturlöndum að staða þeirra sem eru
menntaðir og búa yfir sérþekkingu hafi batnað
en staða þeirra sem eru ómenntaðir og hafi
treyst á láglaunastörf hafi versnað. Þróunin hafi
því ýtt undir misskiptingu á Vesturlöndum milli
þeirra sem hafa vinnu og eru í sérhæfðum störf-
um og þeirra sem eru atvinnulausir og ómennt-
aðir.
Á árunum 1990-2008 fjölgaði störfum í
Bandaríkjunum úr 122 milljónum í 149 milljónir.
Aðeins um 2% af þessum 27 milljón nýju störf-
um, sem urðu til á þessum árum, urðu til hjá út-
flutningsfyrirtækjum. Um 98% starfanna urðu
til opinberri þjónustu eða í fyrirtækjum sem eru
eingöngu á innanlandsmarkaði. Spence segir að
þessi þróun sé ekki góðar fréttir fyrir Bandaríkin
því að þegar til framtíðar sé litið verði til færri
störf í greinum sem eingöngu sinna innanlands-
markaði en fyrirtækjum sem byggi á útflutningi.
Því til viðbótar hafi laun hjá fyrirtækjum í út-
flutningsiðnaði hækkað meira en laun hjá fyr-
irtækjum sem eingöngu þjóna innanlandsmark-
aði.
Spence segir að flutningur starfa í framleiðslu-
iðnaði til þróunarlandanna hafi komið illa við
Bandaríkin og skýri að nokkru leyti mikið at-
vinnuleysi í Bandaríkjunum. Hann bendir hins
vegar á að mikið af þessum störfum séu lág-
launastörf. Þessi fyrirtæki séu eftir sem áður
áfram með starfsemi í Bandaríkjunum en þar
vinni fólk við hönnun, verkfræðilega þætti, fjár-
mál, stjórnun og fleiri störf sem krefjist sérþekk-
ingar. Á þessum sviðum standi Bandaríkin skrefi
framar en flestar þjóðir.
Spence bendir á fleira sem hafi áhrif á at-
vinnustig. Hann segir að upplýsingatæknin hafi
stuðlað að fækkun starfa í öllum geirum at-
vinnulífsins, líka í bankakerfinu og verslun, þar
sem störfum hafi verið fjölga þegar á heildina er
litið.
Standa frammi fyrir langtímaverkefni
En hvert er þá svarið fyrir Bandaríkin? Banda-
ríkin þurfa að auka samkeppnishæfni sína segir
Spence. Hann minnir á að þetta taki tíma og
sumt sem gera þurfi geti jafnvel leitt til þess að
störfum fækki þegar til skemmri tíma sé litið.
Hann segir að bæta þurfi menntun en alþjóð-
legar rannsóknir sýna að bandarískir nemendur
standa sig í meðallagi vel í lestri og eru undir
meðallagi í stærðfræði. Spence hvetur til þess að
bandarísk stjórnvöld auki fjárfestingar í inn-
viðum samfélagsins og auki enn frekar fjárfest-
ingar í tækni í samvinnu við fjárfesta. Bandaríkin
geti einnig gert breytingar á sköttum þannig að
skattkerfið verðlauni fyrirtæki sem fjárfesti.
Djúp-
stæður
vandi
Illa gengur að
draga úr
atvinnuleysi í
Bandaríkjunum
Vincent Moore Jr. er atvinnulaus fyrrverandi hermaður, en hann býr heima hjá foreldrum sínum í Chesapeake í Virginíu-fylki.
Vikuspegill
Egill Ólafsson egol@mbl.is Reuters
Nokkur fylki Banda-
ríkjanna hafa velt fyrir
sér að lækka atvinnu-
leysisbætur, en sum-
ir tryggingasjóðir sem
greiða atvinnuleys-
isbætur standa
frammi fyrir gjald-
þroti. Samkvæmt op-
inberum tölum hafa
sjóðirnir tekið 40
milljarða dollara að
láni hjá fylkisstjórn-
unum til að geta
greitt bætur. Nú hefur
verið ákveðið að sjóð-
irnir verði að greiða
vexti af lánunum.
Gjaldþrota
sjóðir
www.noatun.is
Nóatúni
Nýttu þér nóttina í
Verslanir Nóatúns eru
opnar allan sólarhringinn