SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Blaðsíða 38
38 28. ágúst 2011 Kim mætti svart- klædd í Óskarspartý AIDS-stofnunar El- tons John í febrúar. D ægurstjarnan Kim Kardashian gekk í hjóna- band með körfuboltamanninum Kris Humphr- ies um síðustu helgi. Fjölmiðlar í Bandaríkj- unum hafa farið hamförum í því að segja fréttir af undirbúningi brúðkaupsveislunnar og reyndar öllu sem teng- ist lífi veruleikaþáttastjörnunnar, svo jafnast á við fréttirnar af tilhugalífi og brúðkaupi Vilhjálms og Katrínar í Bretaveldi. Bandaríkjamenn eiga auðvitað ekkert kóngafólk og verða að bæta sér það upp með öllum sjón- varps- og kvikmyndastjörnunum sem búa í þessu landi þar sem poppmenningin er guð. Kim varð fræg fyrir veruleikaþátt- inn um fjölskyldu sína Keeping Up with the Kardashians sem hefur síðan getið af sér fleiri þætti en sá nýjasti er Kourtney and Kim Take New York. Svo má ekki gleyma því að kyn- lífsmyndband með henni og þáverandi kærast- anum, rapparanum Ray J, „lak“ á netið. Mynd- bandið vakti rækilega athygli á Kim, sem lærði þessa aðferð hjá Paris Hilton (ef einhver man ennþá eftir henni) en Kim hefur tekið við af Paris fyrir að „vera fræg fyrir ekki neitt“. Fjölskyldan með sjö og hálfan milljarð í tekjur Hún og fjölskylda hennar er orðin mjög rík á þáttunum og fleiru en í fyrra voru tekjur hennar um 65 milljónir dala eða tæpur sjö og hálfur milljarður króna. Kim hélt líka viðamikið og dýrt brúðkaup en græðir þó samt á því en People-tímaritið borgaði eina og hálfa milljón dala, 170 milljónir króna, fyrir einkarétt af myndum úr brúð- kaupinu. Tímaritið ætlar ábyggilega að ná í þá peninga til baka og meira til með sölu á blaðinu. Fólk virðist að minnsta kosti elska það að lesa um hana á netinu. Samkvæmt Yahoo! var leitað þrisvar sinnum oftar að nafninu Kim Kardashian á brúðkaupsdegi hennar en að Kate Middleton á degi konunglega brúðkaupsins 29. apríl. Brúðkaup Kim Kardashian var hald- ið síðustu helgi en hún er frægust fyrir að vera frægari en nokkur annar fyrir að gera ekki neitt. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Alveg ofboðslega fræg F arsímafyrirtækið Tal hóf starfsemi sína vorið 1998. Fyrirtækið fékk fljúgandi start og mörgum er eftirminnileg fjölmiðla- uppákoma þegar Halldór Blöndal, þá samgönguráðherra, hringdi fyrsta símtalið um kerfi hins nýja fyrirtækis til Krist- jáns Jóhannssonar óperusöngvara suður á Ítalíu. Einhver ruglingur varð, svo fyrst kom kona í símann og bauð góðan daginn á tungu sinn- ar sinnar þjóðar. Ráðherrann ályktaði sem svo að þarna færi kona Ís- landssöngvarans mikla og sagði: „Sigurjóna, komdu sæl.“ Ávarpið vakti athygli alþjóðar og varð á allra vörum. Og betri auglýsingu gat Tal ekki fengið! Tal var tískufyrirtæki og birtingarmynd breytinga í þjóðfélaginu. Skyndilega var símaþjónusta kominn á hinn frjálsa markað og allir voru farsíma í vasanum eða á eyranu. Símarnir urðu á skömmum tíma tæki sem enginn gat verið án, ungir jafnt sem aldnir. Í lok árs 1998 voru viðskiptavinir Tals 11 þúsund en á árinu 1999 festi fyrirtækið sig í sessi en þá fjölgaði þeim sem keyptu þjónustu þess um 25 þúsund. Þórólfur Árnason var holdtekja farsímavæðingar á Íslandi og varð seinna borgarstjóri. Morgunblaðið/Kristinn Myndasafnið 30. desember 1999 Komdu sæl, Sigurjóna! Frægð og furður

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.