SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Blaðsíða 12

SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Blaðsíða 12
12 28. ágúst 2011 Fimmtudagur Hanna Birna Kristjánsdóttir Afi minn Ármann er 90 ára í dag – við hin getum ekk- ert annað en óskað þess að eldast eins ótrúlega vel og hann! Föstudagur Þóra Hallgríms- dóttir Vaknaði sem Bonnie Tyler í morgun og ætlar að taka Total eclipse í Lax- árdalnum um helgina. Toppið það. Auður Jónsdóttir Nú getur maður sagt: Þú ert nú meiri IKEA- nasistinn. Illugi Jökulsson Ef Þórmundur Þórmundsson at- hafnamaður úr Vestur-Skaftafells- sýslu hefði uppi áform um að byggja lúxushótel á Grímsstöðum á Fjöllum yrði það líklega talið gleðilegt merki um djöfung og stórhug. Fésbók vikunnar flett Menn ræða það nú á netinu og víðar að HP muni hugsanlega draga sig út úr tölvuframleiðslu, fara sömu leið og IBM og snúa sér alfarið að þjónustu. Í ljósi þess hve fyrirtækið hefur eytt miklu púðri í að verða stærsti tölvu- framleiðandi heims kemur það eðli- lega nokkuð á óvart, en sviptingar í tölvuheiminum eru slíkar að erfitt er við að eiga; legíó smárra framleið- enda keppist um að selja sem ódýr- astar tölvur og þolir mun minni fram- legð en fyrirtæki eins og HP, og eins spá margir því að tölvunotkun fram- tíðarinnar verði í æ meira mæli á snjallsímum og spjaldtölvum. Frægt varð þegar HP setti TouchPad- spjaldtölvur sínar á brunaútsölu nán- ast daginn sem þær komu á markað um leið og það lýsti því yfir að það væri hætt spjaldtölvuframleiðslu. Vís- bending um það sem koma skal? Ekki má þó skilja þetta svo sem sjoppunni verði lokað óforvarendis, væntanlega verða framleiðslan og vörumerkin seld líkt og þegar Lenovo keypti einkatölvuhluta IBM. HP EliteBook 8460p er ekki fartölva fyrir almenning, ef svo má segja, hún er hugsuð fyrir fyrirtæki og því gerð meiri krafa til hraða, endingar og ör- yggis en ella. Dæmi um það er innbyggður kortalesari í tölv- unni, en fyrir vikið er hægt að nota við hana rafræn skilríki, til að mynda til að eiga örugg sam- skipti, nú eða búa svo um hnútana að ekki sé hægt að komast í gögn á henni. Í vélinni sem ég prófaði er 2,5 gígariða In- tel i5-2520M örgjörvi, 4 GB 1.333 MHz minni og 320 GB harður diskur. Skjákortið er býsna gott, AMD Radeon HD 6470M með 1 GB minni, sem hentar vel fyrir alla venjulega vinnu og einnig til að keyra flesta leiki ef vill. Skjárinn er þrælfínn, 14" LED með 1600 x 900 upplausn. Hún er með minniskortalesara og snjallkortalesara, eins og getið er, og geisladrifi / brennara, sem mér finnst reyndar vera úrelt fyrirbæri orðið, 720p HD vefmyndavél og tilheyrandi nettengimöguleika Gigabit Ethernet, Bluetooth og svo framvegis. Hægt er að kaupa 3G viðbót við vélina, en slíkt hlýtur brátt að verða stað- albúnaður. Tölvan er dálítið þung, rúm tvö kíló, en skýrist af því að húsið á henni er úr burstuðu áli, magnesíum- og títaníumblöndu – manni finnst hún svo traust að nánast mætti reka niður tjaldhæla með henni. Á vefsetri HP kemur fram að rafhlaðan dugi í allt að rúma átta tíma. Ekki tókst mér að láta hana lifa svo lengi, en fer vitanlega eftir því hvað er í gangi hverju sinni og líka hvaða birtustilling er á skjánum. Hraði, ending og öryggi Tvennt er í stöðunni þegar maður kaupir sér fartölvu; annars vegar að kaupa alltaf ódýrustu vélina og skipta ört, hins vegar að kaupa dýrari vél og eiga hana lengi. Þeir sem kjósa dýrari týpu ættu að skoða EliteBook 8460p frá HP. Græjur Árni Matthíasson arnim@mbl.is HP á tímamótum Dregur HP sig út úr tölvufram- leiðslu?

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.