SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Blaðsíða 22
22 28. ágúst 2011
U
mræðan á Íslandi er fjörleg á köflum
og margt þar upplýsandi. En hluti
hennar er litaður af fordómum og
óvild, svo ekki sé minnst á stóryrðin
og sleggjudómana, sem látnir eru falla af mönnum
sem iðulega lýsa sjálfum sér svo að þeir „búi yfir
ríkri réttlætiskennd“. Og stundum halda þeir sig
lengst á lægsta plani sem þó telja sig þess um-
komna að fara fyrir opinberri umræðu og þiggja
stórfé fyrir úr vösum skattgreiðenda. Ef einhver
einhvers staðar, helst í „útlöndum“, lætur um-
mæli falla um þann eða þá sem slíkum er af
óskýrðum ástæðum illa við, þá kemur óðara end-
urbirting helstu hrakyrðanna, fagnaðardómur og
hrós. Þó verður fljótt séð að viðkomandi hefur
ekki neinar forsendur til þeirrar dómtöku. Hon-
um nægir að sjá að svívirðingar hittu þann eða þá
sem hann hefur horn í síðu á og þar með verður
aukaatriði hvort sannleikurinn komi nokkurs
staðar við sögu.
Endurbirtur hroði erlendis er ljúfur
Fyrir nokkru gerðu fjölmiðlar gagnrýnislaust
grein fyrir því að birst (endurbirst!) hefði í enskri
útgáfu Le Monde Diplomatique grein eftir par sem
skreytir sig fínum fræðimannstitlum, Sigurbjörgu
Sigurgeirsdóttur og Robert Wade. Konan er kunn,
m.a. fyrir að hafa verið um hríð nærri innsta hring
Samfylkingar og í náinni vinsemd við einn af for-
mönnum hennar. Björn Bjarnason, fyrrverandi
dómsmálaráðherra, hefur vakið athygli á furðu-
legum og fráleitum fullyrðingum í grein parsins.
Augljóst má vera að blað eins og það sem á í hlut
hefði aldrei birt grein á slíku plani ef einhver þar
hefði þekkt til. Fræðatitlar höfundanna hafa verið
látnir duga. Parið gerir sér mikinn mat úr því að
Davíð Oddsson, en því er í sérstakri nöp við hann,
hafi á sínum tíma verið í hópi manna sem kom á
háskólaárum að því að endurvekja gamalt tímarit.
Segir parið að það hafi hópurinn gert til „að skapa
sér störf og frama“. Hvaðan kemur slík hugmynd?
Hvenær hefur nokkrum manni dottið í hug að
leggi hann vanburðugu tímariti lið á háskólaárum
þá sé það ávísun á vellaunuð störf að námi loknu? Í
hvers konar veröld lifir svona fólk og í hvílíkar
ógöngur getur blint hatur og pólitískt ofstæki leitt
menn?
Svo er tekið fram að DO hafi haft frumkvæði að
því að koma á Alþjóðlegri fjármálamiðstöð á
Norður-Atlantshafi, en áður höfðu hinir miklu
sérfræðingar tekið fram að DO hefði haft lítinn
áhuga á heiminum utan Íslands! (Ef þau hefðu vit-
að um þýðingu hans á bók um Eistland 1973 hefðu
þau sjálfsagt talið að það hefði hann gert til að
reyna að útvega sér sendiherrastöðu í landinu ef
það yrði frjálst.) En parið virtist ekki vita að það
var ekki fyrr en DO var farinn úr ríkisstjórn sem
Halldór Ásgrímsson setti á laggirnar nefnd um Al-
þjóðlega fjármálamiðstöð undir forystu Sigurðar
Einarssonar, bankastjórnanda Kaupþings. Í fram-
haldinu komst Samfylking loks í ríkisstjórn árið
2007 og kom því inn í stjórnarsáttmála að sú rík-
isstjórn skyldi beita sér sérstaklega í þágu útrás-
arvíkinga, en parið heldur því fram að DO hafi
verið sérstakur vinur útrásarvíkinga! Þá var fram-
angreind Sigurborg orðin hluti af íslenska stjórn-
kerfinu á vegum Samfylkingarinnar. Þau dæmi
sem Björn Bjarnason nefndi til vitnis á hvílíku
plani höfundarnir héldu sig eru vissulega ótrúleg
og sláandi. Og mörg önnur og verri mætti nefna.
En það er óþarfi því að það bliknar allt hjá stóru
sprengjunni í greininni. Eins og einn fjölmiðillinn
orðaði það þá héldu greinarhöfundar því fram að
Davíð Oddsson hefði í fárinu á dögunum eftir
bankahrunið skapað vinum sínum skilyrði til að fá
gjaldeyri á útsöluprís og með því TÆMT gjaldeyr-
isforðann. Langt gengu þau skötuhjú vissulega í
skrifum sínum en ekki alveg þangað.
Eyjan finnur blóðlykt
Samfylkingarvefurinn Eyjan taldi sig nú heldur
betur kominn í feitt. Þar var í kjölfarið skrifað:
„Þann 7. október 2008 festi Seðlabankinn gengi
krónunnar. Í tilkynningu á vef bankans daginn
eftir var það eitt upplýst (að) bankinn hefði þann
dag selt sex milljónir evra á genginu 131. Aldrei
hefur komið fram hverjir það voru sem keyptu sex
milljónir evra af Seðlabankanum fyrir 786 millj-
ónir króna þann 7. október og var það rökstutt
með því að það lága gengi sem myndast hafði dag-
ana á undan væri óraunhæft. Þó er það lága gengi
nærri því sem síðan hefur gilt í viðskiptum hér. Á
sama tíma – og alla tíð síðan – hefur almenningi
og fyrirtækjum í landinu verið algjörlega ómögu-
legt að fá evrurnar keyptar jafnódýrt og útvöldum
bauðst þennan eina dag, því daginn eftir hafði
verið horfið frá fastgengisstefnunni og meira að
segja þrætt fyrir að í raun hafi verið um fastgeng-
isstefnu að ræða.
Mikið var um þetta rætt manna á milli þessa
daga, en engin svör hafa fengist við þeirri spurn-
ingu sem brennur á fólki: Hverjir fengu að taka
þátt í evruútsölu Seðlabanka Íslands þann 7. októ-
ber? Rannsóknarnefnd Alþingis upplýsti ekkert
um málið í skýrslu sinni. Enginn alþingismaður
hefur komið með opinbera fyrirspurn um málið.
„Orðið á götunni“ er að þetta mál, sem flestum er
gleymt í þeim hafsjó stórfrétta sem Hrunið gaf af
sér, hafi aftur komist á dagskrá nýlega þegar Sig-
urbjörg „Silla“ Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræð-
ingur og Robert Wade, eiginmaður hennar, sem er
prófessor í hagfræði í London School of Econo-
mics, skrifuðu saman grein í þekkt blað, Le Monde
Diplomatique. Þar fjölluðu þau um þetta atriði
með þeim hætti að þarna hefði Davíð Oddsson,
formaður bankastjórnar Seðlabankans, verið að
leyfa vildarvinum að láta greipar sópa um gjald-
eyrisforðann á útsölukjörum.“
Hvað er orðið af sprengjunni?
Samfylkingarvefurinn kallar greinarhöfundinn
svo heimilislega „Sillu“. Hann slær því föstu að
útvaldir hafi fengið gjaldeyri á útsöluprís. Hann
segir að Rannsóknarnefnd Alþingis hafi ekki upp-
lýst um málið og í framhaldinu krafði vefurinn SÍ
hvað eftir annað svara um hverjir „vildarvinirnir“
væru. Bréfritari telur að hefðu yfirvöld tekið
greinarhöfunda alvarlega, Eyjuna og Ólaf vesa-
linginn Arnarson, sem auðvitað hellti sér á ballið,
ásamt fleirum, t.d. hinn Sérstaki saksóknari, þá
hefði verið full ástæða til að kalla nefndan skúrk
úr SÍ þegar til yfirheyslu og jafnvel hneppa þrjót-
inn í gæsluvarðhald, svo hann gæti ekki borið sig
saman við hina bankastjórana, því hann hlaut að
hafa farið fram hjá þeim þegar hann kom gjald-
eyrismilljónunum til vinanna. Hvers vegna gerð-
ist þetta ekki? Hvers vegna svöruðu hin nýju yf-
irvöld í SÍ ekki Eyjunni dögum saman? Hvers
vegna „upplýsti“ ekki Rannsóknarnefnd Alþingis
um glæpinn? Yfirvöld bankans svöruðu loks og úr
svari þeirra mátti lesa að þetta væri allt slíkt bull
að þau hefðu naumast talið það svaravert. Ætli það
skýri ekki ástæður annarra sem nefndir voru.
Þannig hefur Rannsóknarnefnd Alþingis í tæp þrjú
ár haft eftirfarandi greinargerð Eiríks Guðnasonar
bankastjóra um málið, en í hinum miklu önnum
þá daga sem bankarnir voru að hrynja kom eink-
um í hans hlut að reyna að koma lífi aftur í milli-
banka- og gjaldeyrisviðskipti, þótt aðrir banka-
stjórar væru auðvitað samábyrgir fyrir því sem
Reykjavíkurbréf 26.08.11
Með nokkurri sanngirni