SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Blaðsíða 6
6 28. ágúst 2011 Almenningur í Ungverja- landi hefur mestan áhuga á því hvaða áhrif Evrópu- sambandið hafi á það sjálft, en hefur óljósar hugmyndir um sam- bandið, sagði Maria Hell- er frá Eötvös Loránd- háskóla í Ungverjalandi í málstofunni. frá Búda- pest. Heller sagði að þjóðarhugtakið væri sterkt í Ungverjalandi. Íbúar landsins hugsuðu fyrst og fremst um sig sem þjóð, síðan Evrópubúa. Hún kvað mikið horft til fortíðar. Sú tilfinning væri sterk að bilið milli austurs og vesturs væri stórt og mikið ójafnvægi milli Ungverjalands og ESB, bæði meðal stjórnmála- manna og almennings. „Vestrið ræður fyrir okkur, ESB er kennarinn, sem skammar okkur,“ segir hún. „Okkur hefur verið hleypt inn en er- um í anddyrinu, litla þjóðin.“ Heller lýsti umræðunni í landinu þannig að í henni blandaðist minni- máttarkennd gagnvart ESB og þjóð- arstolti, þar sem litið væri niður á ESB. Ungverskum borgurum finnist skortur á samstöðu, þeir hafi verið yfirgefnir af vestur- evrópu og litið sé á þá eins og annars flokks borgara. Síðan sé talað niður til landa á borð við Úkraínu og Albaníu. Að sögn Heller hefur umræðan verið að herðast í Ungverjalandi. Hún talaði um útilokandi umræðu þar sem áherslan væri á þjóðerni og trú. Útlendingaótti færi vaxandi og blórabögglar fundnir. Samsæriskenningar spryttu upp og ýmist væru gyðingar, frímúrarar, heimsvaldasinnar eða nýlendus- innar að baki ráðabrugginu. Á með- an hún lýsti þessari umræðu sýndi hún mynd þar sem snúið hafði verið út úr Evrópusambandsfánanum, inn í gulum stjörnunum var hamar og sigð og undir áletrunin EUCCP, sem er skammstöfun fyrir Sovétríki Evr- ópusambandsins. Sigur Viktors Or- báns í kosningunum í fyrra hefur haft mikil áhrif í landinu og ESB horf- ið af dagskrá. Upp á skjá brá hún til- vitnun í Orban þar sem hann segir að 1848 hafi Ungverjar barist gegn ofríki Vínar, 1956 gegn Sovétríkj- unum og nú standi stríðið við Bruss- el. Kúvending ungverskrar umræðu V iðgangur lýðræðis í Evrópu, hlutverk borgaralegs sam- félags, vitund og vettvangur fyrir almenning var umræðuefni einnar málstof- unnar á hinni viðamiklu evr- ópsku ráðstefnu stjórnmála- fræðinga á vegum European Consortium for Political Rese- arch, sem fram fór í vikunni í Háskóla Íslands. Helene Pristed Nielsen frá Álaborgarháskóla fjallaði um stöðu félagslegra hreyfinga og spurninguna um það hversu mikil áhrif þau ættu að hafa í lýðræðisríki. Hún sagði að í því fælust bæði möguleikar og gildrur. Félagslegar hreyfingar ákveðnu landsvæði væri. Hins vegar væri rík ástæða fyrir því að hugtakið fullveldi væri enn í hjarta umræðunnar, það væri nánast heilagt fyrir mörgum. Gora talaði sérstaklega um ný ríki Evrópusambandsins og bar saman Pólland og Ungverjaland. Hún sagði að í Ungverjalandi væri mikil spenna og menn þyrðu jafnvel ekki að segja hvað þeim fyndist um Evrópuverk- efnið. Vaxandi vonbrigði væru með Evrópusambandið. Hún sagði að ungir Pólverjar drægju hefðbundnar þjóðern- ishugmyndir í efa á meðan þjóðarvinkillinn væri lykilatriði í Ungverjalandi. Pieter De Wilde frá Rann- gætu talist mikilvæg viðbót við lýðræðisferlið og til væru kenn- ingar um að án þeirra myndi mikilvægur vettvangur fyrir al- menning til að hafa áhrif hverfa. Á móti kæmu fullyrðingar um að slíkar hreyfingar græfu und- an lýðræði. Magdalena Gora frá Jagiel- lonian-háskóla talaði um það hvernig hugmyndin um að til- heyra væri að breytast bæði í tengslum við Evrópu og lýð- ræðið. Hún sagði að þjóðern- iskenndin væri enn grundvöllur stjórnmála, en með ólíkum hætti þó. Gora sagði að þjóðern- iskenndin endurspeglaðist með ólíkum hætti og misjafnt hversu sú sterk sú tilfinning að tilheyra fyrir því að tala um að umræðan á Bretlandi og í Austurríki væri neikvæð, en öðru máli gegndi um hin „evrópusinnuðu ríki“. Á þessu væri orðin breyting. Gagnrýnin væri mismikil eftir löndum, en alls staðar fyrir hendi. Svo virðist sem umræðan væri að fara í sama farveg. Eng- in sátt væri þó um hvað bæri að gera. „Ef aðeins er horft á um- ræðuna á netinu er stuðningur við samstarf ESB-ríkja, óum- deilt,“ sagði De Wilde. „En mikil umræða er um hvernig málum er háttað í ESB núna og engin skýr lína um hvort svarið felst í meira eða minna sam- starfi og samruna.“ sóknarmiðstöð félagsrannsókna í Berlín fjallaði um umræðuna um samrunann í Evrópu á net- inu. Hann byrjaði á að segja að bæði mætti líta á deiluna um réttmæti Evrópusamrunans sem neikvæða og jákvæða. Yfirleitt væri ekki ágreiningur um sam- runann almennt séð og fjallað um hann með jákvæðum hætti. Hann sagði að öðru máli gegndi hins vegar þegar kæmi að stöðunni um þessar mundir. „Í skrifum á netinu kunna menn ekki að meta hvernig ferlið fer fram núna,“ sagði hann. „Þetta á við um öll ríki sambandsins, deilt er um stöð- una núna.“ De Wilde sagði að hefð væri Umræða um sam- runa Evrópu vex Lýðræði meðal efna á alþjóð- legu stjórnmálafræðiþingi Ungmenni á Spáni mótmæla háu atvinnuleysi. Mótmælin hafa breiðst út um alla Evrópu og vaxandi umræða er um hlutverk Evrópusambandsins. Reuters Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.