SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Blaðsíða 23

SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Blaðsíða 23
28. ágúst 2011 23 E r Morgunblaðið með einhverja stefnu í „múffumálum“? var spurt á kaffistofu í Skipholtinu. Tilefnið þekkja allir. Heilbrigðisyfirvöld hafa talið sér skylt að grípa inn í sölu á matvælum, sem framleidd eru í heimahúsum, svonefndum heimabakstri. Kökubasarinn mömmur og muffins var til dæmis bannaður af yfirvöldum í lok júlí, eins og fjallað var um í Morgunblaðinu, en í fyrra seldust þar þúsund kökur og rann ágóðinn, 400 þúsund krónur, óskiptur til fæðingardeildar Sjúkrahússins á Akureyri. „Það hefur verið bakað í heimahúsum í tugi ára og selt, t.d. í fjáröflun fyrir íþróttafélög, kvenfélög og kóra [...] hvers vegna er þetta allt í einu orðið svona hættulegt? Það er alltaf verið að eyðileggja það sem er skemmtilegt,“ sagði Lilja Pétursdóttir um bannið á fésbók- arsíðu Mamma og muffins. Skyldi Morgunblaðið hafa skoðun á slíku máli? „Þúsund ára hefð rofin í nafni matvælaöryggis,“ skrifaði Guðni Ágústsson í aðsendri grein. „Kerfiskarlarnir eru sjálfum sér samkvæmir í ofstjórnuninni og eftirlitskerfið er öfgafullt og heimaríkt. Nú er víst ólöglegt að baka í eldhúsinu heima ef kleinurnar og flat- kökurnar með hangikjöti og hnallþórurnar eiga að fara í góðgerðarstarf og seljast almenn- ingi. Hverjum hefði dottið í hug nema eftirlitskerfinu að halda því fram að eldhús heim- ilanna væru bráðhættuleg til baksturs?“ Og hann klykkti út með: „Látum kerfiskarlana ekki baka okkur þessi vandræði, bökum áfram í eldhúsinu heima.“ Auðvitað hefur Morgunblaðið skoðun á því, að ekki sé lengur hægt að stofna til köku- basars, þar sem fólk leggst á eitt í þágu góðs málefnis. Þetta er gamalgróin hefð í okkar þjóðlífi, sem eykur samstöðu og ýtir undir náungakærleika. Undanfarin misseri hefur allt snúist um að grafa undan trausti á milli fólks. Með því er verið að sarga sundur þræðina í vefnum, sem heldur samfélaginu saman. Það er full ástæða til að vinda ofan af þessu inngripi eftirlitskerfisins og það er óskilj- anlegt að stjórnvöld hafa ekki nú þegar gripið inn í. Stefna Morgunblaðsins er skýr og víst er að þjóðin velkist ekki í vafa um hvað er skynsamlegast í þessum efnum. En hvað tefur stjórnvöld? Er ráðamönnum sama? Eru þeir ekki aldir upp við mömmubakstur? Á að leyfa mömmubakstur? „Ég held ég eigi samleið með frjálslyndu fólki úr Framsóknarflokknum, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni og raunar einnig að hluta til úr Vinstri- grænum.“ Guðmundur Steingrímsson sem sagði sig úr Framsóknarflokknum. „Það er svo fallegt í öllum hryllingnum.“ Valgerður Pálsdóttir námsráðgjafi um uppbyggileg viðbrögð Norðmanna eftir harmleikinn 22. júlí. Hún stakk upp á kveðju til Norðmanna með friðarsúlunni í Viðey. „Það er ánægjulegt að finna að maður á fullt erindi þarna.“ Ólafur Björn Loftsson sem lék fyrstur Íslendinga á PGA-golfmóti og stóð sig vel. „Að mínu mati erum við komin að ystu þolmörkum starfsfólksins.“ Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari um álag- ið á starfsfólk embættisins. „Ef maður ætlar að ganga allan daginn með allar heimsins raunir á bakinu verður maður ekki langlífur.“ Ármann Ólafur Sigurðsson sem varð níræður í vikunni. „Peningar eru rót alls ills.“ Emmanuel Frimpong leikmaður enska úrsvals- deildarliðsins Arsenal eftir að samherji hans, Samir Nasri, gekk til liðs við Manchester City. „Ég fór að hlusta á líkamann.“ Linda Pétursdóttir, eigandi Baðhússins, sem tók mataræðið í gegn. „Það eru margir sem eru stórir í að búa til góða tónlist og takta en eru litlir í að koma sér á framfæri.“ Rapparinn Blaz Roca. „Það hefur enginn efni á því að vinna í hálft ár án þess að fá launin sín.“ Hilmar Oddsson sem er hættur sem rektor og talsmaður Kvik- myndaskóla Íslands. „Þið munuð ekki taka al-Libiyah-stöðina. Þið munuð ekki taka Jamahiriyah-stöðina, Shababiyah-stöðina, Trípólí eða Líbíu. Jafnvel vopnlaust fólk er reiðubúið að slá skjaldborg um kollega sína á þessari stöð. Við erum reiðubúin að verða píslarvottar.“ Líbíski fréttaþulurinn Hala Misrati og veifaði skammbyssunni. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal gert var. Það var ekki auðvelt verk en það hófst. Orð Eiríks Guðnasonar Eiríkur Guðnason skrifaði eftirfarandi vorið 2009: „Því hefur verið haldið fram að Seðlabankinn hafi reynt að festa gengi krónunnar 6. október sl. Þetta er alrangt. Fyrstu daga októbermánaðar sl. féllu millibankaviðskipti á gjaldeyrismarkaði gersamlega niður. Bankar settu að vísu fram verð- tilboð en stunduðu ekki viðskipti á boðnu verði. Verðmyndun á millibankamarkaði varð sem sagt ómarktæk. Við því hlaut Seðlabankinn að breg- aðst með einhverju móti því honum ber að skrá daglega opinbert viðmiðunargengi. Hann bauð því til sölu svolítið af gjaldeyri á ákveðnu verði – án þess að fyrskipa að aðrir sem viðskipti vildu eiga á markaðnum héldu sig við það verð. Markmiðið var að freista þess að end- urvekja millibankaviðskipti og fá þar með betri vísbendingu um hvert hið opinbera viðmið- unargengi ætti að vera. Eftir hálfan annan dag breytti Seðlabankinn um aðferð og bauð markaðs- aðilum að setja fram tilboð á magni og verði. Hvorug aðferðin var fullkomin því viðskipti voru afar lítil. Jafnvel eftir að tekist hafði að endurvekja millibankamarkað snemma í desember, með þvi að fá viðskiptavaka til að sinna markaðsmyndun, hafa millibankaviðskipti verið lítil. Það þýðir að verðið, þ.m.t. hið opinbera viðmiðunargengi, er ekki reist á traustum grunni. Hefði Seðlabankinn ætlað að festa gengið hefði hann þurft annars veg- ar að banna bönkum að stunda viðskipti með gjaldeyri á öðru verði en því sem hann bauð – og einnig að vera reiðubúinn að eiga mikil viðskipti sjálfur á því verði. Seðlabankinn gerði hvorugt enda var hans markmið ekki að festa gengið eins og fordómafullir talsmenn hafa haldið fram.“ Sjálfsagt er það borin von að rógberar og þeir sem bera menn, án tilefnis, alvarlegustu sökum biðjist afsökunar eða kunni að skammast sín. Ekki kjánarnir heldur sem gleypa allt hrátt sem fellur að þeirra hatri og fordómum. Hinn sérstaki um- ræðustjóri Ríkisútvarpsins skrifaði þegar greinin, sem reyndist ómerkilegt bull í bland við hrikaleg- ar upplognar ásakanir, var birt: „Grein Sig- urborgar Sigurgeirsdóttur og Róberts Wade sem birtist í Le Monde Diplomatique gefur greinargóða mynd af hrunsögu Íslands. Þar eru raktar bæði or- sakir og afleiðingar. Það er varla margt þarna sem hægt er að draga í efa með nokkurri sanngirni.“ Morgunblaðið/RAX

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.