SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Blaðsíða 34
34 28. ágúst 2011
Þ
egar Lucy Ball lést árið 1989, 77
ára gömul, sagði Newsweek að
hún hefði sennilega verið vin-
sælasta konan í sögu skemmt-
anabransans. Lucy er sannarlega ekki
gleymd og nú í ár, þegar hún hefði orðið
hundrað ára, er hennar víða minnst með
hlýju. Í heimabæ hennar Jamestown
komu nýlega rúmlega 900 Lucy Ball eft-
irhermur saman til að minnast hennar.
Lucy, eða Lucille eins og hún hét réttu
nafni, fæddist 1911. Faðir hennar lést
þegar hún var fjögurra ára gömul og
hún flutti ört milli staða með móður
sinni. Hún fór snemma að vinna fyrir
sér, á veitingastöðum, sem versl-
unarkona og loks sem módel. Eins og
fjölmargar aðrar stúlkur fór hún til
Hollywood í leit að frægð og frama, en
hún hafði það fram yfir margar aðrar að
vera hörkudugleg. Hún kom fram í
fjölda kvikmynda og öðlaðist nokkra
frægð, en varð samt ekki ein af stóru
stjörnunum í Hollywood. Hún var
dökkhærð en yfirhárgreiðslumeistari
MGM kvikmyndaversins, Sidney Guil-
aroff, sagði: „Hárið er brúnt en sálin
logar“ og litaði hár hennar rautt. Þeim
háralit hélt hún og hann varð eins konar
vörumerki hennar.
Fyrri eiginmaður hennar, Desi Arnaz,
var kúbverskur hljómsveitastjóri, sex
árum yngri en hún og næstu tvo áratug-
ina varð hann meðleikari hennar og við-
skiptafélagi. Snemma kom í ljós að hann
var ákaflega stjórnsamur. Á brúðkaups-
nóttina vakti hann hana vegna þess að
hann var þyrstur og ætlaðist til að hún
færði honum vatn. Hann bannaði henni
að ferðast einni í leigubíl vegna þess að
þá væri hún ein með ókunnum manni.
Hann var drykkfelldur og hélt framhjá
henni en var sannfærður um að hún
væri honum ótrú. Hjónabandið var
stormasamt og þegar þau rifust brást
hann við með því að fara að heiman.
Þau skildu á tímabili en tóku saman aft-
ur. Þau áttu tvö börn, Lucie og Desi jr.
Dóttir þeirra sagði að foreldrar sínir
hefðu aldrei verið ánægðari en þegar
þau voru að vinna
Fjölskylduvinur Bandaríkjamanna
Lucy sló í gegn með sjónvarpsþáttunum
I Love Lucy sem hófu göngu sína árið
1951 en þar var eiginmaður hennar í
stóru hlutverki. Lucy varð á skömmum
tíma fjölskylduvinur Bandaríkjamanna
og stærsta sjónvarpsstjarna landsins og
reyndist vera afburða gamanleikkona.
Fjöldi þekktra leikara lék gestahlutverk í
þáttum hennar. Einn þeirra var Orson
Welles. Eitt sinn var komið að honum
þar sem hann var að fylgjast með Lucy
þar sem hún var að æfa. Þegar Welles
var spurður að því hvað hann væri að
gera svaraði hann: „Ég er að horfa á
mestu leikkonu heims.“
Gríðarlegar vinsældir Lucy ollu því að
óameríska nefndin ákvað að láta ekki til
skarar skríða gegn henni, þrátt fyrir að
hún væri skráður kommúnisti. Hún var
kölluð í leynilega yfirheyrslu þar sem
hún sagði að bæði hún og bróðir hennar
hefðu skráð sig sem kommúnista að
kröfu afa hennar sem hefði verið sérvit-
ur verkalýðssinni. Skýring hennar var
tekin gild. Hún sagði seinna að hún
hefði verið heppin, því ef ásakanir hefðu
komið fram áður en hún varð heimsfræg
hefði ferill hennar sennilega verið á
enda.
Valdakona í Hollywood
Vinsældir sjónvarpsþáttanna áttu þátt í
því að skapa erfiðleika í hjónabandinu
því Desi þoldi ekki að kona hans væri
meira áberandi en hann og sárnaði mjög
þegar gagnrýnendur sögðu velgengni
þáttanna vera frammistöðu hennar að
þakka. Hjónin stofnuðu fyrirtæki Desilu,
í kringum sjónvarpsþættina, það óx og
dafnaði og átti eftir að framleiða fjölda
Logandi sál
Hundrað ár eru liðin frá fæðingu gamanleikkon-
unnar Lucy Ball, en hún er eitt af stóru nöfnunum
í sjónvarpssögunni. Þessi hæfileikaríka kona var
ákaflega vinnusöm en ekki alltaf auðveld í sam-
skiptum og einkalífið var lengi framan af æði
stormasamt.
Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is
Lucy Ball. Frábær gamanleikkona og ein af mestu sjónva
Í byrjun
ferilsins
auglýsti
hún sígar-
ettur.
Í hlutverki sínu í I Love
Lucy með Vivian Vance. Lucy á þeim tíma sem hún
lék í kvikmyndum.