SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Blaðsíða 36
36 28. ágúst 2011
A
ð aðgerðaáætlun vegna verk-
efnisins um friðlandið í Vatns-
mýrinni koma margir af
fremstu vistfræðingum lands-
ins. Það gerir Hrund Ólöf Andradóttir,
dósent í umhverfis- og byggingaverkfræði
við Háskóla Íslands, einnig en hún skoðar
hugmyndir um að nýta svokallaða græna
regnvatnsstjórnun til þess að örva hring-
rás vatnsins í friðlandinu. Hún vonast til
að almenningur taki þátt í verkefninu og
að hann vakni til vitundar um mikilvægi
votlendis.
Hrund lauk doktorsprófi frá hinum
virta MIT-háskóla í Massachusetts fyrir
rúmum áratug. Þar sérhæfði hún sig með-
al annars í vatnsmengun og eðlisfræði
stöðuvatna og grunnra tjarna. Spurð
hvaðan áhuginn á umhverfismálum komi
rifjar hún upp að á unglingsárum hennar
hafi umræða um þynningu ósonlagsins
vakið áhuga hennar.
„Ég fór að hafa mikinn áhuga á um-
hverfismálum og velti því fyrir mér
hvernig ég gæti lagt málefninu lið í fram-
tíðinni. Um það bil sem ég var að útskrif-
ast úr menntaskóla frétti ég af nýrri og
spennandi grein sem var að hasla sér völl
innan verkfræðinnar. Þessi grein, um-
hverfisverkfræði, var ekki kennd á Íslandi
á þessum tíma og því fór ég fyrst í grunn-
nám í byggingarverkfræði við Háskóla Ís-
lands sem lagði mjög sterkan grunn að
vatna- og straumfræðilegum nálgunum í
umhverfismálum,“ segir Hrund.
Frægt mengunarmál
Í framhaldsnámi hennar við MIT kom
Hrund að rannsóknum sem snertu frægt
mál í Bandaríkjunum, mengunina í Aber-
jona-vatnasviðinu í norðurhluta Boston.
Seint á áttunda áratug síðustu aldar
greindust fjölmörg börn í bænum Wob-
urn, sem var í miðju vatnasviðinu, með
hvítblæði.
Eftir að nokkur þeirra höfðu látist vegna
sjúkdómsins höfðuðu foreldrar þeirra mál
á hendur tveimur efnaverksmiðjum á
svæðinu og töldu að verksmiðjurnar hefðu
mengað drykkjarvatnið með þeim afleið-
ingum að börnin veiktust. Málinu voru
gerð góð skil í bókinni A Civil Action og
samnefndri kvikmynd.
„Kennararnir mínir í MIT reyndu að
átta sig betur á menguninni í Aberjona-
vatnasviðinu. Þetta mál dróst mikið og
það var mjög erfitt að sanna með beinum
hætti að mengunin sem mældist í vatninu
hefði leitt til hvítblæðitilfellanna. Ég kom
að þessum rannsóknum með því að skoða
ána sem rennur í gegnum vatnasviðið en
hún endar í votlendi áður en hún rennur í
stöðuvatn. Ég og mínir félagar rannsök-
uðum hvaða hlutverki votlendin þjóna í að
miðla og dreifa menguninni,“ segir
Hrund. Hún hefur æ síðan unnið töluvert
að rannsóknum á vatnasvæðum, ekki síst
eftir að hún kom aftur heim fyrir um fimm
árum.
Mikilvægi votlendis
Það er ekki síst mikilvægi þess að end-
urheimta votlendi sem Hrund hefur beint
sjónum sínum að. Votlendi er land þar
sem grunnvatnsstaða er mjög nálægt yf-
irborðinu en í víðari skilningi eru votlendi
einnig grunnar og gróðurvaxnar tjarnir.
„Hér áður fyrr talaði fólk um að vot-
lendi nýttist engum. Fólk var mjög dug-
legt að ræsa það fram til búskapar, rækt-
unar eða byggingarframkvæmda. Svo fór
það að taka eftir því að það sá ekki lengur
vissar dýrategundir. Það var vegna þess að
varpstöðvar eða búsvæði tiltekinna dýra-
tegunda voru í votlendinu sem búið var að
þurrka. Fólk áttaði sig í framhaldinu á því
hversu mikilvægu hlutverki þessi kerfi
gegna, ekki bara vegna þess að tilteknar
tegundir búa þarna allt árið um kring
heldur nýta margar tegundir sér það til
þess að fjölga sér,“ segir Hrund.
„Votlendi eru einnig mjög áhugaverð
frá verkfræðilegu sjónarhorni. Votlendi
hegða sér eins og svampar eða vatns-
geymar sem minnka flóðhættu. Votlend-
isgróður og efnahvörf í botnseti geta
bundið og umbreytt óæskilegum efnum
og stuðlað þannig að auknum vatns-
gæðum. Þannig hafa settjarnir verið
byggðar til að fella út mengunarefni úr of-
anvatni af götum. Svo eru votlendi byggð
til að hreinsa skólp í minni bæjarfélög-
um,“ bætir Hrund við.
Endurheimt votlendis skiptir miklu
máli fyrir líffræðilegan fjölbreytileika í
heiminum og þá viðleitni að viðhalda fjöl-
breytni gena, tegunda og vistkerfa á jörð-
inni. Vegna ágangs manna á náttúruleg
búsvæði ýmissa dýra- og plöntutegunda
hefur líffræðilegur fjölbreytileiki minnk-
að. „Votlendi er einstakt vistkerfi sem er í
raun sambland á milli vatnakerfis og land-
kerfis. Margar minni dýrategundir eiga
lífsviðurværi sitt í votlendi og nýtast
hærra í fæðukeðjunni. Á Íslandi höfum við
séð vel hvernig votlendi þjónar varpfugl-
um og þar eru fjölbreyttar plöntuteg-
undir,“ útskýrir Hrund.
Einstakt
tækifæri í
Vatnsmýrinni
Í sameiginlegu átaki Háskóla Íslands, Norræna
hússins og Reykjavíkurborgar er ætlunin að gera
friðlandið í Vatnsmýri að meira aðlaðandi stað
fyrir varpfugla, votlendisgróður og mannfólkið.
Björn Gíslason bjorngis@gmail.com
Á fundinum um framtíð Vatnsmýrarinnar kom fram að nauðsyn-
legt er að líta á Háskólasvæðið og miðborgina sem eina heild
en í dag skeri Suðurgata og Hringbraut þetta svæði í sundur.
Hrund Ólöf Andradóttir, dósent við HÍ, sem kemur að verkefni um endurheimt votlendis í Vatnsmýrinni.
Morgunblaðið/Kristinn
Ágúst Guðmundsson, meistaranemi í umhverfisverkfræði, hefur
ásamt Hrund unnið forrannsóknir á vatnafari friðlandsins í Vatns-
mýri. Hér mælir hann vatnsrennsli um yfirfall.
Í bók Jakobs F. Ásgeirssonar Í húsi listamanns sem út kom
árið 2006 birtir hann gamalt samtal frá árinu 1982 við
Steinþór Sigurðsson listmálara þar sem Vatnsmýrina ber
meðal annars á góma.
Jakob sækir Steinþór heim í Skerjafjörðinn, þar sem list-
málarinn segir kyrrlátt – eins og í sveitinni.
Jakob spyr þá um flugvöllinn.
„Það er ekkert ónæði af honum. Þær fljúga ekki hér yfir,
flugvélarnar, við erum ekki í fluglínu sem þeir kalla. Þetta er
gott hverfi og notalegt. Eins og lítið þorp í miðri Reykjavík.“
Og Vatnsmýrin, segir Jakob.
„Já, Vatnsmýrin er skemmtileg á sumrin og vorin. Það er
meira varp hér en nokkurn grunar. Ég legg til að Vatnsmýr-
inni verði breytt í votlendisgarð. Þá yrðu grafin hér síki og
mýrin vernduð, svo að fuglarnir hefðu frið. Í framhaldi af
þessu mætti leggja göngustíga og brýr. Það má aldrei slétta
mýrina og gera hana véltæka fyrir sláttuvélar bæjarins. Þá
væri friður fuglanna úti.“
Vatnsmýrinni verði
breytt í votlendisgarð