SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Blaðsíða 28

SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Blaðsíða 28
dæmi um skjal sem verður til í verksmiðjunni um bíl- inn þegar hann er smíðaður og hann bað um afrit af. „Það kom í tölvupósti daginn eftir. Þar sést greinilega fæðingardagurinn, 20. september 1972.“ En Bjarni var ekki beint bjartsýnn á framhaldið, veskið tómt og fjarska fallegur en hálfónýtur, tæplega tveggja milljóna króna Mercedes Benz blæjubíll á verkstæðinu. „Ég hugsaði bara hvern djöfulinn ég væri búinn að koma mér í og varð hálf þunglyndur yfir þessu og ákvað að bíða aðeins með að byrja á uppgerð bílsins enda komið haust. Á þessum tíma varð pabbi sextugur og þá ákváðum bróðir minn og ég að ráðast í að gera upp fyrir pabba Austin Morris 1972, bíl sem pabbi og hinn afi minn Jónas höfðu keypt nýjan en hafði staðið í geymslu maukryðgaður síðan 1988 og beðið uppgerðar. Okkur tókst á tveimur mánuðum að gera þann bíl ökuhæfan á ný eftir að hafa rifið hann í frumeindir, og það án þess að pabbi okkar kæmist að því og gáfum við honum bíl- inn á afmælisdaginn, en hann var þá mjög nærri því að vera tilbúinn. Þetta er eitt það skemmtilegasta sem ég hef komið nærri þótt erfiðið væri mikið.“ Perlan fær líf og fer á götuna En blæjubíllinn beið á meðan. „Ég sá fram á að þetta ævintýri myndi kosta mig milljónir. En þá held ég að afi Benz hafi komið til sögunnar. Kvöld eitt í janúar 2009 hringir í mig maður og spyr mig hvort mig vanti ekki varahluti í þessa gerð af Benz. Ég játti því og þá segist hann eiga slatta af slíkum. Hann segist eiga svipaðan bíl sem hann sé til í að selja ásamt varahlut- unum sem margir voru enn í umbúðunum. Reyndar var bíllinn hans svo ryðgaður að köttur hefði getað gengið hvar sem er út úr honum en ég keypti hann á sanngjörnu verði og með honum fékk ég allt gólfið og fullt, fullt af upprunalegum Benz varahlutum. Nú er bíllinn orðinn vel ökufær, ég er búinn að skipta um gólfið, laga vélina mjög mikið, laga allt sem snýr að fjöðruninni, öryggi, stýri og bremsum, auk þess að kaupa nýja leðurinnréttingu og gólfteppi. Það er því ósköp lítið eftir að flakinu sem kom til Íslands, þótt mér finnist ég alltaf þurfa að laga eitt og annað smá- ræði. Og það er mjög gefandi að geta loks ekið henni hvert sem er, sérstaklega með blæjuna niðri. „Já, hana,“ segir Bjarni af væntumþykju. „Mercedes er kven- mannsnafn og þessi heitir Perla.Vekur hún mikla at- hygli? ,,Já, stundum óþægilega mikla, ég verð stund- um pínulítið feiminn,“ segir hann kankvís. „En þessi tegund var framleidd í 66.298 eintökum og Perla var númer 7380 á færibandinu í Stuttgart.“ Druslunum ekið úr bílskúrnum En Bjarni á líka tvo aðra Mercedes-Benza sem hann getur notað ef hann vill vekja minni athygli en heyrum fyrst hvenær áhugi hans og ástríða hans á vélum hófst. „Ætli ég hafi ekki verið svona átta til tíu ára en þá fór ég að fikta við að gera við reiðhjólið. Það þurfti að gera við sprungin dekk og svo var keðjan stundum til vandræða,“ segir hann brosandi. Morgunblaðið/Ómar Æ tli ævintýralegasta endurgerðin hafi ekki verið á 450SL, árgerð 1972,“ segir bíla- áhugamaðurinn Bjarni Þorgilsson, sem raðar saman gömlum bílum, jafnvel bíl- hræjum, og gerir þá nýja. „Afi minn, Bjarni Þ. Vigfússon, sem var lengi leigu- bílstóri á BSR, ók alltaf um á hvítum Mercedes Benz með númerið R-3015 og ég kallaði hann fyrir vikið afa Benz, nafn sem festist við hann í fjölskyldunni. Hann lést árið 2007 og mér fannst ég þurfa að heiðra minn- ingu hans með einhverju móti. Það var svo á fallegu sumarkvöldi í ágúst 2008, þar sem ég var að vafra inn á e-bay að ég fann þennan hvíta Benz á Florída, sem sameinaði minn draumabíl og bílana sem afi hafði átt. Ég sló til og keypti bifreið- ina, sem mér fannst frekar ódýr en hingað til lands kostaði hún um þrettán hundruð þúsund. Skýringin á hinu lága verði var hins vegar augljós þegar bíllinn kom til landsins,“ segir Bjarni og getur núna hlegið við minningunni en tilfinningin var ekki jafngóð þegar hann sótti bílinn niður á höfn. „Ég fékk ég bara áfall. Ég hélt að ég hefði verið að kaupa bíl sem ég gæti nánast sett í gang og ekið í burtu en það var sko eitthvað annað. Þetta var bara bílhræ. Það var nánast ekkert gólf í honum, dauð skordýr eins og kakkalakkar lágu eins og hráviði á vatnsósa tepp- inu. Skottið var meira og minna götótt eins tesía, mið- stöðin ótengd og stýrisgangurinn lélegur. Í stuttu máli má segja að það eina sem hafi verið í lagi í honum hafi verið bremsurnar. Og eins og þetta væri ekki nóg, þá var 2007 vitleysan enn í gangi og bíllinn þurfti að bíða í biðröð til þess að komast í skip og þegar það er suður af Grænlandi hrynur efnahagskerfið á Íslandi. Á nánast einni nóttu hækkaði bíllinn um hálfa milljón og það breytti mjög miklu fyrir mig. Bíllinn, gamall Oldsmo- bile, sem ég hafði áður gert upp og ætlaði að selja til þess að fjármagna þennan dugði allt í einu ekki lengur til, ég þurfti að selja mótorhjólið mitt líka. Þetta var algjör hryllingur,“ segir Bjarni sem þá gat ekki brosað. „Ég gat vitanlega ekkert annað gert en leyst bílinn út, ég hafði greitt hann og flutning til landsins og þar var ekkert annað en að taka þessu hundsbiti og girða sig í brók. Ég hugsaði bara með mér að nú yrði afi Benz að koma með eitthvert tromp að handan. Það besta er að ég held að hann hafi gert það.“ Austin Morris í afmælisgjöf Bjarni segir að í fyrstu hafi sér alveg fallist hendur en hins vegar sé hann svo heppinn með vinnuveitanda og hann hafi lánað honum aðstöðu eftir vinnutíma þann- ig að hann gat farið að vinna í bílnum. „Ég er yfirmaður verkstæðisins hjá Örmum Vinnu- lyftur og hef áreiðanlega oft reynt á þolinmæði eig- andans við bílaviðgerðir því ég hef enga aðstöðu sjálf- ur eins og stendur. En ástæðan fyrir því að ég hef valið Benz bíla er ekki bara ástríðan og afi Benz heldur einn- ig hagkvæmnin en Mercedes Benz er einn af fáum ef ekki sá eini sem framleiðir varahluti í alla sína bíla enn þann dag í dag, jafnvel þótt þeir séu frá 1972 eða mikið eldri. Einfalt mál er að nota nettengt varahlutaforrit Mercedes til að finna rétta varahluti og sjá hvernig allt er sett saman. Síðan var bara að fara upp í umboðsaðila Mercedes Benz og panta viðkomandi varahlut og hann var kominn eftir þrjá daga. Þetta er auðvitað einstakt en vitaskuld ekki ókeypis. En miðað við að handsmíða viðkomandi varahlut þá borgar þetta sig auk þess sem það síðarnefnda verður aldrei eins gott.“ Sem dæmi um nákvæmni og þjónustu verksmiðj- anna við þá sem eru með gamla Benza tekur Bjarni ’ Ég sá fram á að þetta ævintýri myndi kosta mig milljónir. En þá held ég að afi Benz hafi kom- ið til sögunnar. Kvöld eitt í janúar 2009 hringir í mig maður og spyr mig hvort mig vanti ekki varahluti í þessa gerð af Benz. 28 28. ágúst 2011

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.