SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Blaðsíða 42
42 28. ágúst 2011
U
pphaf skólaársins markar
tímamót líkt og áramót. Þá
hefst nýr tími með nýjum
áformum, nýrri framtíðarsýn,
vonum og fyrirheitum. Hvaða verkefni og
áskoranir ber árið í skauti sér, hvað mun-
um við læra, að hvaða leyti verður líf okk-
ar auðugra, ríkara, skilningur okkar á lífs-
gátunni dýpri, hvert verður veganesti
okkar út í lífið að ári loknu?
Markvisst máluppeldi og málrækt er
eitt mikilvægasta hlutverk kennarastétt-
arinnar, óháð aldri nemenda og þeirri
námsgrein sem kennd er hverju sinni. Því
skiptir máli að allir kennarar hafi góðan
orðaforða, séu vel máli farnir og skilji
hlutverk sitt sem máluppalendur. Þeim
ber skylda til tala um öll viðfangsefni
námsins með eins auðugum og fjöl-
breyttum orðaforða og nokkur kostur er
og kenna nemendum slíkt hið sama.
Á leikskólaaldri er lagður grunnur að
málkerfinu sjálfu, kerfi orðflokkanna og
því hlutverki sem orðin hafa í málinu.
Miklu skiptir að leikskólakennarar tali við
börnin um hvaðeina, segi þeim sögur og
lesi fyrir þau bækur á góðu og kjarnmiklu
máli svo þau læri að tala um heiminn,
reynslu sína og hug sinn.
Á þessum aldri í lífi barnsins, þegar það
getur ekki klætt sig sjálft, er til að mynda
gráupplagt að tala um nöfn líkamshlut-
anna um leið og það er klætt í fötin, allt frá
tám, il, hæl, jarka, rist og ökkla að öxlum,
herðum, hálsi, höfði, hnakka og hvirfli –
eða frá hvirfli til ilja, eins og það er kallað
ef farið er í hina áttina. Sama tilefni má
nota til að tala um fötin sjálf, tegundir
þeirra, gerð og saumaskap.
Grunn- og framhaldsskólastigið er ekki
síður mikilvægt stig í málþroska. Mál-
kerfið er enn að mótast og slípast, beyg-
ingarkerfið að styrkjast og orðaforðinn
vex um 10 orð á dag að meðaltali eða
meira ef börnin fá að kynnast einhverju
öðru en barnamáli og einfölduðum text-
um í anda orðfæðarstefnunnar.
Nýlega hitti ég ungan mann sem á
námsárum sínum hafði unnið fyrir sér
með kennslu í grunnskóla. Hann sagði að
nemendur hefðu spurt sig hvort hann tal-
aði fornmál því þeir skildu ekki allt sem
hann sagði, eða öllu heldur: könnuðust
ekki við öll orð sem hann notaði.
Ég hef heyrt fleiri nefna svipaða
reynslu, einkum fólk sem kennt hefur lít-
ilsháttar meðan það var að mennta sig til
annarra starfa. Maður hlýtur að spyrja sig
hvað reynsla af þessu tagi segir okkur um
það tungutak sem börnin eiga að venjast
hjá kennurum sínum. Það verður að segj-
ast eins og er að orðfæðarstefnan hefur því
miður lengi átt fylgi að fagna meðal skóla-
fólks. Í stað þess að drekkja litlu krílunum
í orðum sem þau skilja ekki er orðaforði
tungunnar falinn fyrir þeim af misskilinni
tillitssemi, sem er í rauninni „kerf-
isbundin og vísvitandi forheimskun“
barnanna, svo vitnað sé orð Halldórs Lax-
ness um orðfæðarstefnuna, sem á hans
dögum var útbreidd í íslenskum skólum.
Allir kennarar ættu að hafa hugfast að
fólk lærir betur af fyrirmyndum en fyr-
irmælum. Kennarinn getur reynst vera
ein mikilvægasta fyrirmynd nemanda síns
löngu síðar á ævinni, jafnvel í einhverju
allt öðru en kennarinn taldi sig vera að
kenna. Þetta gildir um kennara á öllum
skólastigum, líka í háskóla. Þetta kemur
meðal annars fram í því að þegar ungir
kennarar hefja störf fara þeir fljótlega að
kenna eins og þeim var kennt þegar þeir
voru á sama skólastigi. Í starfsháttum
kennara getur gömul fyrirmynd úr skóla
vegið þyngra en þau fræði um kennslu-
hætti sem reynt var að bera á borð í kenn-
aranáminu. Þess vegna þarf ekki að undr-
ast þótt stundum gangi hægt að koma á
nýmælum eða breytingum á kennsluhátt-
um í skólum, til dæmis í stafsetning-
arkennslunni.
Að hinu leytinu er ekki víst að kenn-
aranámið sé að öllu leyti gott veganesti,
þar í vantar tilfinnanlega orðauðgisstefn-
una og markvissa málrækt, og reyndar af-
skaplega margt um tungumálið sjálft sem
talið er nauðsynlegt að kennarar í öðrum
löndum hafi á hraðbergi.
Að lokum vil ég skora á alla foreldra að
fylgjast með því hvort skóli barnanna hef-
ur íslenskt notendaviðmót í tölvunum –
og láta vita. Lifið heil!
Gott og farsælt
komandi skólaár!
’
Markvisst máluppeldi
og málrækt er eitt
mikilvægasta hlut-
verk kennarastéttarinnar,
óháð aldri nemenda og
þeirri námsgrein sem
kennd er hverju sinni.
El
ín
Es
th
er
Málið
Saga
– munnleg verkefni
Ókey, tékkit. Haddna,
Jón Sigurðsson, frændi minn, var alveg:
„Vó! Lýðveldi!“ Og danski kóngurinn, frændi
minn, var alveg „Ó mæ!“ Og þeir alveg: „Nei,
jú, nei, jú!“ og þesseggna erann á fimm-
hundruðkallinum. True dat!
Tungutak
Baldur Sigurðsson
balsi@hi.is
S
erge Gainsburg var stöðugt leit-
andi sem tónlistarmaður og
skipti svo oft um ham að kam-
elljónið sjálft, David Bowie, er
eins og íhaldsmaður í samanburðinum.
Þegar Gainsbourg lést líkti François Mit-
terrand, þáverandi forseti Frakklands,
honum við hin mikils virtu skáld Baude-
laire og Apollinaire. Hann var ekki manna
fríðastur en heillaði þó heitustu leikkonur
og fyrirsætur Evrópu upp úr skónum. Frá
byrjun hafði hann einstakt lag á því að
hneyksla smáborgara, sem yfirskyggði að
nokkru leyti aðra hæfileika hans undir lok
ævinnar. Hann var stórstjarna í Frakk-
landi en annars staðar í heiminum er hans
helst minnst fyrir angurværa orgeltónana
og fullnægingarstunur Jane Birkin í laginu
Je t’aime... moi non plus, og kannski
núna á youtube öld fyrir glæfralega yf-
irlýsingu um að vilja sænga hjá Whitney
Houston í frönskum spjallþætti á 9. ára-
tugnum.
Slapp frá nasistum
Gainsbourg fæddist í París 2. apríl 1928 og
var skýrður Lucien Ginsburg en foreldrar
hans voru rússneskir gyðingar sem höfðu
flúið heimalandið eftir byltinguna 1917.
Þegar Frakkland var hertekið af nas-
istum í síðari heimsstyrjöldinni þurfti öll
fjölskyldan að merkja sig með gyð-
ingastjörnunni en þeim tókst að flýja París
með fölsuðum skilríkjum og voru í felum
þar til stríðinu lauk. Faðir Gainsbourg var
menntaður píanisti sem hafði lifibrauð af
því að spila í kabarettum og spilavítum og
Gainsbourg spilaði á píanó frá unga aldri.
Hann lagði stund á myndlist í listahá-
skóla en fór fljótlega að sjá fyrir sér með
því að spila á píanó á börum og næt-
urklúbbum. Hann gekk til liðs við tónlist-
arhópinn Milord L’Arsoille og árið 1958
kom út hans fyrsta sólóplata, Du Chant a
la Une. Á henni er meðal annars að finna
hið frábæra lag Le Poinçonneur des Lilas.
Það er um starfsmann í neðanjarð-
arlestastöð í París sem er í svo leiðigjörnu
starfi við að gata lestarmiða að hann
dreymir um að setja gat í hausinn á sjálf-
um sér og verða grafinn í stóru gati í jörð-
inni. Tónlistin á plötunni og tveimur
næstu plötum er að mestu hefðbundin
frönsk „chanson“ tónlist blönduð djassi
en yrkisefnin eru oft í dekkri kantinum
eins og áðurnefnt lag er dæmi um.
Litla stelpan með sleikjóinn
Fyrstu sólóplötur kappans seldust ekki í
bílförmum en hann átti hins vegar vel-
gengni að fagna sem lagahöfundur söng-
kvenna á borð við Petulu Clark, Juliette
Greco og Dionne Warwick. Árið 1965
samdi hann lagið Poupée de cire, poupée
de son, sem sigraði söngvakeppni Evr-
ópskra sjónvarpsstöðva fyrir Lúxemborg
og var sungið af táningsstjörnunni France
Gall. Hann hélt áfram að semja lög fyrir
hana en lagið Les Succettes vakti mikla
hneykslun þegar það kom út árið 1966.
Unglingsstúlkan Gall var þar á yfirborð-
inu að syngja um stelpu sem hafði gaman
af sleikibrjóstsykri en textinn er morandi í
tvíræðni og vísunum í munnmök.
Stuttu síðar hóf hann ástarsamband við
Brigitte Bardot, sem á þeim tíma var gift
þýskum milljónamæringi. Hann tileink-
Sítrónu-
sifjaspell og
nasistarokk
Í ár eru tveir áratugir liðnir síðan Serge Ga-
insbourg, einn mesti töffari 20. aldarinnar, lést.
Hann átti sér margar hliðar, var skáld, lagahöf-
undur, leikari, prakkari, eurovision-sigurveg-
ari, leikstjóri, drykkjumaður, flagari og keðju-
reykingamaður. En umfram allt listamaður,
nautnaseggur og lífskúnstner af gamla evrópska
skólanum.
Davíð Roach Gunnarsson
Serge Gainsbourg og Jane Birkin.
Lesbók