SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Blaðsíða 21
28. ágúst 2011 21
saltslanda ókyrrðust. Litháar urðu fyrstir
til að lýsa aftur yfir sjálfstæði snemma árs
1991, en þá var óvissuástand í landi þeirra,
því að Kremlverjar höfðu þar enn her og
vildu ekki sætta sig við ákvörðunina. Eftir
misheppnað valdarán harðlínumanna í
Kreml í ágúst gripu Eystrasaltsþjóðirnar
hins vegar allar tækifærið, og fylgdu Eistar
og Lettar þá fordæmi Litháa og slitu nauð-
ungarsambandinu við Rússa.
Hinn 26. ágúst 1991 tóku utanríkisráð-
herrar Eystrasaltsríkjanna þriggja á móti
endurnýjaðri viðurkenningu Íslands á
sjálfstæði þeirra (sem veitt hafði verið op-
inberlega daginn áður) við hátíðlega athöfn
í Höfða. Um kvöldið sátu þeir kvöldverð í
Ráðherrabústaðnum í boði Davíðs Odds-
sonar forsætisráðherra, sem vitnaði í ræðu
undir borðum í fræg orð Shakespeares: „Í
mannlífinu gætir flóðs og fjöru; sé flóðsins
neytt, er opin leið til gæfu.“ Í þessu boði
ræddi ég talsvert við alla þrjá utanrík-
isráðherrana. Höfðu þeir orð á því, hversu
merkilegt væri, að laganeminn ungi, sem
þýtt hefði Eistland. Smáþjóð undir oki er-
lends valds, væri nú orðinn forsætisráð-
herra og hefði forgöngu um að taka á ný
upp stjórnmálasamband við Eystrasalts-
ríkin. Þungu fargi var af þeim létt.
Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson í Höfða 26. ágúst 1991
ásamt utanríkisráðherrum Eystrasaltsríkjanna, sem hingað komu til að
taka á móti hinni endurnýjuðu viðurkenningu á sjálfstæði Eystrasaltsríkj-
anna. Frá v.: Algirdas Saudargas frá Litháen, Janis Jurkans frá Lettlandi og
Lennart Meri frá Eistlandi. Meri varð síðar forseti Eistlands.
’
Sósíalistar brugðust hinir verstu við. Skrifaði Björn
Franzson, sem þá var fréttamaður á Ríkisútvarpinu (enda
stalínistinn Brynjólfur Bjarnason menntamálaráðherra),
grein í Þjóðviljann undir heitinu: „Litúvískur fasisti launar ís-
lenska gestrisni.“
Dr. August Rei, forsætisráðherra
útlagastjórnar Eistlands, kom
hingað 1957 og heimsótti forseta
Íslands á Bessastöðum. Sendi-
herra Ráðstjórnarríkjanna mót-
mælti heimsókninni.
Einn af kúgurum Eistlands, Ivan
(Johannes) Käbin, aðalritari komm-
únistaflokks Eistlands og síðar for-
seti, kom hingað sem formaður
sendinefndar í maí 1978, án þess
að hans yrði í raun vart.
Ants Oras, prófessor í enskum bók-
menntum, var höfundur Örlag-
anætur yfir Eystrasaltsríkjum, sem
var fyrsta útgáfurit Almenna bóka-
félagsins.
Liba Fridland