SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Blaðsíða 45
28. ágúst 2011 45
É
g verð að játa að mér er lífsins ómögulegt að grisja bóka-
skápinn. Kannski vegna þess að ég kem úr fjölskyldu bóka-
varða. Langafi minn var bókavörður, afi minn bókavörður,
föðursystir mín er bókavörður og systir mín er bókavörður.
Aðrir í fjölskyldunni standa vörð um bækurnar á heimilum sínum,
þó að þeir beri ekki þessa virðulegu nafnbót. Og tilhneigingin er sú
að þegar bókaskáparnir fyllast, þá byrja að myndast staflar í fata-
skápunum.
Ég hef gert nokkrar tilraunir til að
losa mig við bækur. Einu sinni ákvað
ég að blogga um bækur sem ég var
löngu hættur að líta á eða hafði jafnvel
aldrei opnað og hugsa það sem kveðju-
stund. Þá væri ég búinn að kreista saf-
ann úr þeim. Vandinn var sá að um leið
og ég fór að fletta þeim, þá fannst mér
þær svo áhugaverðar, að ég gat
ómögulega hugsað mér lífið án þeirra.
Nú er svo komið, að til að fjöl-
skyldan komist fyrir á þeim fermetr-
um sem við höfum til ráðstöfunar í
veröldinni, þá verða bækur að víkja.
Þess vegna sat ég í gær og horfði yfir bækurnar í þeirri von að ég fengi
hugljómun, einhverjar þeirra væru fullkomlega óþarfar. Nokkrar
þýddar skáldsögur fengu að fjúka. Svo losaði ég mig við bækurnar
sem höfðu hrúgast upp í fataskápnum. Mín ástkæra eiginkona horfði
agndofa á þegar ég sótti þær og velti því upp, hvort mér væri eins
farið og þeim sem feldu flöskur á ólíklegum stöðum. Þremur bókum
laumaði ég inn til dóttur minnar, en hún skilaði þeim strax aftur og
sagði bókaskápinn sinn þegar yfirfullan. Og hún er bara tíu ára!
En mér mun takast að leysa þetta örðuga og tregafulla verkefni. Og
bækurnar verða í boði á skottmarkaðnum um helgina.
Bækur, fólk
og fermetrar
’
Nú er svo
komið, að til
að fjöl-
skyldan komist
fyrir á þeim fer-
metrum sem við
höfum til ráðstöf-
unar í veröldinni,
þá verða bækur að
víkja.
Orðanna
hljóðan
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Hægur dauði hefst í Ung-
verjalandi. Þar brjótast tveir
róma-unglingsstrákar inn í
gamla herstöð í von um að
finna varning til að selja. Lán-
ið leikur við þá, þeir finna
járnkúlu sem þeir ná að selja í
gegnum netið. Kaupandinn er
í Danmörku og fer annar
þeirra þangað með varning-
inn. Hann fær inni á verkstæði
í Kaupmannahöfn sem hefur
verið útbúið sem dvalarstaður
fyrir róma-innflytjendur. Kúl-
an er hættulegri en dreng-
urinn gerir sér grein fyrir og
brátt er hann ekki bara orðinn
fárveikur heldur líka börnin á
verkstæðinu. Þá kemur hjúkr-
unarkonan Nina Borg til sögu
en hún vill hjálpa innflytj-
endabörnum með einkennileg
sjúkdómseinkenni.
Nina Borg kom fyrsta fram í
fyrri bók Kaaberbøl og Friis,
Barnið í ferðatöskunni sem
hefur líka komið út hér á
landi. Borg er fórnfús og rétt-
sýn og vinnur við það að
koma innflytjendum til hjálp-
ar. Það hefur ýmislegt í för
með sér, meðal annars að
flækjast inn í stórhættulega
glæpastarfsemi. Í Hægur dauði
kemst Borg í hann krappan og
þarf að fórna miklu fyrir
vinnuna og hugsjónina. Hún
velur sér erfiðu leiðina í lífinu
með því að loka ekki augunum
fyrir umhverfinu. Líkt og í
Barnið í ferðatöskunni ná
höfundar að skapa seiðmagnað
andrúmsloft í Hægur dauði.
Sviðið er Evrópa í dag og
hvort sem um er að ræða per-
sónur, umhverfi eða efni er
sagan mjög raunveruleg og
auðvelt fyrir lesandann að
tengjast því sem er að gerast.
Það er ekki mikið af bardög-
um og blóði eins og oft í
glæpasögum, heldur er það
andrúmsloftið sem skapar
spennuna, óhugnaðurinn sem
liggur í loftinu. Líkt og í
Barnið í ferðatöskunni er hér
tekist á við vandamálin í dag;
fátækt og ríkidæmi, landa-
mæralausa Evrópu, mansal,
mismunun kynþátta, stjórn-
mál og fjölskylduna í nútíma
samfélagi.
Kaaberbøl og Friis gagnrýna
og velta upp allskonar spurn-
ingum í bókum sínum sem
varða samfélagið í dag: Á
maður bara að hugsa um sjálf-
an sig og sína eða að líta í
kringum sig og aðstoða þá sem
þess þurfa þó hætta sé á að
stefna eigin lífi í hættu? Les-
andinn er neyddur til að velta
fyrir sér því skipulagi sem
hann býr við um leið og hann
verður að halda áfram að lesa
þessa afbragðsgóðu spennu-
sögu. Því bókina er ekki hægt
að leggja frá sér til að hugsa.
Ég var afskaplega hrifin af
Barninu í ferðatöskunni og ég
las Hægur dauði í einni lotu.
Íslenska þýðingin er afbragð,
bókin auðlesin og mjög gríp-
andi.
Geislavirk glæpasaga
Bækur
Hægur dauði - Kaaberbøl
og Friis bbbbn
Jón Hallur Stefánsson þýddi.
Mál og menning 2011.
Kaaberbøl og Friis eru góðar í að semja glæpasögur.
Ingveldur Geirsdóttir
Verið
velkomin
LISTASAFN ÍSLANDS
Söfn • Setur • Sýningar
KONA / FEMME, LOUISE BOURGEOIS 27.5. -11.9. 2011
SUNNDUDAGSLEIÐSÖGN 28. ÁGÚST KL. 14
TILFINNINGAR OG TJÁNING; Gerla - Guðrún Erla Geirsdóttir
myndlistarmaður
KJARVAL, Úr fórum Jóns Þorsteinssonar
og Eyrúnar Guðmundsdóttur
27.5. -11.9. 2011
SAFNBÚÐ Listaverkabækur, kort, plaköt,
íslenskir listmunir og gjafavara.
SÚPUBARINN, 2. hæð
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600,
OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga.
Allir velkomnir! www.listasafn.is
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ
Þúsund ár - fjölbreytt verk úr safneign Listasafns Íslands
frá 19. öld til nútímans. Fyrsti áfangi nýrrar grunnsýningar
um þróun íslenskrar myndlistar.
„Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“
Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar,
undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar.
Sýningin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri.
Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna.
Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir.
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík
Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Fjölbreyttar sýningar:
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
Pétur Thomsen: Ásfjall
Kurt Dejmo: Ljósmyndir úr Íslandsheimsókn 1955
Guðvelkomnir, góðir vinir! Útskorin íslensk horn
Stoppað í fat – Útskornir kistlar
Glæsileg safnbúð og Kaffitár
Húsasafn Þjóðminjasafnsins:
Keldur á Rangárvöllum. Opið alla daga 9:00-17:00
Víðimýrarkirkja í Skagafirði. Opið alla daga 9:00-18:00
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga kl. 10-17
Í bili
stendur til 23. október
Verk úr safneign
stendur til 25. september
Opið 12-17, fimmtudaga 12-21,
lokað þriðjudaga
www.hafnarborg.is
sími 585 5790
- Aðgangur ókeypis
15. maí – 15. sept.
Farandsýning
Ekki snerta jörðina!
Leikir 10 ára barna
Opið alla daga kl. 11-18
www.husid.com
Sími 483 1504
FIMMTÍU GÓÐÆRI
6. ágúst til 11. september 2011
Sýning á verkum úr safninu
eftir 65 listamenn.
Sýningarstjórn:
Kristín G. Guðnadóttir
og Steinunn G. Helgadóttir.
Opið 13-17, nema mánudaga.
Aðgangur ókeypis.
Freyjugötu 41, 101 Rvk
www.listasafnasi.is
LISTASAFN ASÍ