SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Blaðsíða 17
H
jari nefnist elsta húsið í Bolungavík og það er líkast því að ganga í gegnum
tímahlið og fara 60 til 70 ár aftur í tímann að koma þar inn. Hjónin Sig-
urlaug Halldórsdóttir flugfreyja, Dillý, og Pálmi Gestsson leikari hafa lagt
sál sína í húsið. Kæmi ekki á óvart þótt Pálma liði eins og hann hefði gengið
inn í sviðsmynd úr Heimsljósi, sem hann mun leika í á fjölum Þjóðleikhússins í vetur,
þegar hann gengur þar inn. Pálmi er frá Bolungavík, fæddist í húsinu, og þar eru rætur
hans. Í upphafi leiddi hann verkið og henni leist ekki á blikuna, en það breyttist fljótt og
brátt varð hún jafnvel ákafari en Pálmi í að þau skyldu vera trú uppruna hússins.
„Ég hef alltaf borið tilfinningar til þessa húss,“ segir Pálmi og kemur sér fyrir. „Húsið
er reist árið 1900. Árið 1930 bjó þarna bakari, sem stækkaði húsið og sneri því meira að
segja. 1944 kaupa móðurafi minn og amma húsið, Sigurgeir Sigurðsson og Margrét Guð-
finnsdóttir. Þau voru tólf í fjölskyldunni. Í stofunni voru haldnar jólaskemmtanir. Afa
fannst það svo stórt að hann leigði út tvö herbergi. Húsið er 115 fermetrar.“
Það þótti þó stórt á sínum tíma. Margrét, amma Pálma, fæddist að Litlabæ í Skötufirði
þar sem bjuggu tvær fjölskyldur og yfir tuttugu manns á 35 fermetrum.
„Ég átti góðar stundir þarna. Þau bjuggu í húsinu frá 1944 til 1965. Ég var mikið hjá
afa og ömmu. Afi var útvegsbóndi. Ég var hjá honum að heyja og fleira og við vorum
miklir vinir. Í svona litlu samfélagi er nálægðin svo mikil og heimili manns á mörgum
stöðum, ekki síður hjá afa og ömmu en í foreldrahúsum.“
Ofbauð niðurrifið í Bolungavík
Frá 1965 til 1985 skipti húsið nokkrum sinnum um eigendur. Eftir það stóð húsið autt í
ein fjórtán ár og þrýstingur á að rífa það fór vaxandi.
„Það grotnaði niður, bárujárnið var orðið ryðgað og enginn hirti um það eins og vill
verða með svona hús,“ segir Dillý.
„Þetta var orðið svona draugahús og þyrnir í augum manna,“ bætir Pálmi við. „Rétt
fyrir aldamót var ákveðið að rífa húsið og þá ofbauð pabba, Gesti O.K. Pálmasyni.
hvert smáatriði í húsinu og það lítur út eins og hálfrar aldar gömul sviðsmynd. Þau hafa þó ekki snúið algerlega baki við nútímanum og fyrir miðju gólfi er eldunaraðstaða með öllum þægindum okkar tíma.
Svona leit húsið
út áður en fram-
kvæmdir hófust,
ryðgað bárujárn
og fúnir glugga-
póstar. Niðri til
hægri mundar
Pálmi skóflu við
húsvegg.
Ljósmyndir/Pálmi Gestsson