SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Blaðsíða 10
10 28. ágúst 2011
Þ
að fer ekkert á milli mála að við Íslendingar getum
margt af Norðmönnum lært. Það er staðreynd, sem við
ættum að hafa hugfasta. Það á við um almenning,
stjórnmálamenn, kirkjunnar menn, þjóðhöfðingjann,
unga fólkið, bókstaflega alla.
Heimsbyggðin fylgdist grannt með því hvernig norska þjóðin
tókst á við þann harmleik sem reið yfir hana hinn 22. júlí sl., fyrir
fimm vikum, og engan hef ég hitt sem ekki hefur fyllst hlýju,
samúð og virðingu í garð þessarar frændþjóðar okkar, sem með
óumræðilegri stillingu, yfirvegun og kærleika hefur tekist á við
harm sinn.
Strax á sunnudeginum, 24.
júlí, við minningarguðsþjón-
ustu í dómkirkjunni í Ósló
varð ljóst í hvaða farveg Norð-
menn ætluðu að beina sorg
sinni yfir þessu ólýsanlega ill-
virki. Þeir ætluðu ekki að láta
hatur og hefndarþorsta taka af
sér öll völd. Þeir ætluðu að
sýna sjálfum sér og öðrum
hvers þeir væru megnugir,
með samstöðu, umhyggju og
kærleika. Það hefur þeim svo
sannarlega tekist.
Á miðvikudagskvöldið fyrir
tíu dögum sýndi Ríkissjón-
varpið fréttaskýringarþátt um
þau hörmulegu hryðjuverk og
fjöldamorð, sem riðu yfir
norsku þjóðina hinn 22. júlí sl.
Þessi þáttur sem var gerður af
Norska ríkissjónvarpinu var
vel unninn og vandaður. Al-
varleikinn og hin djúpa sorg fór aldrei á milli mála, en ekki var
verið að leika á og með tilfinningar.
Það virðist stappa kraftaverki næst, hversu mikill samhljómur,
samhugur, samkennd og samstaða er meðal norsku þjóðarinnar,
í kjölfar þessa hryllilega voðaverks, þar sem kolbrjálaður „sækó-
pati“ réðst með svívirðilegum hætti gegn norskri æsku, norsku
þjóðinni og norsku stjórnkerfi, með þeim martraðarkenndu af-
leiðingum sem fjöldamorð hans hafði.
Það var sama hvar gripið var niður í máli manna, allir náðu að
snerta mann að innstu hjartans rótum. Það gerði norski bisk-
upinn, það gerði Ólafur Noregskonungur, það gerði Hákon krón-
prins, það gerði Jens Stoltenberg forsætisráðherra og það gerðu
ungmennin sem lifðu af hryllinginn í Útey og tjáðu sig um
reynslu sína við Norska sjónvarpið.
Á sunnudag fyrir réttri viku var svo önnur minningarathöfn
haldin í Ósló, þar sem Haraldur Noregskonungur tjáði sig með
slíkum hætti, að það lét, held ég, engan sem fylgdist með,
ósnortinn. Hann viknaði í tvígang þegar hann sagði að hann
reyndi að skilja líðan þeirra sem mest hefðu misst, og það gerði
hann með því að horfa á harmleikinn sem faðir, afi og eigin-
maður.
Við getum um margt þakkað fyrir það að vera Íslendingar,
þrátt fyrir okkar efnahagslega hrun fyrir þremur árum. Bless-
unarlega höfum við verið laus við slíka skelfingu, sem Norðmenn
þurftu að horfast í augu við fyrir rúmum mánuði, þar sem drif-
kraftur hörmunganna var mannvonskan í sinni verstu mynd,
þótt við vissulega höfum þurft að takast á við hörmungar nátt-
úruhamfara og mannskaða af þeirra völdum.
Mér hefur á undanförnum vikum dottið í hug, að það sem
Norðmenn hafa sýnt á þessum erfiðu tímum höfum við alls ekki
sýnt. Þeir hafa sýnt að þeir eiga raunverulega leiðtoga, sem rísa
upp og leiða þjóð sína áfram, tala í hana kjark og stappa í hana
stálinu þegar mikið liggur við.
Íslenskir leiðtogar hafa ekki beinlínis verið að hrjá þjóðina með
nærveru sinni undanfarin ár! Hér hefur ríkt ráðaleysi, ákvarð-
anafælni og forystuleysi á flestum sviðum og fremst í flokki fara
oddvitar ríkisstjórnarinnar, þau Jóhanna Sigurðardóttir og Stein-
grímur J. Sigfússon. Vissulega eru þau formenn sinna eigin flokka
og oddvitar ríkisstjórnarinnar, en það verður seint um þau sagt,
að þau séu leiðtogar. Ólíkt hafast þau að á erfiðum tímum, Jens
Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, og Jóhanna Sigurðardóttir,
forsætisráðherra Íslands. Eða hvað finnst ykkur, lesendur góðir?
Forysta og
forystuleysi
Agnes segir
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Jóhanna
Sigurðardóttir
’
Ólíkt hafast
þau að á erf-
iðum tímum,
Jens Stoltenberg, for-
sætisráðherra Nor-
egs, og Jóhanna Sig-
urðardóttir, forsæt-
isráðherra Íslands
Jens
Stoltenberg
07:00 – Elsta barnið vaknað
og komið á stjá. Skoða forsíður
blaðanna áður en nesti er und-
irbúið. Elsta barnið farið, fletti
yfir leiðara blaðanna. Vek næsta
barn sem á að mæta í skólann í
fyrsta sinn klukkan átta en ekki
um níuleytið eins og veturna áð-
ur. Yngsta barn, sem á að mæta
níu, vaknar sjálfkrafa þegar mið-
barnið skellir hurðinni, nokkrar
síður í blöðunum og spjall áður
en hann stekkur af stað. Ekki
sem verst að hafa smá tíma með
hverju barni – ætli þetta haldist
út veturinn?
09:00 – Hleyp út á skrifstofu,
hitti vinnufélaga og við förum
yfir verkefni dagsins. Skoðum
vefsíður fyrir tvo viðskiptavini í
dag. Búin að bóka notendur til
okkar og við biðjum þá að fara í
gegnum ákveðið ferli svo við
getum metið hvort framsetning
og hönnun vefjanna standist
kröfur um notendavæni.
09:30 – Skutlast út í Brynju á
Laugavegi að kaupa rafmagns-
öryggi (þessi gömlu) til að koma
rafmagni á hluta hússins en þrátt
fyrir mikla leit og eftirgrennslan
voru þau hvergi til eftir kl. 20 í
gærkvöldi. Hleyp heim og skrúfa
nýju öryggin því frændi minn frá
Þýskalandi er í heimsókn og ég
kann ekki við annað en að redda
þessu strax.
10:00 – Notendaprófanir. Sit
með notendum, einum í einu að
skoða vefi. Ýmis notendavanda-
mál koma upp, set niður á blað
hvernig þeim gengur að átta sig á
hvernig vefirnir virka og tillögur
um hvernig breyta ætti vefjunum
til hins betra. Á milli notenda
ræðum við vinnufélagarnir um
þau vandamál sem komu upp og
setjum niður punkta í grein-
inguna fyrir viðskiptavinina.
12:00 – Sund, kílómetri og
ekkert hangs þó að veðrið sé eins
og hannað til þess.
13:15 – Aftur á skrifstofu að
hitta notendur og finna fleiri
notendur. Gengur bara vel enda
fá allir notendur vel greitt fyrir
framlag sitt.
15:30 – Pólitík. Les yfir fund-
argerðir og gögn um velferð-
armál hjá borginni enda vinna
vegna fjárhagsáætlunar að hefjast
í ráðum borgarinnar. Hef
áhyggjur. Svara tölvupósti og
ósvöruðum símtölum.
17:30 – Stuttur niðurstöðu-
fundur og skýrsluskrif. Man svo
eftir frændanum og dríf mig
heim.
18:00 – Heima. Frændi að
spila við strákana og læra ís-
lensku í leiðinni, orðinn bara
nokkuð klár enda búinn að vera
hér í nokkrar vikur. Horfi á
draslið, hvenær ætlar einhver að
finna upp tækið sem kemur föt-
um og dóti á sinn stað. Ákveð að
bíða eftir því.
19:00 – Matarboð hjá
mömmu. Frábær matur, frábært
fólk, miklar og heitar umræður,
gamlir og ungir, þvílík snilld að
eiga svona fjölskyldu! Bíltúr um
borgina á leiðinni heim. Laug-
ardalurinn, Öskjuhlíðin, Naut-
hólsvíkin, Háskólasvæðin, Gamli
kirkjugarðurinn. Fallega Reykja-
vík.
22:30 – Börnin í háttinn.
Vinir líta við, sumir á leið til New
York eftir stutt frí heima. Sitjum
og skröfum smá stund. Sumir
hressir og ákveða að rölta út á líf-
ið. Ég í háttinn í þetta sinn en
heyri fyrst í Hjálmari sem er enn
að í Hnífsdal að vinna í húsi sem
við erum að gera upp.
Dagur í lífi Áslaugar Maríu Friðriksdóttur, framkvæmdastjóra Sjá við-
mótsprófana ehf. og varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Áslaug er ekki aðeins framkvæmdastjóri heldur er hún líka í borgarmálunum.
Fallega Reykjavík
Tower Bridge í Lundúnum er
með tilkomumestu brúm í þess-
um heimi og eitt af helstu
kennileitum heimsborgarinnar.
ARC Gloria, skip kólombíska
sjóhersins, átti leið þar í gegn á
föstudag við lok þriggja daga
heimsóknar til Lundúna. Ekki
verður annað sagt en barkskipið
taki sig vel út á Thames-ánni.
Veröldin
Barkskip
undir brú