SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Blaðsíða 44

SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Blaðsíða 44
44 28. ágúst 2011 Super Sad True Love Story - Gary Stheingart bbbbm Bandaríkin eru að hruni komin, sæta ákúrum Kínverja vegna óráðsíu í fjármálum og dollarinn hefur verið hengdur á kínverska júanið. Þetta er framtíðarsýn bandaríska rithöfundarins Garys Stheyngarts í þessari bráðfyndnu bók, en virðist reyndar býsna nærri nútímanum því að ekki eru nema nokkrir dagar síðan kínverskir ráðamenn skömmuðu Bandaríkjamenn síðast fyrir lélega fjár- málastjórnun og þeir hlustuðu bljúgir á, sem ýmsir myndu segja að væri merki um að valdataumar væru að færast í aðr- ar hendur í heimspólitíkinni. Shteyngart er af rússneskum innflytjendum kominn og það á einnig við um söguhetjuna, sem þrífst í heimi þar sem Facebook myndi teljast varðhundur einkalífsins. Fólk gengur með fjölmúlavíl á sér sem sendir upplýsingar um hagi eigandans, hvort hann veki losta nærstaddra og hvað hann hafi í tekjur. Fólk er miskunnarlaust dregið í dilka og æskudýrkunin hefur endanlega tekið völdin. Þess- ari hráslagalegu tilveru er lýst í gegnum dagbókarskrif og færslur helstu söguhetjanna á félagsvefjum. Útkoman er frábær lesning. The Imperfectionists - Tom Rachman bbbbn Bandarískur auðmaður stofnar bandarískt dag- blað í Róm, sem á að fjalla um heiminn. Í The Imp- erfectionists fá hinir ýmsu starfsmenn blaðsins sinn kafla. Í bókinni er fjallað um kynlega kvisti og kenjótta karaktera, fólk, sem lesandinn fyllist sam- úð með, en allt hefur sína bresti, allt frá fréttarit- aranum, sem er hættur að koma að efni og gerir allt til að búa til stórfrétt, jafnvel þótt enginn fótur virðist vera fyrir henni, til lesandans, sem til þess að átta sig á heiminum les hvert einasta orð í hverju tölublaði og byrjar ekki á næsta fyrr en hún er búin með blaðið á undan. Tíminn heldur hins vegar áfram að líða og hún er fyrir vikið orðin nokkrum árum á eftir í þekkingu sinni á samtímanum. The Imperfectionists er stórskemmtileg bók, sem gefur háðska en hlýlega mynd af fjöl- miðlaheiminum. Red on Red - Edward Conlon bbbnn Heiti bókarinnar, rautt á rauðu eða Red on Red, er tekið úr hermáli og vísar til þess þegar „óvin- urinn snýst gegn óvininum“. Höfundurinn Edward Conlon er fyrrverandi lögreglumaður í New York og fjallar hér um slóðir, sem hann þekkir vel. Hér er á ferðinni spennusaga og heldur hún ágætlega sem slík. Undirliggjandi átök annarrar söguhetj- unnar við ákvörðun sína um að njósna um helsta starfsfélaga sinn fyrir innra eftirlit lögreglunnar gefur bókinni hins vegar þá dýpt, sem gerir hana athyglisverða. Hvenær verður hann svikari? Um leið og hann fellst á að veita upp- lýsingar? Þegar hann verður félaga sínum að falli? Er til einstigi þar sem hann uppfyllir samninginn um að segja til félagans án þess að ganga svo langt að svíkja? Ágætis efni. Karl Blöndal kbl@mbl.is Erlendar bækur Eymundsson 1. Game of Thrones – George R. R. Martin 2. I Shall Wear Midnight – Terry Pratchett 3. Fall of Giants – Ken Follett 4. Clash of Kings – George R. R. Martin 5. The Leopard – Jo Nesbo 6. Hell’s Corner – David Bal- dacci 7. The Cobra – Frederick Forsyth 8. The Search – Nora Roberts 9. Port Mortuary – Patricia Corn- well 10. Cross Fire – James Patters- son New York Times 1. A Dance With Dragons – George R.R. Martin 2. The Ideal Man – Julie Garwo- od 3. Full Black – Brad Thor 4. Victory and Honor – W.E.B. Griffin 5. Cold Vengeance – Douglas Preston & Lincoln Child 6. Ghost Story – Jim Butcher 7. Star Wars – Fate of the Jedi- Ascension – Christie Golden 8. The Magician King – Lev Grossman 9. Portrait of a Spy – Daniel Silva 10. Retribution – Sherrilyn Ke- nyon Waterstone’s 1. Inheritance – Christopher Pa- olini 2. One Day – David Nicholls 3. Worth Dying For – Lee Child 4. When God Was a Rabbit – Sa- rah Winman 5. People’s Republic – Robert Muchamore 6. A Tiny Bit Marvellous – Dawn French 7. Children’s Encyclopedia – David Hancock 8. The Power of Six – Pittacus Lore 9. So Much for That – Lionel Shriver 10. One Day – David Nicholls Bóksölulisti Lesbókbækur S em dæmi um höfunda sem eru alltaf, eða nánast alltaf, á Booker-listunum er Julian Barnes, sem á þar nú skáldsöguna The Sense of an Ending, en hann hefur þrisvar verið tilnefndur til verðlaunanna, en ekki hlotið þau enn. Sebastian Barry hefur tví- vegis verið tilnefndur til Booker-verðlaunanna áður, en að þessu sinni á hann skáldsöguna On Canaan’s Side á lengri listanum. Alan Holl- inghurst, sem á skáldsöguna The Stranger’s Child á listanum, fékk verðlaunin 2004, Carol Birch, höfundur Jamrach’s Menagerie, hefur verið tilnefnd áður, komst á lengri listann 2003, en Jamrach’s Menagerie er einnig á lengri lista Oranger-kvennabókmenntaverðlaunanna. D.J. Taylor, sem á skáldsöguna Derby Day á listanum, hefur ekki verið tilnefndur, en hann hefur hlotið verðlaun, fékk Whitbread- ævisöguverðlaunin fyrir ævisögu George Orwell. Aðrir á listanum eu minna þekktir; Patrick de- Witt með The Sisters Brothers, Esi Edugyan með Half Blood Blues, Yvvette Edwards með A Cupboard Full of Coats, Stephen Kelman með Pigeon English, Patrick McGuinness með The Last Hundred Days (nei, ekki grínarinn Paddy McGuinness), A.D. Miller með Snowdrops, Al- ison Pick með Far to Go og Jane Rogers með The Testament of Jessie Lamb. Ekki er gott að spá fyrir um það hvaða bók hreppir verðlaunin á endanum, en því er spáð hér að í það minnsta eigi sú ágæta bók Jam- rach’s Menagerie eftir Carol Birch eftir að kom- ast á stuttlistann bæði hjá Booker- og Orange- verðlaununum. Bókin byggist lauslega á raunverulegum við- burði, því er búrhvalur sökkti hvalfangaranum Essex í nóvember 1820 (og var Hermann Mel- ville innblástur að bókinni um hvíta hvalinn 30 árum síðar). Einnig er Charles Jamrach raun- veruleg persóna, en hann var frægur fyrir dýra- safn sitt og dýraverslun í Lundúnum uppúr miðri nítjándu öldinni, seldi framandleg og sér- kennileg dýr úr dýragarðinum, Jamrach’s Em- porium. Eitt sinn slapp tígrisdýr úr dýragarði Jam- rachs, þreif átta ára dreng í ginið og hljóp á brott. Jamrach elti dýrið og rak berar hendurnar í hvoft dýrsins og ofan í kok, þannig að það sleppti drengnum. Sá drengur er hin eiginlega söguhetja bókarinnar, heitir Jaffy Brown í henni, og er Jamrach hefur bjargað honum í sögunni hrífst hann svo af hugrekki pilts að hann býður honum vinnu hjá sér. Liður í þeirri vinnu er að hjálpa Jamrach við að hafa uppi á sérkennilegum skepnum og svo kemur að piltur fer við þriðja mann í leit að skepnunni „Ora“, einskonar dreka. Þeir taka sér far á hvalfang- aranum Lysander og fljótlega verður ljóst að þeir eiga ekki allir afturkvæmt. Er illhvelið grandaði Essex á sínum tíma komst þorri áhafnarinnar í björgunarbáta en stráféll síðan úr vatnsskorti og hungri smám saman, nema í þeim bát þar sem menn lögðu látna félaga sína sér til munns. Sagan af því fór um víða veröld og vakti eðlilega mikla athygli, ekki síður en aðrar sögur af mannáti skipsbrots- manna. Skáld og rithöfundar hafa mörg glímt við þetta viðfangsefni í gegnum tíðina og Birch sækir í þann sjóð, til að mynda gamanvísurnar af Little Billee eftir William Makepeace Thac- keray, en líka allskyns sjóferða- og stór- slysasögur fyrri tíma, aukinheldur sem hún nýt- ir sér skáldlegar lýsingar á lífskjörum almennings frá þessum tíma. Það er og löngu svo komið að lýsing rithöfunda eins og Charles Dickens er orðin myndin sem við eigum af Bretlandi nítjándu aldar, sú sagnfræði sem Carol Birch og fleiri rithöfundar sækja í. Þó það sé spá mín að Jamrach’s Emporium komist á Booker-stuttlistann er venju fremur erfitt að spá fyrir um hvernig raðast muni á listann, ekki síst í ljósi þess að óvenju margir lítt þekktir eða óþekktir höfundar eru á honum og þá höfundar sem gefnir eru út af smáfyr- irtækjum en ekki af risunum á markaðnum (á listanum er einn höfundur, Jane Rogers, sem var eitt sinn á mála hjá stórfyrirtæki, en er nú hjá smáfyrirtæki eftir að enginn annar vildi gefa hana út). Það segir sitt að fjórir höfundanna eru að gefa út sínar fyrstu skáldsögur. Það hefur sýnt sig í gegnum árin að Booker- verðlaunin eru vel til þess fallin að auka sölu á þeim bókum sem komast á listana, hvað þá á bókinni sem fær verðlaunin, sem lofar góðu fyr- ir litlu fyrirtækin. Stuttlistinn, listi með sex bókum, verður svo kynntur næstkomandi fimmtudag. Carol Birch, höfundur Jamrach’s Menagerie, sem rat- aði á lengri listann hjá Booker-verðlaunanefndinni. Styttist í Booker- stuttlistann Skammt er í að tilkynnt verði hvaða bækur komust á stutt- listann fyrir Booker-verðlaunin, helstu bókmenntaverð- laun Breta. Á svonefndum lengri lista eru höfundar sem komast á hann nánast fyrir hverja bók sem þeir skrifa, en líka nokkrir sem ekki hafa sést þar áður. Árni Matthíasson arnim@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.