SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Blaðsíða 19
28. ágúst 2011 19
Á
að skrifa Bolungavík eða Bolungarvík? Á heimasíðu
bæjarins er nafnið skrifað með r-i og sennilega yrði
gefið rangt á stafsetningarprófi fyrir að skrifa nafnið r-
laust. Á flestum kortum stendur Bolungarvík. Á sjó-
korti undir glerplötu í Einarshúsi, sem kennt er við Einar Guð-
finnsson, sem rak útgerð, fiskvinnslu og verslun á staðnum á lið-
inni öld, stendur þó Bolungavík og þá stafsetningu kýs Pálmi að
nota.
„Bolungavík á Ströndum hefur alltaf verið r-laus þar til nú er far-
ið að bæta því við,“ segir Pálmi. „Ef sú skýring er rétt að plássið
sé kennt við bolung í merkingunni rekaviður ætti nafnið að vera
Bolungsvík ef um eintölu er að ræða, eða Bolungavík ef það er
fleirtala. Margir eldri Bolvíkingar hrista höfuðið, spyrja hvaðan
þetta r komi og fá sig ekki til að skrifa nafnið með r-i. Lengi var rif-
ist um málið, en svo var ákveðið þetta yrði smekksatriði. Síðan
taka bæjaryfirvöld einfaldlega af skarið um að opinberlega skuli
skrifað Bolungarvík. Mér var kennt að skrifa r, en þegar ég fór að
hugsa málið bannaði mín máltilfinning mér það og ég skrifa nafn-
ið alltaf r-laust.“ Það er hins vegar ekki alltaf hlaupið að því og
rifjar Pálmi upp að hann hafi skrifað grein þegar deilur komu upp í
bæjarstjórninni þar sem hann skrifað Bolungavík. „Því var alltaf
breytt,“ segir Pálmi og tekur loforð af blaðamanni um að í þessari
grein skuli standa Bolungavík.
r eða ekki r, þar er efinn
Framkvæmdirnar þokuðust áfram undir vökulu auga
Drangafeðganna Guðmundar Óla Kristinssonar og Jóns
Steinars, sonar hans. Hjónin voru einnig undir vernd-
arvæng húsafriðunarnefndar og fengu styrk frá henni.
„Það var ekki mikið upp í endanlegan kostnað, en við-
urkenning á því, sem við vorum að gera og hvatning til
að gera eins vel og hægt var,“ segir Pálmi. Húsið ber þess
merki að hafa verið stækkað á sínum tíma, meðal annars
í því að gluggar standast ekki á. Pálmi spurði Jón hvort
ekki væri best að nota tækifærið til að laga þetta, en Jón
svaraði að það jafnaðist á við sögufölsun. „Smám saman
áttuðum við okkur á að inni í húsinu var ýmislegt eins og
það var í upphafi,“ segir Pálmi.
„Undir lögum af málningu, striga, veggfóðri og spóna-
plötum gat leynst gamall panell,“ segir Dillý.
„Á þessari leið verðum við stöðugt trúrri upprun-
anum,“ segir Pálmi. „Það kom húsafriðunarnefnd ekkert
við því hún gerir bara kröfur um útlitið að utan og inn-
volsið hefði allt mátt koma úr Ikea, en það skipti okkur
máli.“
Mikill tími og vinna hefur farið í húsið. „Þetta hefði
aldrei verið hægt ef við hefðum ekki unnið svona mikið í
þessu sjálf,“ segir Pálmi. „Ég lærði húsasmíði á sínum
tíma án þess þó að ég næði að útskrifast – leiklistarnámið
kom í veg fyrir það – en ég var búinn með samningstím-
ann, sem var fjögur ár og hafði lokið helmingnum af iðn-
skólanum.“
Litaspjald frá 1930
Húsið varð að verkefni, sem tók hvert frí og hverja stund.
Eftir því sem afraksturinn kom betur í ljós jókst áhuginn.
Dillý komst til dæmis yfir gamalt litaspjald frá því upp úr
1930. „Út frá því valdi ég litina og ákvað strax að mála öll
herbergin í mismunandi litum,“ segir hún. „Það skapar
bæði skemmtilega tilbreytingu og eins varð vinnan
skemmtilegri. Þá var Jón Nordstein arkitekt alsæll með
litalvalið og sagði að við værum að gera rétt þar.“
Þau voru líka svo heppin að í stofunni í húsinu
voru upprunaleg gereft og gólflistar, sem hægt
var að nota sem fyrirmynd til að smíða í önnur
herbergi. Í eldhúsinu notuðu þau hitablásara
til að hreinsa af eldhúsinnréttingunni og
náðu í burtu 11 lögum af málningu. „Eld-
hússkáparnir, sem þöktu heil-
an vegg, voru eitt af því sem
lifði í minningu minni úr
húsinu,“ segir Pálmi. „Mér
leist ekki á ástandið á þeim
og var orðinn viss um að ég
þyrfti að kaupa Ikea-
innréttingu í eldhúsið, en
okkur tókst að raða þessu
saman aftur og eldhúsið
varð hornsteinninn í
húsinu. Það hefði
ekki haldið sín-
um karakter ef
hún hefði far-
ið.“
„Við vorum þarna
í köldu húsinu yfir
vetrartímann, í úlp-
um með húfur að skrapa panel og mála,“ segir Dillý.
„Þegar ég horfi á myndir af þessu í dag trúi ég ekki að við
höfum lagt í þetta.“
Þau gengu þó ekki svo langt að gefa frá sér lífsgæði 21.
aldarinnar. Í húsinu skyldi vera sturta, þvottavél og
eldavél með fjórum hellum, en ekki kolaeldavél eins og
var á sínum tíma. „Ég ætlaði ekki að vera hér í peysuföt-
um og elda á hlóðum,“ segir Dillý.
Ískápurinn er þó undantekning. Hann er af gerðinni
Rafha, er frá 1956 og setur sterkan svip á eldhúsið.
„Húsið er orðið eins og sjálfstætt listaverk og Dillý er
orðinn einn af okkar betri períóduproppsurum,“ segir
Pálmi og hlær þegar hann bætir við: „Ég ímynda mér að
þetta sé eins og að ganga inn í sett frá tímabilinu 1940 til
1960. Nú má maður eiginlega ekki koma inn í húsið nema
vera í fötum sem passa við tímabilið.“
Dæmi um það er matarstellið, sem er með blárri rönd
og var í öllum eldhúsum. Í það hefur Dillý safnað með
reglulegum heimsóknum í Góða hirðinn. Á borðum eru
gamlar bækur og leikföng og útvarpið er af gamla skól-
anum. Dillý getur ekki beðið eftir að halda jól í Hjara því
að hún á fullt af gömlu jólaskrauti. Úti eru gamlir snúru-
staurar og blómategundirnar fyrir utan húsið eru þær
sem algengastar voru fyrir nokkrum áratugum. Þau
hjónin hófust handa af alvöru 2005 og 2009 var verkinu
að mestu lokið.
Það varð einhver galdur til þarna
„Það varð einhver galdur til þarna,“ segir Dillý. „Þarna
er kyrrð og ró og tíminn stendur í stað.“
„Svona verkefni verður eins og gjörningur,“ segir
Pálmi. „Maður er ekki að byggja venjulegan sum-
arbústað, með fullri virðingu, til að geta haft húsaskjól í
sveitinni, heldur að búa til eitthvað meira. Þetta minnir
mig á þegar í leikhúsi eða kvikmynd er verið að end-
urskapa ákveðinn tíma.“
Bolungavík komst í fréttir í sumar þegar grjóti rigndi
yfir hús eftir sprengingu vegna mikilla snjóflóðavarn-
argarða, sem verið er að gera. Pálma hugnast þessar
framkvæmdir lítt: „Mér finnst einkennilegt að mönnum
skuli finnast einfaldara að færa fjöllin en byggðina.
Þetta er svakalegt inngrip í náttúruna og ég get
ekki ímyndað mér að þetta kosti minna en
að færa þau hús, forgengileg mannanna
verk, sem hugsanlega voru í hættu.“
Pálmi á það sameiginlegt með
Gesti föður sínum að finnast lítil
virðing borin fyrir sögunni í Bol-
ungavík. „Þarna hafa mörg gömul
hús verið rifin, nú síðast í vor.
Byggingasaga staðarins hefur
verið máð út þannig að það má
líkja því við hryðjuverk. Það eru
bara til skuttogarahús frá áttunda
og níunda áratugnum,“ segir hann
og bætir við: „Þegar nóg var af pen-
ingum og vinnu hugsuðu menn
bara: „Burt með þessa kofa“. Það
er auðvelt að sitja hér og tala um
fortíðina, en hefðum við bara
haldið í eitthvað af verbúðunum
og gert þær upp myndi það setja
mikinn svip á bæinn.
Við verðum að bera virðingu
fyrir sögunni, ekki bara rífa og
tæta.“
’
Húsið varð að verkefni, sem tók hvert frí og hverja stund.
Eftir því sem afraksturinn kom betur í ljós jókst áhuginn.
Dillý heldur
á kettinum
Kordelíusi.