SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Blaðsíða 37
28. ágúst 2011 37
Eitt af þeim verkefnum sem Hrund kemur að þessi
misserin snýr að endurheimt votlendis og viðhaldi
líffræðilegs fjölbreytileika á heldur óvenjulegum
stað, inni í miðri Reykjavíkurborg. Þar hefur hún
með hópi sérfræðinga í vatna- og plöntuvistfræði
unnið aðgerðaáætlun sem miðar að því að end-
urbæta friðlandið í Vatnsmýri þannig að svæðið
verði fyrirmynd að endurheimt votlendis.
Öruggt varpland
Samkvæmt aðgerðaáætluninni á meðal annars að
tryggja fuglunum á Reykjavíkurtjörn öruggt varp-
land með gerð síkja og þá á að gefa vísbendingu
um þann gróður sem einkenndi svæðið fyrr á tím-
um með því að fjarlægja ágengar plöntur eins og
hvönn og kerfil.
Aðspurð segir Hrund ekki raunhæft að svæðið
verði algjörlega ósnortið. „Við erum að vinna með
votlendi í miðri stórborg. Okkur langar að gera
þetta að meira aðlaðandi stað fyrir fugla, votlend-
isplöntur og fyrir okkur mannfólkið að fræðast.
Mér finnst fræðsluþáttur verkefnisins einna mest
spennandi, að geta frætt fólk um votlendi og
hvaða þýðingu það hefur, ekki bara fyrir líf-
fræðilegan fjölbreytileika heldur líka til að hreinsa
vatn,“ segir Hrund.
Hún segir verkefnið einnig mjög spennandi út
frá sjónarmiði rannsókna. Hún hefur ásamt meist-
aranemanum Ágústi Guðmundssyni unnið að for-
rannsókn á vatnafari friðlandsins og helstu upp-
sprettum mengunar með það fyrir augum að reyna
að auka vatnsgæði. „Við vitum að það er mikil
næringarefnamengun í Hústjörninni, sem er sunn-
an við Norræna húsið, á sumrin og við Ágúst höf-
um verið að velta fyrir okkur hvað þurfi að gera til
þess að breyta vatnsgæðunum í þessari tjörn.
Gæðin eru mun minni en í Vatnsmýrartjörninni
austan við Norræna húsið. Við vitum líka að á
sumrin er lítið gegnumrennsli og spurningin er því
hvort nóg sé að auka vatnsskiptin eða hvort meira
þurfi til,“ segir Hrund.
Regnvatni veitt af Melunum
Meðal þeirra hugmynda sem skoðaðar eru er að
veita grunn- og regnvatni af Melunum, þar sem
byggingar Háskóla Íslands standa, niður í Vatns-
mýrina með það fyrir augum að auka vatns-
rennslið. „Í stað þess að vatnið renni beint niður í
skólpkerfið hafa menn erlendis í auknum mæli lagt
áherslu á að nýta yfirborðsvatnið sem er að mestu
leyti ómengað. Þetta kallast græn regnvatns-
stjórnun. Grundvallarhugmyndin er að vera með op-
in kerfi þar sem vatni er beint að og geymt í tjörn-
um eða dældum og miðlað niður í grunnvatn. Þetta
felur líka í sér að nýta regnvatn af þökum til dæm-
is til vökvunar eða ræktunar,“ segir Hrund.
Hrund segir verkefnið í friðlandinu skapa fjöl-
mörg tækifæri fyrir háskólasamfélagið. „Það sem
mér finnst mest spennandi fyrir háskólasamfélagið
er að gera rannsóknirnar sýnilegar almenningi og
jafnvel fá hann til að taka þátt í þeim þannig að
honum finnist hann eiga hlut í þessu verkefni. Það
er sérstakt að vera með mýrlendi inni í miðri stór-
borg og verkefnið því að mörgu leyti einstakt,“
bætir hún við.
Friðlandsverkefnið hefur ekki nein tímamörk að
sögn Hrundar. „Ég lít svo á að þetta sé langtíma-
verkefni sem verður í sífelldri mótun. Í háskólum
fer fram nýsköpun og það koma fram ný sjónarmið
og lausnir. Það þarf því ekki endilega að vera
sama upplifun að fara í gegnum sama svæðið á
hverju ári en vonandi verður Vatnsmýrin meira að-
laðandi fyrir almenning þegar fram líða stundir,“
segir Hrund.
Friðlandið í Vatnsmýri verði meira aðlaðandi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gæsir í brunninni sinu í Vatnsmýrinni.
Morgunblaðið/Ómar
N
ú standa hreindýraveiðar sem hæst og veiðar á gæs
nýhafnar.
Margir veiðimenn hafa því tekið fram vopn sín og
haldið til veiða.
Byssueign landsmanna hefur nokkuð verið til umræðu und-
anfarnar vikur.
Tilefnið hefur verið voðaverkin í Noregi. Rætt hefur verið við
innanríkisráðherra í fjölmiðlum af þessu tilefni og hefur hann
sagt að hann muni láta kanna hvort einhverjar brotalamir séu í
íslenskri skotvopnalöggjöf sem þurfi að endurskoða til að auka
öryggi. Það er ekki nema eðlilegt að ráðherrann vilji láta athuga
þessi mál eftir harmleikinn í Útey. Áður en lengra er haldið er
rétt að geta þess að rúmlega 15 þúsund Íslendingar hafa skot-
vopnaleyfi. Rúmlega 59.000 skotvopn eru skráð í landinu. Lík-
legast eru þó enn fleiri vopn til í landinu, sennilega eru um
10.000 byssur til óskráðar. Líklegast eru því um 70.000 skot-
vopn til í landinu. Þetta er í flestum tilvikum vopn sem ekki eru
í notkun, vopn sem hafa týnst eða gleymst. Ofbeldisglæpir þar
sem vopnum er beitt eru afar sjaldgæfir hér á landi, teljast nán-
ast til undantekninga. Þá heyrir til undantekninga að fólk sé
myrt með skotvopnum, flestir látast vegna höfuðhögga og
stungusára. Hver skyldi nú vera ástæðan fyrir því að skotvopn
séu svo lítið notuð í glæpsamlegum tilgangi hér á landi? Meg-
inástæðan er sú að hér er enginn her, íslensk æskufólk hefur
ekki hlotið herþjálfun, en slík þjálfun gengur að mestu leyti út
á, sem kunnugt er, að skjóta andstæðinginn, drepa hann. Til
þess eru notuð sérstök vopn, hreinar drápsvélar, hér er um að
ræða svo kallaðar hríðskotabyssur, byssur sem geta skotið tug-
um skota á sekúndu, byssur með afar fullkomnum mið-
unartækjum, þeir sem fá í sig skot úr svona vopni eiga enga
von, látast samstundis eða særast á skelfilegan hátt. Í hernaði
eru skammbyssur talin vera nauðsynleg öryggistæki. Hermað-
urinn notar skammbyssuna í nauðvörn, sé ráðist á hann í ná-
vígi. Þegar hermenn hætta herþjónustu vilja þeir gjarnan eiga
einhvern mun sem minjagrip eftir dvölina í hernum. Vinsælasti
„minjagripurinn“ er skammbyssan.
Lengi vel þótti það sjálfsagt að hermenn fengju að taka með
sér heim skammbyssuna sem þeir höfðu haft til umráða meðan
á herþjónustunni stóð. Þess vegna eru hundruð þúsunda
skammbyssa til á heimilum fólks austan hafs og vestan. Nú geta
hinsvegar hermenn ekki lengur fengið að taka með sér vopn sín
heim að lokinni herþjónustu. Margir hermenn taka hinsvegar
þjónustuvopn sín heim ófrjálsri hendi þrátt fyrir ströng við-
urlög. Þúsundum vopna er árlega stolið úr vopnabúrum herj-
anna eða þau týnast á heræfingum. Þessi vopn ganga svo kaup-
um og sölum á svarta markaðnum. Víða í Evrópu eru starfandi
svo kallaðar fimmtu herdeildir eða heimavarnarlið. Þetta eru
herdeildir fyrverandi hermanna sem stunda ýmis störf í sam-
félaginu en hafa vopn frá hernum heima, hljóta af og til her-
þjálfun. Þessir hermenn eiga að vera til taks þurfi atvinnuher-
inn á liðstyrk að halda. Það eru þessi vopn sem notuð eru við
ofbeldisglæpi hér í Evrópu og annarstaðar í heiminum, ekki
veiðivopn. Það er stór munur á vopni sem notað er til hernaðar
og vopni sem nota á við veiðar. Hér á Íslandi eru það aðallega
haglabyssur sem notaðar eru við veiðar enda fábrotin flóra
veiðidýra hér á landi.
Helst eru stundaðar hér veiðar á fuglum, gæs og rjúpu. Ís-
lenska skotvopnalöggjöfin er mjög frumstæð og í sannleika sagt
varla nothæf enda bera dómar um brot á henni þess glöggt
vitni. Þess vegna var ráðist í það þarfa verk að endurskoða
hana, breyta og bæta, fyrir um það bil þremur árum síðan,
þessu verki lauk fyrir tæpu ári. Mjög hæft fólk vann þetta verk
og var almenn sátt um niðurstöðuna. Þessar tillögur að nýrri
skotvopnalöggjöf hafa síðan legið í skúffu í dómsmálaráðuneyt-
inu eða innanríkisráðuneytinu og rykfallið. Vilji innanrík-
isráðherra, Ögmundur Jónasson, auka öryggi hvað varðar með-
ferð skotvopna og taka í gagnið vopnalög sem svara kröfum
nútímans, ætti hann við fyrsta tækifæri að blása rykið af til-
lögum nefndarinnar og leggja fyrir þingið og beita sér fyrir því
að tillögunnar verði samþykktar. Við Ögmundur og raunar
flestir Íslendingar eru sammála um að það sé mikil blessun að
íslensk ungmenni þurfi ekki að gegna herskyldu og hér skuli
ekki vera erlendur her. Íslendingum stafar lítil hætta af vopna-
eign landsmanna en það er sjálfsagt mál að vera stöðugt á varð-
bergi í þessum efnum. Brýnasta verkefnið núna er að fá sam-
þykkt á Alþingi ný og betri vopnalög.
Byssur
Sigmar B. Hauksson
Orðsending
til Ögmundar