SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Blaðsíða 8
8 28. ágúst 2011
ENN MEIRI m.mbl.is
- V I L T U V I T A M E I R A ?
Fleiri efnisflokkar, vefsjónvarp mbl, Smartland
og margt fleira er meðal nýjunga sem þú
getur nálgast í símanum þínum.
Fáðu fréttirnar þegar þú vilt.
www.m.mbl.is
m.mbl.is var valinn farsímavefur ársins fyrir árið 2010.
NÚ ÆTLUM VIÐ AÐ GERA ENN BETUR 2011.
Juan Manuel Mata var ekki eini skapandi sókn-
armaðurinn sem skipti um félag í vikunni, Frakkinn
Samir Nasri færði sig um set í Englandi, frá Arsenal
til Manchester City. Nasri var ekki síður eftirsóttur
en Mata (Sir Alex Ferguson vildi fá hann til Man-
chester United) en leikstíll þeirra kumpána er um
margt áþekkur.
Nasri gaf svipaða skýringu á vistaskiptum sínum
og Mata – hann væri sólginn í titla og meiri líkur
væru á því að vinna þá með City en Arsenal. Sem
kunnugt er seldu „Skytturnar“ líka fyrirliða sinn,
Cesc Fàbregas, á dögunum. Það þykir stuðnings-
mönnum félagsins bera vitni um dræman metnað.
Nasri gaf líka þá skýringu að enda þótt stuðn-
ingmenn Arsenal væru „góðir“ væru þeir ekki nægi-
lega „ástríðufullir“. Því væri öðruvísi farið hjá City. Í
máli Nasris kom fram að greinilega hefði dregið af
áhangendum Arsenal eftir að félagið flutti frá High-
bury á Emirates-leikvanginn árið 2006. Merkileg um-
mæli í ljósi þess að Nasri gekk ekki til liðs við Arsen-
al fyrr en 2008 og lék aldrei á Highbury sáluga!
Titlar og ástríða drógu
Samir Nasri norður
Samir Nasri kampakátur við komuna til Manchester
City í vikunni. Hann er kominn til að vinna titla.
Reuters
Þ
egar André Villas-Boas leit yfir leik-
mannahóp sinn við komuna á Stamford
Bridge í sumar sá hann að markvörðurinn
var fínn, vörnin vel mönnuð, nóg stál á
miðjunni og miðherjarnir hver öðrum skæðari.
Samt vantaði eitthvað. Portúgalinn ungi var ekki
lengi að koma auga á það – sköpun. Leikmann sem
gæti ráðið úrslitum á síðasta þriðjungi vallarins og
splundrað vörnum andstæðinganna. Einhver þarf
jú að mata hina síhungruðu miðherja bláa hersins.
Eftir nokkra leit (Luka Modrić leikstjórnandi
Tottenham var lengi ofarlega á óskalistanum og svo
sem ekki útilokað að hann komi enn) er maðurinn
fundinn – Spánverjinn Juan Manuel Mata sem ritaði
nafn sitt undir fimm ára samning við Chelsea í vik-
unni. Mata kemur frá Valencia, þar sem hann hefur
slegið rækilega í gegn á umliðnum misserum, mest-
megnis sem vinstri-útherji en þessi smávaxni kappi
hefur líka leikið með góðum árangri í „holunni“
fyrir aftan miðherjann.
Óhætt er að segja að Mata sé jafnvígur á að skora
mörk og leggja þau upp. Á fjórum árum hjá Valencia
gerði hann 46 mörk sjálfur og skóp 45 fyrir sam-
herja sína í 174 leikjum.
Afturhvarf til útherjunar
Sú var tíðin að ekki var þverfótað fyrir sprækum
útherjum á Brúnni. Arjen Robben, Damien Duff,
Joe Cole og Shaun Wright-Phillips voru allir á mála
hjá félaginu á sama tíma og líklega geta flestir verið
sammála um að leikur liðsins hafi verið æsilegri á
þeim tíma en hann var á síðustu leiktíð. Meiri hraði,
meira um óvæntar uppákomur. Var ekki vandi
Chelsea í fyrra fyrst og fremst fólginn í því hversu
fyrirsjáanlegur leikur liðsins var? Það er ekkert fyr-
irsjáanlegt við Juan Manuel Mata. Hann kann
hvergi betur við sig en með tuðruna á tánum og
varnarmanninn hopandi fyrir framan sig – í dauð-
ans ofboði. Vonlaust er fyrir breyska menn að
glöggva sig á því hvað hann ætlar að gera: Skjóta,
senda eða renna sér fram völlinn. Slíkir sparkendur
eru gulls ígildi eins og sýndi sig á Evrópumóti
landsliða leikmanna 21 árs og yngri í Danmörku
fyrr í sumar. Mata var þar allt í öllu í sóknarleik
Spánverja sem unnu mótið með ákaflega sannfær-
andi hætti. Eins og raunar flest önnur mót.
Þrennt hafði úrslitaáhrif á vistaskipti Juans
Manuels Matas í vikunni. Í fyrsta lagi þyrstir hann í
titla. „Valencia er stórt félag en ég er genginn til liðs
við ennþá stærra félag núna,“ sagði Mata í sínu
fyrsta viðtali á heimasíðu Chelsea en fram hefur
komið að bæði Arsenal og Tottenham Hotspur
girntust hann líka.
Í öðru lagi virðist Villa-Boas hafa heillað kappann
upp úr skónum. „Hann tjáði mér að hann ætlaði að
láta Chelsea spila meiri sóknarbolta í vetur og að ég
væri snar þáttur í þeim áformum. Villas-Boas vann
allt sem var í boði á síðasta tímabili [með Porto] og
við erum báðir hingað komnir til að vinna titla.“
Í þriðja lagi hafði landi Matas, Fernando Torres,
sem einnig leikur með Chelsea, sín áhrif. „Fern-
ando kveikti eiginlega í mér. Sagði þetta rétta stað-
inn fyrir mig og að við myndum smella vel saman.“
Uppörvandi orð og hver veit nema stíflan bresti
þá loksins hjá aumingja Torres!
Valencia-menn voru lengi tregir að sleppa takinu af Juan Manuel Mata
en létu til leiðast á endanum. Þeir fengu líka sitthvað fyrir sinn snúð.
Reuters
Kominn til að
Mata miðherjana
Juan Manuel Mata gefur
Chelsea styrk fram á við
Vikuspegill
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
André Villas-Boas og Fernando Torres áttu stóran
þátt í að sannfæra Mata um að koma til Lundúna.
Reuters
Juan Manuel Mata García
fæddist 28. apríl 1988 í Bur-
gos á Spáni. Hann gekk til
liðs við Real Madríd fimmtán
ára og lék með b-liði félagsins
áður en hann kom til Valencia
árið 2007. Mata hefur leikið
11 a-landsleiki fyrir Spán og
gert í þeim 4 mörk. Hann var í
HM-hópi Spánar í fyrra.
Fyrst hjá Real