SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Blaðsíða 20

SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Blaðsíða 20
20 28. ágúst 2011 Hannes Hólmsteinn Gissurarson H inn 25. ágúst 2011 eru rétt tutt- ugu ár frá því, að Ísland varð fyrst til þess vestrænna ríkja að endurnýja viðurkenningu sína á sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna þriggja, Eistlands, Lettlands og Litháens, og taka aftur upp stjórnmálasamband við þau. Þessi lönd höfðu verið undir stjórn Rússa- keisara fyrir byltingu kommúnista 1917, en öll orðið sjálfstæð 1918. Eftir að Jósef Stalín, einvaldur Ráðstjórnarríkjanna, gerði griðasáttmála við Adolf Hitler í ágúst 1939, þar sem þeir skiptu með sér Mið- og Aust- ur-Evrópu, ruddist Rauði herinn inn í þessi lönd og lagði þau undir sig. Var látið svo heita 1940, að þau sæktu um inngöngu í Ráðstjórnarríkin og hættu að vera til sem sjálfstæð ríki. Eina vestræna ríkið, sem við- urkenndi það þó, var Svíþjóð. Ýmis óvænt tengsl eru á milli Íslands, Eystrasaltsríkj- anna og heimskommúnismans, eins og ég skýri frá í bók um íslenska kommúnista, sem kemur út í október. Líba Fridland heldur fyrirlestra Haustið 1922 kom til Íslands kona að nafni Líba Fridland. (Líba er ást á jiddísku, svo að kalla mætti hana Ástu á íslensku.) Hún var af lettneskum gyðingaættum, en fæddist í Rússaveldi, nálægt Moskvu, og stundaði nám í háskólum í Þýskalandi og Rússlandi. Hún lærði dönsku og hafði framfæri af því að aðstoða rússnesk fyrirtæki við bréfa- skriftir til Danmerkur. En eftir byltingu kommúnista sá hún sitt óvænna og flýði til fjölskyldu sinnar í Lettlandi. Hingað kom hún á vegum Listvinafélagsins, en notaði tækifærið til að flytja á útmánuðum 1923 fyrirlestur í Reykjavík og víðar um ástandið í Rússlandi. Flutti hún hann á dönsku, en Ólafía Jóhannsdóttir þýddi venjulega jafn- óðum á íslensku. Ásta Fridland birti síðan fyrirlesturinn í Eimreiðinni haustið 1923. Lýsti hún þar hinu blóðuga valdaráni kommúnista, hungursneyð, örbirgð og kúgun. Íslenskir kommúnistar brugðust ókvæða við. Hendrik Ottósson, sem sótt hafði þing Alþjóðasambands kommúnista í Moskvu sumarið 1920 og sinnt erindrekstri fyrir sambandið hér á landi (eins og kemur fram í Moskvuskjölunum), skrifaði á móti henni í Alþýðublaðið. Taldi hann sig þurfa að leiðrétta ýmsar missagnir í máli Ástu. Ein missögnin var, sagði Hendrik, að þjóðbylt- ingarmenn hefðu drepið keisarafjölskyld- una, ekki kommúnistar. Þetta var rangt: Fjölskyldan var myrt samkvæmt tilskipun í símskeyti frá Lenín. Annað var eftir þessu í greinum Hendriks. En Ásta Fridland fór til Kaupmannahafnar þetta haust og síðan áfram til Riga í Lettlandi og er úr sögunni. Teodoras Bieliackinas skrifar greinar Annar Eystrasaltsbúi, sem fræddi Íslend- inga um stjórnarfarið í hinu volduga ríki rauðliða, var gyðingur frá Litháen. Hann hét Teodoras Bieliackinas, og hafði fjöl- skylda hans flúið Rússland 1917, þegar hann var ellefu ára að aldri. Foreldrar hans voru í góðum álnum, svo að Teodoras gat látið eftir sér að sinna að- allega áhugamálum sínum. Eitt þeirra var íslenskt mál, og kom hann fyrst til Íslands 1934. Hann sneri aftur hingað 1936 og varð hér innlyksa eftir hernám Eystrasaltsríkj- anna. Hafði hann ofan af fyrir sér með kennslu, og sótti Halldór Kiljan Laxness hjá honum rússneskutíma. Snemma árs 1946, þegar ungur menntamaður, nýkominn frá Svíþjóð, andmælti í Þjóðviljanum fréttum Morgunblaðsins af íbúum í Eystrasalts- ríkjum, sá Teodoras Bieliackinas sig knúinn til að skrifa nokkrar greinar um ástandið þar. Lýsti hann því, hvernig Kremlverjar hefðu undirokað Litháen og hin Eystra- saltsríkin tvö. Sósíalistar brugðust hinir verstu við. Skrifaði Björn Franzson, sem þá var frétta- maður á Ríkisútvarpinu (enda stalínistinn Brynjólfur Bjarnason menntamálaráð- herra), grein í Þjóðviljann undir heitinu: „Litúvískur fasisti launar íslenska gest- risni.“ Jós hann fúkyrðum yfir Teodoras, sem væri augljóslega vitgrannur, en um leið hættulegur. „Hvers konar laumustarfsemi er það, sem þessi maður rekur hér á landi, og í hverra umboði starfar hann hér?“ Val- týr Stefánsson, ritstjóri Morgunblaðsins, svaraði sósíalistum og hélt skörulega uppi vörnum fyrir Teodoras, sem lést árið eftir úr nýrnameini, langt um aldur fram. Nú í sumar kom út í Litháen bók um Teodoras Bieliackanas og Íslandsdvöl hans eftir blaðamanninn Leonas Stepanauskas. Tvær bækur um Eystrasaltsríkin Sósíalistar voru áhrifamiklir í íslensku menningarlífi um miðja tuttugustu öld, enda nutu þeir rausnarlegra framlaga úr sjóðum Kremlverja, eins og sést í Moskvu- skjölunum. Almenna bókafélagið var stofnað til mótvægis við áhrif þeirra sum- arið 1955, og var fyrsta útgáfuritið Örlaga- nótt yfir Eystrasaltslöndum eftir eistneska rithöfundinn Ants Oras. Hafði hann verið prófessor í enskum bókmenntum í háskól- unum í Tartu og Helsinki, en flúið undan kommúnistum til Svíþjóðar 1943 og komist þaðan til Bandaríkjanna, þar sem hann varð prófessor í Florida-háskóla í Coral Gables. Séra Sigurður Einarsson í Holti þýddi bók- ina á íslensku, en þar sagði Oras frá ánauð Eystrasaltsþjóðanna: Um leið og Rauði her- inn þrammaði inn, tóku leppstjórnir við völdum, héldu sýndarkosningar og sóttu um aðild að Ráðstjórnarríkjunum. Og eina júnínóttina sumarið 1940 birtust skyndi- lega sveitir leynilögreglunnar, NKVD (síðar KGB), á heimilum flestra frammámanna landanna þriggja og handtóku þá. Voru þeir sendir tugþúsundum saman í gripa- vögnum til Síberíu við hinar hörmulegustu aðstæður og fjölskyldur þeirra á eftir þeim. Almenna bókafélagið gaf síðan út bók eftir annan landflótta Eistlending, Anders Küng, árið 1973, Eistland. Smáþjóð undir oki erlends valds, og þýddi hana ungur laganemi, Davíð Oddsson. Þar rakti höf- undur, sem bjó í Svíþjóð, hvernig Kreml- verjar reyndu eftir hernám Eystrasaltsríkj- anna smám saman að eyða þar þjóðlegum sérkennum, flytja inn fólk sitt og siði og neyða alla til að læra rússnesku og tala. Küng lét þó í ljós von um, að þjóðirnar þrjár varðveittu hina sjálfstæðu menningu sína. Tveir ólíkir eistneskir gestir Á meðan Eystrasaltsþjóðirnar lágu undir þungu fargi kommúnismans 1940– 1991, sóttu tveir kunnir eistneskir gestir Ísland heim, harla ólíkir. Annar var dr. August Rei, forsætisráðherra útlagastjórnar Eist- lands í Stokkhólmi, sem kom hingað sum- arið 1957. Rei var lögfræðingur að mennt og jafnaðarmaður. Tóku Ásgeir Ásgeirsson forseti og Guðmundur Í. Guðmundsson ut- anríkisráðherra á móti honum á Bessastöð- um, og ræddi Rei líka við blaðamenn. Birti Morgunblaðið langt viðtal við hann, en Þjóðviljinn minntist ekki einu orði á heim- sóknina. Sendiherra Ráðstjórnarríkjanna í Reykjavík, Pavel Ermoshín, skrifaði hins vegar utanríkisráðuneytinu og kvartaði undan þeirri „óvild“, sem erlendu vinaríki væri sýnd með því að taka á móti Rei, en hann væri leiðtogi útlagasamtaka, sem andvíg væru ráðstjórninni í Kreml. Utanríkisráðuneytið svaraði kurteislega, að Rei hefði komið á eigin vegum og að öllum Íslendingum hefði verið frjálst að hitta hann. Hinn gesturinn var Johannes (eða Ivan) Käbin, sem var aðalritari kommúnista- flokks Eistlands 1950–1978 og forseti æðsta ráðs Eistlands 1978– 1983. Hann var Eisti að uppruna, en fæddur í Rússlandi og talaði eistnesku ætíð með rússneskum hreim. Hann var formaður sendinefndar, sem kom hingað í maí 1978 samkvæmt sérstakri samþykkt miðstjórnar kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna og átti að kynna sér landbúnaðarmál. Dr. August Rei hafði í viðtölum við íslenska blaðamenn 1957 lýst Käbin sem þjóðsvikara og Rússalepp. Hefði hann verið stalínisti og ekki aðeins tekið fullan þátt í að kúga eistnesku þjóðina, heldur líka framkvæmt hreinsanir í eist- neska kommúnistaflokknum að stalínískri fyrirmynd. Hefðu þúsundir flokksbræðra hans verið teknar af lífi eða sendar í þrælk- unarbúðir. Fylgja verður þó sögunni, að seinna sneri Käbin við blaðinu og studdi hóflegar umbætur í landinu. En svo virðist sem heimsókn Käbins til Íslands hafi vakið litla athygli og enginn tekið eftir því, hvaða erkiþrjótur var hér á ferð. Góðir gestir í Höfða Eftir hrun Berlínarmúrsins í nóvember 1989 varð íbúum Mið- og Austur-Evrópu það ljóst, sem hafði raunar komið fram á sögulegum fundi Ronalds Reagans og Míkhaíls Gorbatsjovs í Höfða haustið 1986, að Kremlverja brast afl og áræði til frekari þátttöku í kalda stríðinu. Þjóðir Eystra- Ísland, Eystra- saltsríkin og heimskomm- únisminn

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.