SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Blaðsíða 31
28. ágúst 2011 31
Í
dag, sunnudag, eru eitt
hundrað ár liðin frá fæð-
ingu Josephs Luns, fyrr-
verandi utanríkisráðherra
Hollands og framkvæmdastjóra
Atlantshafsbandalagsins (NATÓ)
á áttunda áratug nýliðinnar aldar
þegar Íslendingar áttu í hörðum
deilum við Breta vegna útfærslu
fiskveiðilögsögunnar.
Luns fæddist 28. ágúst 1911. Að
loknu laganámi gekk hann til liðs
við hollensku utanríkisþjón-
ustuna. Á stríðsárunum starfaði
hann utan hins hernumda
heimalands síns, m.a. í þágu hol-
lenskra flóttamanna og tók þátt í
hernaðarnjósnum í þágu banda-
manna. Eftir stríð var Luns svo
skipaður vara-fastafulltrúi Hol-
lands hjá Sameinuðu þjóðunum í
árdaga þeirra og formaður af-
vopnunarnefndar samtakanna.
Utanríkisráðherra Hollands
í tvo áratugi
Árið 1952 varð Luns utanrík-
isráðherra Hollands og gegndi
hann því embætti óslitið í nítján
ár eða til 1971. Hefur enginn
sinnt því embætti lengur. Það er
líka til marks um traustið, sem
Luns naut, að hann sat í rík-
isstjórnum, sem voru ýmist tald-
ar til hægri eða vinstri á litrófi
stjórnmálanna.
Árið 1971 tók Luns við stöðu
framkvæmdastjóra Atlantshafs-
bandalagsins. Í því starfi lagði
hann áherslu á að efla pólitíska
þáttinn í starfi þess og treysta
tengsl milli aðildarþjóðanna. Á
embættistíma hans hófust við-
ræður við Varsjárbandalagið um
að draga úr vígbúnaði án þess að
jafnvægi raskaðist og minnka
þannig spennu á milli austurs og
vesturs. Luns studdi slíkar við-
ræður eindregið en lagði jafn-
framt áherslu á að NATÓ-ríkin
yrðu að viðhalda fælingarmætti
sínum með traustum vörnum til
að draga úr hættu á átökum.
Þorskastríðin
Margir Íslendingar kynntust
Luns persónulega í tengslum við
þorskastríðin tvö á áttunda ára-
tugnum þegar Íslendingar færðu
út fiskveiðilögsögu sína, 1972-73
í 50 mílur og 1975-76 í 200 mílur.
Ýmsar þjóðir töldu þessar út-
færslur ekki standast að þjóð-
arrétti, sem þó var í örri þróun á
þessum árum. Í bæði skiptin
komust þessar deilur á mjög al-
varlegt stig þegar Bretar sendu
herskip á vettvang til að verja
veiðar togara sinna, sem þeir
töldu vera í fullum rétti að veiða
á Íslandsmiðum. Íslensk varð-
skip notuðu óspart togvíra-
klippur sínar gegn breskum tog-
urum en Bretar beittu freigátum
og dráttarbátum til ásiglinga á ís-
lensk varðskip.
Bandalagsþjóðir Íslendinga og
Breta í NATÓ höfðu miklar
áhyggjur af deilunni. Þótt alvöru
vopnum væri ekki beitt, óttuðust
margir að deilan kynni að stig-
magnast með hræðilegum afleið-
ingum, leiða til manntjóns og þá
hugsanlega úrsagnar Íslands úr
bandalaginu, sem andstæðingar
þess reru mjög að. Lét Luns mjög
til sín taka í þessum frið-
arumleitunum og var óþreytandi
við að bera klæði á vopnin. Lagði
hann hart að báðum aðilum að
sýna stillingu á miðunum meðan
leitað væri lausnar. Íslendingar
kröfðust fullra yfirráða yfir mið-
unum en Bretar vísuðu í fornan
rétt um frjálsar veiðar á „opnu
hafi.“ Ómögulegt var að sam-
ræma þessi sjónarmið og sýnt að
annar aðilinn yrði að gefa eftir.
Ötullega unnið að sáttum
Meðan á sáttaumleitunum stóð
var Luns í stöðugu sambandi við
deilendur og kom þá nokkrum
sinnum hingað til lands. Sagði
hann gjarnan að menn yrðu að
gera sér það ljóst að Ísland væri
mikilvægt fyrir NATÓ og að fisk-
veiðar væru mikilvægar fyrir Ís-
land. Þótti fulltrúum Breta Luns
sýna málstað Íslendinga full
mikinn skilning og hann jafnvel
draga taum okkar á stundum.
NATÓ-ráðið, æðsta stofnun
bandalagsins, reyndist mjög far-
sæll vettvangur fyrir Íslendinga í
deilunni. Þar sannaði bandalagið
með ótvíræðum hætti getu sína
til að stuðla að lausn viðkvæmra
deilumála. Ýmsir mikilvægir
sáttafundir voru að auki haldnir
á einkaskrifstofu Luns í höf-
uðstöðvum NATÓ í Brüssel.
Smám saman varð ljóst að það
yrði hlutskipti Breta að gefa eftir,
ekki síst vegna þrýstings frá
Bandaríkjamönnum og öðrum
NATÓ-ríkjum. Landhelgisdeil-
unum við Breta lauk því bless-
unarlega með fullum sigri Ís-
lendinga í júní 1976.
Í leiðaraskrifum Morgunblaðs-
ins á þessum tíma kemur vel
fram að Íslendingar voru þakk-
látir Luns fyrir ríkulegt framlag
hans til sáttaumleitana í þorska-
stríðunum og töldu hann hafa
sýnt þeim mikinn drengskap.
Við setningu alþjóðlegrar ráð-
stefnu um öryggismál, sem hald-
in var í Reykjavík ári síðar, í
ágúst 1977, þakkaði Geir Hall-
grímsson, þáverandi forsætis-
ráðherra, Luns sérstaklega fyrir
þátt hans til lausnar deilunnar.
Mikill á velli
Luns var hávaxinn og tígulegur,
afar litríkur persónuleiki og
margir rugluðust á honum og de
Gaulle, hinum fræga leiðtoga
Frakka. Reyndar var sagt í gamni
að Luns væri eini viðmælandi de
Gaulle, sem hefði verið nógu hár
til að líta niður á hann. Luns var
yfirleitt elskulegur en gat einnig
verið harður í horn að taka og
jafnvel yfirlætislegur ef svo bar
undir. Þótt Luns væri fasmikill,
strunsaði hann ekki í gegnum
hóp manna, heldur gaf sig alltaf
að einhverjum þar, tók í hendur
manna, vék orði til þeirra eða tók
þá með sér afsíðis til samræðna.
Luns var galsafenginn og þekkt-
ur fyrir góða kímnigáfu.
Á löngum fundum átti Luns
það til að fara úr skónum. Frægt
varð þegar hann gerði það á
flokksfundi í hollenska þinginu
en gleymdi að fara í þá aftur. Var
hann kominn fram í anddyri
þingsins þegar blaðaljósmynd-
arar veittu þessum óvenjulega
fótabúnaði athygli. Þetta leit ekki
vel út í formfestu eftirstríðs-
áranna fyrir ráðherra hins
íhaldssama Kaþólska alþýðu-
flokks. Luns lét þó ekki slá sig út
af laginu heldur bætti um betur
með því að taka dansspor fyrir
ljósmyndarana. Aflaði hann sér
vinsælda með þessari óvæntu
uppákomu.
Eitt sinn var Luns spurður að
því á fundi hve margir ynnu hjá
NATÓ og svaraði að bragði sem
frægt varð: „Um það bil helm-
ingurinn!“ Hafa margir á ólíkum
stöðum orðið til að gera þetta til-
svar hans að sínu.
Framkvæmdastjóri lengst allra
Luns gegndi starfi fram-
kvæmdastjóra NATÓ í 13 ár eða
lengst allra. Hann lést 17. júlí
2002, níræður að aldri, síðasti
fulltrúi þeirrar kynslóðar evr-
ópskra stjórnmálaleiðtoga, sem
bæði byggðu upp Atlantshafs-
bandalagið og hófu sameining-
arferli Evrópu að lokinni síðari
heimsstyrjöldinni. Í starfi fram-
kvæmdastjóra NATÓ reyndi
mikið á hann andspænis þeirri
ógn, sem vestrænum lýðræð-
isríkjum stafaði af alræðisöflum í
austri. Ekki var þó síður merkur
þáttur hans í að efla samhug og
eindrægni innan bandalagsins
með því að miðla málum milli
hinna mörgu aðildarríkja þegar
hagsmunum þeirra laust saman. Í
báðum hlutverkum reyndist
hann mjög farsæll. Einna best
tókst honum upp við að miðla
málum í þorskastríðunum. Er
ljóst að Íslendingar fá seint full-
þakkað Luns og öðrum stjórn-
mála- og embættismönnum, sem
lögðu mikið af mörkum til frið-
samlegrar lausnar hinna erfiðu
deilna við Breta. Nú, þegar öld er
liðin frá fæðingu Luns, getum við
Íslendingar því sannarlega
minnst hans með þakklæti.
Joseph Luns á ráðstefnu ATA (Atlantic Treaty Organization), sem eru
samtök áhugamanna um Atlantshafssáttmálann og NATÓ, á Hótel Loft-
leiðum í Reykjavík í ágúst 1977.
Spaugsami
sáttasemjarinn
100 ár eru liðin frá fæðingu Josephs Luns, framkvæmda-
stjóra NATÓ, sem átti stóran þátt í friðsamlegri lausn
þorskastríðanna.
Kjartan Magnússon
Eitt sinn var Joseph Luns spurður að því á fundi hve margir ynnu hjá
NATÓ. „Um það bil helmingurinn,“ svaraði hann að bragði.
Sem framkvæmdastjóri
NATÓ lagði Joseph Luns
mikla áherslu á að viðhalda
góðu samkomulagi milli ríkja
bandalagsins. Hér er hann á
fundi með Margréti Thatcher,
forsætisráðherra Bretlands,
árið 1982.