SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Blaðsíða 40

SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Blaðsíða 40
40 28. ágúst 2011 Lífsstíll Þ ar sem ég sat í stofunni á sunnudagskvöldi og hlustaði á Hafdísi Huld syngja Sumri hallar, hausta fer, sem hún og gerir mjög vel, þá rann upp fyrir mér að sennilega yrði sumarið ekki mikið lengra, svo að ég kveikti á kertum og hellti mér upp á te þegar það fór að rökkva úti og hugsaði að þetta væri nú bara notalegt. Þetta sumar hefur verið nokkuð óvenjulegt þar sem ég hef setið við ritgerðarskrif og það hefur oft reynst erfitt í góðu veðri. Síðustu daga hefur mér orðið ljóst að haustið er í raun besti tíminn til að sinna slíkum verkum. Þá er enn þá gott veður og hægt að fara út að ganga eða synda til að hressa sig við. Um leið er farið að rökkva dálítið á kvöldin og þá finnst mér einna best að sitja við skriftir, þegar allt er orðið rólegt úti og heil nótt framundan til að dunda sér. Ég hefði kannski átt að hugsa út í þetta áður en ég ákvað að klára ritgerðina yfir hásumar en jæja. Það er langt síðan ég hef hlakkað jafn mikið til haustsins og hálf-fyndið hvernig maður virðist oft vilja það sem maður hefur ekki. Fyrir tveimur árum hlakk- aði ég mikið til að byrja í námi en nú get ég ekki beðið eftir að ljúka því. Sumarið er gott og birtan enn betri en haustið verður samt engu líkt. Hugsa að ég muni jafn- vel miða líf mitt við fyrir og eftir ritgerð og lifa lengi á því að vera búin að skrifa. Nú fer að koma tíminn til að fara aftur í rækt- ina eftir vinnu, gera góðar súpur og baka brauð. Halda matarboð, spæna upp dansgólf bæjarins og fara í sum- arbústað. Í raun hvað það sem mann langar til. Muna samt að hafa það notalegt inn á milli og hringa sig upp í sófa með góða bók undir teppi. Gleyma sér þannig í langan tíma þar til kvölda tekur. Á meðan mun rit- gerðin liggja fullkláruð og innbundin uppi í hillu alveg stillt og prúð og hafa sig hæga. Mikið verður þetta nú allt saman notalegt og ljúft og því bíð ég óvenju spennt eftir komandi hausti. En svo veit maður aldrei hvað gerist næsta haust. Kannski verður maður búinn að fá alveg nóg af sófaleti og slæpingsskap og ákveður að skella bara í aðra ritgerð þegar maður verður búinn að taka smá-hlé. Enda virðist lífið jú dálítið fara í hringi rétt eins og árstíðirnar. Kósíheit í ágúst Það er víst ekki hægt að neita því lengur að haustið er í nánd. En því fylgja líka kósíheit og skemmtilegar stundir. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Í góðu síðsumar eða haustveðri er um að gera að nýta veðurblíðuna til að hjóla, synda eða fara út að ganga. Morgunblaðið/Ómar ’ Nú fer að koma tíminn til að fara aftur í ræktina eftir vinnu, gera góðar súpur og baka brauð. Halda matarboð, spæna upp dansgólf bæjarins og fara í sumarbústað. Á haustin verður lífið rólegra þegar útilegutímanum lýk- ur og það dregur úr flandri fólks um landið. Þá er auð- veldara að hóa fólki saman og rétti tíminn til að halda notaleg matarboð og spjalla um ævintýri sumarins yfir góðum mat. Tékkaðu á uppskriftabókinni sem þig hef- ur lengi langað að prófa spennandi rétti úr og drífðu þig í að prófa. Næst á dagskrá hjá mér er að baka hrökk- brauð með alls konar fræjum og fíneríi sem verður örugglega spennandi tilraun. Svo skellir maður nú kannski í eina köku á eftir líka – svona aðeins á móti hollustunni. Hætt á flandri Hausttískan er spennandi og oft skemmtilegast að kaupa sér eitt- hvað nýtt á þess- um árstíma í flott- um og mjúkum haustlitum. Nú fyllast tískublöðin af öllu því sem hugurinn girnist og tískugrein- arnar geta gefið okkur góðar hug- myndir að því hvað passi best saman. Í haust verða pallíettur vinsælar og er t.d. upplagt að fram- lengja sumarið dálítið með flott- um pallíettuskóm við gallabuxur og peysu. Úti á lífinu verður smart að vera með háa hanska og jafnvel nota armband með til að setja punktinn yfir i-ið. Það er um að gera að nýta fallega haustmorgna til að fá sér brunch og kíkja svo í búðir til að skoða og máta. Pallíettur og hanskar Þessi er með tískuna á hreinu. Reuters Nú fer að koma sá tími þar sem gott er að hafa það kósí heima fyrir og borða eitthvað sem hlýjar manni jafnt að utan sem innan. Rabarbarabaka með rjóma er ljúffeng á síðsumarkvöldi. Hér kem- ur einföld uppskrift að slíkri böku af uppskriftavefnum simplyrecipes.com. Fylling 1 kg af rabarbara skorinn í litla bita 1 ¼ bolli sykur 1/4 bolli hveiti 1 teskeið vanilluessens 1/4 teskeið kardimommuduft Kurl til að setja ofan á 1 bolli hveiti 1/2 teskeið salt 1 bolli púðursykur 1/2 bolli smjör Aðferð Byrjið á að hita ofninn í 190 gráður. Blandið innihaldinu í fyllingunni saman í skál og hellið í eldfast mót í hæfilegri stærð. Notið því næst matvinnsluvél- ina til að búa til kurlið og dreifið því yfir fyllinguna. Loks er að baka góðgætið í um hálftíma eða þar til kurlið er orðið ljósbrúnt að lit og vel bakað. Svo er bara að láta mesta hitann rjúka úr bökunni og bera fram með ís eða þeyttum rjóma. Það gerist nú ekki mikið auðveldara en þetta og útkoman er ljúffeng baka sem allir í fjölskyldunni ættu að geta gætt sér á. Girnileg rab- arbarabaka Volg rabarbarabaka með rjóma er góð í kvöldkaffið eða á laugardagsmorgni. Morgunblaðið/Jim Smart

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.