SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Blaðsíða 32
32 28. ágúst 2011
É
g er stödd í 1001 nætur ævintýri. Í
höfuðborginni Sanaa í Jemen
hefur tíminn stöðvast. Angan af
framandi kryddjurtum liggur í
loftinu, hvítlaukur, saffran, turmerik og
kóríander blandast þægilega saman og
þrengir sér fyrir vitin. Þetta er brún ævin-
týraborg sem ilmar og virðist miklu frekar
hafa verið bökuð, en byggð. Húsin minna á
fagurlega gerð piparkökuhús með hvítum
skreytingum í kringum glugga og dyra-
stafi, marglitað gler í gluggunum, líkt og úr
glassúr.
Konur ganga um strætin, flestar huldar
svo ekkert sést í þær nema dökk, vel máluð
augun og glaðhlakkalegur glampi sést í
þeim, er þær ganga framhjá. Mig grunar að
um varir þeirra leiki bros, þó ég sjái það
ekki.
Karlmennirnir klæðast hvítum serkjum,
eða einhvers konar pilsum, með þykk belti
um sig miðja og íbjúgan rýting í fagurlega
skreyttu slíðri, skorðaðan undir. Stærð
rýtinganna er mismunandi og segir til um
stöðu þeirra. Eftir því sem þeir eru stærri
og skrautlegri, því meiri virðingu ber að
sýna þeim. Yfir serknum klæðast þeir svo
jakka og á höfðinu er vandlega vafinn vefj-
arhnöttur.
Alls staðar spruttu upp börn
Og alls staðar eru börn. Hlaupandi koma
þau og umkringja ókunnugan útlending-
inn, mjóslegin og mismunandi snyrtileg,
eins og barna er siður, en áberandi falleg.
Óðamála fagna þau gestinum, bjóða hann
velkominn og krefjast svara, hvaðan hann
beri að. Takmörkuð tungumálakunnátta, á
öðru máli en sínu eigin, hamlar innihalds-
ríkum samræðum, en forvitnin og glað-
værð þeirra vegur þar margfalt upp á móti.
Hér skiptir skilningur á tungumálum ekki
svo ýkja miklu máli.
Ég er stödd hér sem ferðalangur, hafði
lagt af stað ásamt fleirum, með óljósar hug-
myndir um fólk og samfélag, grunlaus um
hvað biði mín og þá upplifun sem ég myndi
verða fyrir. Svo mögnuð varð hún að mér
fannst sem skilningarvitin ætluðu að
bregðast mér, fara á yfirsnúning og bræða
hreinlega úr sér. Augun stóðu á stilkum,
hugurinn neitaði að hvílast og það var ekki
fyrr en nokkrum dögum eftir komuna sem
ég loks örmagnaðist og náði að sofna.
Værukær þjóð í vímu
Tíminn hefur staðið í stað í Jemen. Það hef-
ur fátt breyst í áratugi, jafnvel hundruð
ára, framþróun er hæg og fátæktin gífurleg.
Nágrannaþjóðir hæða Jemena og finnst lítið
til þeirra koma. Atvinnuleysi er með því
mesta sem gerist í heiminum og þrátt fyrir
töluverðar auðlindir, eins og olíu, jarðhita,
dýra steina í jörðu og góð fiskimið, er þjóð-
arframleiðsla og útflutningur ekki mikill.
Menntunarstig þjóðarinnar er lágt.
Samtímis sætir forsetinn Ali Abdullah
Saleh harðri gagnrýni og menn vilja hann
burt, en hann er talinn einn af ríkustu
mönnum á Arabíuskaganum. Og ef satt
reynist, er það umtalsvert ríkidæmi, því
menn kalla ekki allt ömmu sína í þeim efn-
um í olíulöndum Arabíuskagans. En
hvernig má þetta vera og hvernig stendur á
því að þrátt fyrir ágæta möguleika Jemena
á ýmsum sviðum, hafa þeir dregist svo aft-
ur úr miðað við aðrar þjóðir í kringum sig?
Jú, ástæðan er gattið og það sjá allir sem
koma til landsins og dvelja þar þó um
skamma hríð sé. Karlar og konur, jafnvel
börn, eru sem hlekkjuð af fíkn og þrá-
hyggju gagnvart þessu fyrirbæri og væru-
kær situr þjóðin í gattvímu meðan hún og
efnahagur hennar flýtur að feigðarósi.
En hvað er gatt og hvaðan kemur það?
Og hvernig getur það haldið heilli þjóð í
dróma og dáleiðslu, stöðvað tímann þar
svo kirfilega að halda mætti að um kóngs-
ríki Þyrnirósar væri að ræða?
Með gattgúlp og grænar tennur
Gatt er planta upphaflega ættuð frá Eþíópíu
sem breiddist út á meðal Norður – Afríku-
landanna og barst til Jemen fyrir allt að 700
árum. Laufblöðin af plöntunni eru tuggin
og valda örvandi áhrifum. Blóðþrýstingur
og hjartsláttur eykst og neytendur segja að
hugurinn fari á flug og verði frjórri. Mikið
vellíðunarástand einkennir neytandann,
hann verður málhreifari og finnur hvorki
til svengdar né þreytu.
Þjóðsagan segir, að til forna hafi músl-
imar leitað í að tyggja laufblöðin í stað þess
að neyta áfengis sem stríðir gegn trúar-
brögðum þeirra. Einnig hafi hinir heit-
trúuðu notað laufin til að halda sér vakandi
við trúariðkanir og bænahald að næturlagi.
Síðdegis eru flestir karlmenn á götum
Sanaaborgar með gattgúlp í annarri kinn-
inni og ófeimnir við að láta sjá sig þannig, á
meðan konurnar halda sig alfarið innan-
dyra við iðjuna. Fyrir utan gúlpinn eru þeir
áberandi rauðeygðir, tennurnar grænleitar
og glaðbeittir bjóða þeir gestinum rausn-
arlega með sér og blása á efasemdir hans
um hollustu efnisins.
Fráhvörf eða timburmenn eftir neyslu
gattsins telja Jemenar ekki mikil, varla
merkjanleg, en hinsvegar sýna rannsóknir
að afleiðingar geti bæði verið depurð og
einbeitingarskortur. Borið hefur á geðsjúk-
dómum hjá gattneytendum, sem eru raktir
til langvarandi svefnskorts, en auk þess eru
lifrar- og hjartasjúkdómar algengir.
Lífið er gatt
Hið virka efni gatts er Cathinone. Sameind
þess er efnafræðilega skyld amfetamíni sem
er þekkt á Vesturlöndum. Geymsluþol efn-
isins er lítið, það brotnar fljótt niður og
dvínar virkni laufblaðanna ört þegar þau
þorna. Til að viðhalda rakanum í blöðunum
eru þau vætt og vafin í bananahýði meðan á
flutningi á markaðina stendur yfir og þar til
neysla fer fram.
Áður fyrr var Jemen þekkt fyrir ræktun á
kaffi og frá borginni Mokka í suðvest-
urhlutanum kom hið þekkta Mokkakaffi,
en það er liðin tíð. Gattplönturnar þekja
heilu hlíðarnar í vissum héruðum og hafa
nánast útrýmt kaffiræktinni með öllu.
Bændur fá mun meira fyrir uppskeruna en
fyrir aðrar afurðir og fá allt upp í 2-3 upp-
skerur á ári.
Hinsvegar eykur gattræktun hvorki út-
flutningstekjur landsins né þjóðarhag á
nokkurn hátt. Laufblöðin eru viðkvæm í
flutningum eins og áður hefur komið fram
og því ekki ákjósanleg útflutningsvara.
Auk þess sem gatt er stranglega bannað í
nágrannalöndunum, til dæmis í Sádi-
Arabíu og víðar.
Smygl á því er vissulega þekkt, þar á
meðal hér á landi, en tollverðir í Keflavík
fundu töluvert magn af gatti í fyrra og tal-
ið er að átt hafi að flytja það til Kanada.
Þriðjungur tekna í laufblöð
Á hverjum degi upp úr hádegi flytja rækt-
endur uppskeruna úr héruðunum í kring á
markaðina. Gattræktarhéruðin eru mis-
jöfn, en rétt eins og þekkt er í vínhéruðum
víða um heim, eru gæði afurðanna talin
meiri frá sumum héruðum en öðrum.
Helstu gæðaflokkar gattsins eru þrír og á
markaðina koma menn á hverjum degi til
að versla, prútta um verð og velja sér það
sem þeim hugnast eða hafa efni á.
Dagskammtur af gatti kostar í kringum
5 dali og er talið líklegt að meðalfjölskylda
verji þriðjungi launa sinna í gatt og því er
það oft látið ganga fyrir öðrum nauðsynja-
vörum á heimilinu. Talið er að um 80%
allra karlmanna í landinu tyggi gatt og
u.þ.b. 50% kvenna. Börn byrja oft í kring-
um 12 ára aldurinn að nota efnið og þá
Þar sem böl-
valdurinn gatt
hefur stöðvað
tímann
Jemenskur karlmaður á markaðnum að
gæða sér á gatti.
Það er sem tíminn hafi staðið í stað í Jemen og
hverfandi framfarir orðið síðustu áratugi eða ár-
hundruð. Ein ástæðan er sú að þjóðin hefur ánetj-
ast gatti, sem veldur depurð og einbeitingar-
skorti, auk annarra kvilla. En hvað er þetta gatt?
Kolbrá Höskuldsdóttir
Jafnvel börnin tyggja gatt.