SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Blaðsíða 13
28. ágúst 2011 13
T
aflfélagið Mátar var
stofnað í Garðabæ í
sumarlok 2008, „í
upptakti hrunadans-
ins“, eins og Pálmi Ragnar Pét-
ursson, formaður félagsins,
kemst sposkur að orði. Félagar
eru tuttugu talsins og kjarninn
eru Akureyringar búsettir á höf-
uðborgarsvæðinu en fleiri hafa
smám saman bæst í hópinn.
„Við erum flestir aldir upp í
Skákfélagi Akureyrar og héldum
lengi tryggð við það félag en lét-
um síðan verða af því að stofna
nýtt. Nafngiftin er skemmtileg
og viðeigandi. Allir erum við
mátar þó svo við mátum stund-
um hver annan enda enginn
annars máti í leik.“
Mátar þreyta frumraun sína í
fyrstu deild Íslandsmótsins í
vetur og Pálmi viðurkennir að
aðeins fari um þá. „Við erum að
leita hófanna um liðstyrk en
þurfum að hafa snör handtök
því að Íslandsmót taflfélaga
hefst í byrjun október,“ segir
Pálmi en teflt er á átta borðum í
efstu deild.
Rúnar Sigurpálsson og Arnar
Þorsteinsson hafa leitt hópinn
til þessa og hefur Pálmi áhuga á
fleiri skákmönnum í þeim
gæðaflokki.
Mátar ætla ekki að láta sér
nægja að tefla meðal hinna bestu
heldur er einnig stefnt að því að
senda lið til keppni í 4. deild. Að
óbreyttu munu nokkrir gam-
alkunnir stjórnmálamenn tefla
þar fyrir hönd Máta, svo sem
Halldór Blöndal, Guðni Ágústs-
son, Guðjón Guðmundsson og
Gunnar I. Birgisson. Einnig er
ekki útilokað að rithöfundurinn
Huldar Breiðfjörð setjist við
taflborðið. Pálmi segir Máta
hittast vikulega yfir vetrartím-
ann og tefla og hlakkar til að
takast á við nýja félaga í vetur.
Milli skáka er svo vitaskuld rætt
fjálglega um landsins gagn og
nauðsynjar.
Mátar munu ekki aðeins tefla í
vetur því félagið hefur að beiðni
Skáksambands Íslands tekið að
sér að endurreisa Tímaritið
Skák. Það hefur legið í láginni
um nokkurt skeið og segir Pálmi
það verðuga áskorun að taka
upp þráðinn.
Fyrirhugað er að tímaritið
komi út einu sinni á ári, í
tengslum við Reykjavík Open í
byrjun mars. Pálmi segir menn
þegar farna að safna efni en auk
hefðbundinna þátta, svo sem
umfjöllunar um helstu mót,
verkefni landsliðsins, æskulýðs-
starf og fleira, er meiningin að
leita líka fanga á óhefðbundinn
hátt. „Þá er ég að tala um að
rýna í skáksöguna, miðla
reynslusögum og fleira,“ segir
Pálmi og bætir við að hægt sé að
skrá sig í áskrift á skak.is
Morgunblaðið/Sigurgeir S
Máta sig við þá allra bestu
Taflfélagið Mátar
ræðst ekki á garð-
inn þar sem hann
er lægstur í vetur,
teflir í 1. deild og
hefur umsjón með
endurreisn Tíma-
ritsins Skákar.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Mátar að tafli: Frá vinstri Arnar Þorsteinsson, Jón Árni Jónsson, Skafti Ingimarsson, f.h. Pétur Blöndal, Sigurður D. Sigfússon (gestur), Arngrímur
Gunnhallsson, Magnús Teitsson. Mátar tefla nú í fyrsta sinn í 1. deild og eru að leita að liðstyrk fyrir komandi átök við taflborðið.
„Umhverfi og mannkyni stafar
nú mest ógn af miðstýringu og
einokun. Sjálfbærni, réttlæti og
friður fá ekki þrifist fyrr en
fjölbreytni verður grundvöllur
framleiðslunnar. Á okkar
dögum er ræktun og viðhald
fjölbreytninnar ekki
munaður heldur forsenda
þess að við lifum af. “
Vandana Shiva
Kaffitár
Landvernd
Maður Lifandi
Matvís
Melabúðin
Móðir Jörð
Nattura.is
NLFÍ
Ráðgjafarfyrirtækið Alta
Rúnar Sigurkarlsson og
Hildur Guðmundsdóttir
Sigurður Gísli Pálmason
Skaftholt - Guðfinnur
Jakobsson
Vottunarstofan Tún
Yggdrasill
VANDANA SHIVA
á ÍSLANDI Opinn fyrirlesturí Háskólabíói
(aðgangur ókeypis)
29. ágúst 2011
kl. 17.00
Styrktaraðilar:
Umhverfisráðuneytið, sem er
bakhjarl verkefnisins
Vandana Shiva á Íslandi
Utanríkisráðuneytið
Sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðuneytið
Reykjavíkurborg
Akur - Garðyrkjustöð
Biobú
Brauðhúsið
Félag umhverfisfræðinga
Fjarðarkaup
Gló
Heilsa
Heilsuhúsið
Íslandsbanki
Apkornar (Saimiri sciureus) eru merkilegar skepnur sem búa í regn-
skógum Mið- og Suður-Ameríku. Þeir verða að hámarki 35 sm langir
(með jafnlangt skott) og vega í kringum eitt kg. Þessi apkornamæðgin,
Masja og unginn hennar, búa í dýragarðinum í Krasnojarsk í Síberíu
en unginn er sá fyrsti sinnar tegundar sem fæðist í téðum garði.
Veröldin
Reuters
Brattir apkornar