SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Blaðsíða 35

SunnudagsMogginn - 28.08.2011, Blaðsíða 35
28. ágúst 2011 35 vinsælla þátta eins og The Untoucha- bles, Star Trek og Mission Impossible. Þættirnir I Love Lucy luku göngu sinni árið 1957 en var þá breytt í klukkutímalangan þátt af svipaðri gerð og sá var sýndur í þrjú ár en þá skildu hjónin eftir nítján ára hjónaband. Lucy keypti eiginmann sinn út úr fyrirtæk- inu, varð æðsti stjórnandi þess og ein valdamesta kona í Hollywood. Hún lék í eigin sjónvarpsþáttum The Lucy Show frá 1962-68 og Here’s Lucy frá 1968- 1974. Sjónvarpsþættir Lucy Ball unnu samtals til rúmlega 200 verðlauna og voru um tíma sýndir í 77 löndum. Þrætugjörn og kröfuhörð Seinni eiginmaður Lucy var gamanleik- arinn og uppistandarinn Gary Morton, en hann var sex árum yngri en hún, eins og fyrri eiginmaður hennar. Hún sagði sjálf: „Þegar ég varð ástfangin af Desi var það ást við fyrstu sýn. Ást mín til Gary þróaðist hægt. Ég kunni vel við hann áður en ég fór að elska hann.“ Vinir Lucy voru þó alltaf sannfærðir um að hún hefði aldrei hætt að elska fyrri eiginmann sinn. Lucy var ekki auðveld kona í sam- vinnu, þrætugjörn og kröfuhörð við samstarfsfólk sitt. Gamanleikarinn Jack Benny kom fram í einum þætti hennar og hann, sem hafði að reglu að gagnrýna fólk aldrei, sagði í einkasamtali, að hún ætti að fá sér góðan sálfræðing. Hún var ekki umhyggjusöm móðir. Dóttir hennar Lucie sagði um hana: „Hún átti í erfiðleikum með að vera op- in í samskiptum og gat verið mjög til- litslaus. Vinnan skipti hana öllu máli. Hún gat verið mjög kuldaleg og þótt hún segðist elska mig þá fannst mér ég aldrei vera elskuð. Ég vildi óska þess að hún hefði verið hjá okkur systkinum til að veita okkur þá ást sem við þörfn- uðumst svo sárlega.“ Árið 1986 sneri Lucy aftur í sjónvarp í þáttunum Life With Lucy. Hún fékk skelfilega dóma. Pauline Kael, sem var miskunnarlaus gagnrýnandi sagði: „Eins og flestar aðlaðandi konur í skemmt- anaiðnaðinum fór Lucy að lokum að minna á klæðskipting.“ Þetta var í fyrsta sinn sem Lucy mistókst í sjónvarpi og það var henni mikið áfall. Þættirnir voru teknir af dagskrá og Lucy dró sig í hlé. Hún þurfti þó ekki að kvarta undan því að fá ekki athygli því hún hlaut alls kyns viðurkenningar fyrir lífsstarf sitt. Hún lést árið 1989. arpsstjörnum sögunnar. Með fyrri eiginmanni sínum, Desi. Við Óskarsverðlaunaveitingu örfáum vikum fyrir dauða sinn. ’ Fjöldi þekktra leikara lék gesta- hlutverk í þáttum hennar. Einn þeirra var Orson Welles. Eitt sinn var komið að honum þar sem hann var að fylgjast með Lucy þar sem hún var að æfa. Þegar Welles var spurður að því hvað hann væri að gera svaraði hann: „Ég er að horfa á mestu leikkonu heims.“ Lucy varð ein valda- mesta kona í Hollywod.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.