Morgunblaðið - 27.04.2010, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 27.04.2010, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2010 Eftir Ólaf Bernódusson Skagaströnd | „Ekkert samfélag hef- ur efni á að vanrækja menntun og menningu,“ sagði Katrín Jakobsdótt- ir mennta- og menningarmálaráð- herra í ræðu við formlega opnun fræðaseturs Háskóla Íslands á Skagaströnd og gerði þessi orð Hall- dórs Laxness að sínum. Fræðasetrið var formlega opnað á degi bókarinn- ar föstudaginn 23. apríl að viðstöddu fjölmenni lærðra og leikra. Við þetta tækifæri var líka formlega opnuð ný, velbúin rannsóknarstofa sjávarlíf- tæknisetursins BioPol sem telja má byltingu í starfsaðstöðu fyrirtækis- ins. Margt fyrirmanna þjóðfélagsins mætti til þessarar tvöföldu opnun- arhátíðar. Þar á meðal voru ráð- herrar sjávarútvegs- og menntamála, nokkrir þingmenn kjördæmisins, há- skólarektorar, prófessorar og for- ystumenn úr atvinnulífinu ásamt framámönnum úr héraðinu. Hátíðin fór fram í nýendurbyggðu húsi gamla kaupfélagsins en þannig vill til að bæði fræðasetrið og BioPol eru með starfsaðstöðu sína í húsinu ásamt fleiri stofnunum. BioPol rannsakar lífshætti og útbreiðslu skötusels Eftir að Lárus Ægir Guðmunds- son hafði kynnt sögu hússins í stuttu máli ávörpuðu nokkrir gestanna samkomuna. Jón Bjarnason sjávar- útvegsráðherra sagði frá því í sínu ávarpi að fyrr um daginn hefði Bio- Pol verið úthlutað styrkjum frá Verk- efnasjóði sjávarútvegsins á sam- keppnissviði, meðal annars fimm milljónum króna til að fylgjast með og rannsaka lífshætti og útbreiðslu hins umdeilda skötusels við Ísland. Halldór Gunnar Ólafsson fram- kvæmdastjóri BioPol þakkaði fyrir og fór í stuttu máli yfir helstu verk- efni sem hinir fimm starfsmenn Bio- Pol eru að vinna að. Starfsvið fyrir- tækisins er vítt, því hjá því eru stundaðar rannsóknir og vöktun á hrognkelsum, beitukóngi, selum, kræklingi og hörpudiski ásamt at- hugunum, greiningu og framleiðslu á smáþörungum með framtíðarnýtingu þeirra í huga. Þakkaði Halldór sér- staklega gott samstarf við Háskólann á Akureyri og aðrar rannsóknar- stofnanir á landinu. Kristín Ingólfsdóttir rektor Há- skóla Íslands fagnaði opnun fræða- setursins á Skagaströnd. Fram kom í máli hennar að með opnuninni væru slík fræðasetur HÍ orðin átta talsins í öllum landsfjórðungum en þetta væri fyrsta setrið sem legði stund á hug- vísindi, það er sagnfræði og væri þannig að skoða fortíðina. Forstöðu- maður fræðasetursins er doktor Lára Magnúsardóttir. Sagði hún að nú væri unnið að því hjá fræðasetrinu að koma á fót verkefnum þar sem munnleg saga verður í brennidepli. Starf setursins er enn á skipulags- stigi enda byrjaði Lára ekki að vinna að því fyrr en í nóvember. Þakkaði hún velvilja og stuðning einstaklinga og fyrirtækja við setrið. Þá gat hún um höfðinglega gjöf 3000 sagnfræði- bóka frá Elínu Hannesdóttur ekkju Halldórs Bjarnasonar sagnfræðings. Sagði hún það draum sinn að koma á ýmiss konar endurmenntunar-nám- skeiðum við setrið. Anna Agnarsdóttir, formaður Sögufélags Íslands, óskaði fræða- setrinu velfarnaðar og færði því bók- gjöf frá félaginu. Sama gerði Eggert Þór Bernharðsson fyrir hönd Sagn- fræðistofnunar. Formleg opnun fræðaset- urs og rannsóknarstofu Morgunblaðið/Ólafur Bernódussson Fjölmenni Fjölmargir gestir voru viðstaddir formlega opnun fræðaseturs- ins á Skagaströnd. Í þeim hópi voru meðal annara ráðherrar og rektorar. HÁTÍÐ Jóns Sigurðssonar var hald- in í Jónshúsi í Kaupmannhöfn á sumardaginn fyrsta. Markmiðið með hátíðinni er að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar og halda á loft verkum hans og hugsjónum. Stjórn húss Jóns Sigurðssonar hefur umsjón með hátíðinni með fulltingi forseta Alþingis og forsætisnefndar. Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, hélt hátíðarræðu í tilefni dagsins. Í ræðu sinni fjallaði hún meðal annars um eldsumbrotin í Eyjafjallajökli, skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis og samband full- veldis og Evrópusambandsaðildar. Þá afhenti forseti Alþingis verðlaun Jóns Sigurðssonar. Alþingi veitir verðlaunin í minningu starfa hans í þágu Íslands og Íslendinga. Þau hlýtur hverju sinni einstaklingur sem hefur unnið verk er tengjast hugsjónum og störfum Jóns forseta. Verðlaunin hlýtur Sören Langvad byggingarverkfræðingur, starfandi stjórnarformaður Pihl og Søn og einn stofnenda og fyrrverandi stjórnarformaður íslenska verktaka- fyrirtækisins Ístaks. „Sören Langvad hefur stutt dyggilega við útbreiðslu íslenskrar menningar á danskri grund og unnið óeigingjarnt starf í þágu Íslendinga í Kaupmannahöfn, meðal annars sem formaður Dansk-islandsk samfund. Søren hefur verið ötull talsmaður ís- lenskra hagsmuna og hefur með ævistarfi sínu eflt vináttu milli Ís- lands og Danmerkur,“ segir í frétt frá Alþingi. Sören verðlaun- aður Ötull talsmaður ís- lenskra hagsmuna Athöfn Erik-Skyum Nielsen, verðlaunahafi 2009, Sören Langvad, Guðjón Friðriksson, verðlaunahafi 2008 og Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis. Jóns forseta var minnst í Kaupmannahöfn einfalt og gott! Passionata pizza prociutto 199kr.pk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.