Morgunblaðið - 25.05.2010, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 25.05.2010, Qupperneq 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2010 Allar minningar á einum stað. ÍS L E N S K A S IA .I S M O R 48 70 7 01 /1 0 –– Meira fyrir lesendur Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag. ✝ Gunnþóra Björns-dóttir fæddist 30. maí 1923 á Svínaskála í Helgustaðahreppi við Eskifjörð. Hún lést á öldrunardeild Land- spítalans í Fossvogi 10. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hallgerður Hall- dórsdóttir frá Högna- stöðum í Helgustaða- hreppi, f. 14.3. 1892, d. 19.6. 1943, og Björn Jónasson frá Svína- skála í sömu sveit, f. 23.5. 1883, d. 9.11. 1978. Þau bjuggu á Svínaskála frá 1913 til 1936 og síð- an í Eskifjarðarseli uns Hallgerður lést sumarið 1943. Vorið eftir fluttist Björn að Staðarhrauni við Reyð- arfjörð og bjó þar frá 1944 til 1949, er hann fluttist til Eskifjarðar. Systkini Gunnþóru voru: 1) Kristín, f. 22.8. 1915, d. 8.8. 1975, 2) Baldur, f. 18.10. 1919, d. 1.12. 1924, 3) Sig- urbjörg, f. 5.10. 1925, d. 21.5. 1934, 4) Ólöf Sigríður, f. 12.6. 1927, 5) Guðjón Símon, f. 23.7. 1929, 6) Guð- rún Stefanía, f. 20.10. 1934, og 7) Þorbjörg Birna, f. 16.4. 1936. Árið 1947 giftist Gunnþóra fyrri 1924, d. 15.8. 1986, bifvélavirki, leigubifreiðarstjóri og starfsmaður Skattstofu Austurlands á Egils- stöðum. Þau giftust 29. október 1963 í Vallaneskirkju. Dóttir þeirra er Guðríður, f. 6.10. 1964, búsett í Mos- fellsbæ, maki Einar Jörundsson, f. 10.2. 1963, og eiga þau þrjú börn. Stjúpbörn Gunnþóru og börn Har- aldar af fyrra hjónabandi eru Þur- íður Bergljót, f. 13.7. 1949, og Hjálmar Gunnlaugur, f. 23.1. 1951, bæði búsett í Reykjavík. Gunnþóra ólst upp hjá foreldrum sínum á Svínaskála og í Eskifjarð- arseli, en árið 1944 stofnaði hún til heimilis á Eskifirði með fyrri eig- inmanni sínum. Þau bjuggu á Haukabergi, innst í kaupstaðnum, þar sem Gunnþóra bjó til ársins 1964, er hún fluttist í Egilsstaði með Haraldi, seinni eiginmanni sínum. Auk húsmóðurstarfa vann Gunn- þóra lengst af utan heimilis, einkum við matseld á Sjúkrahúsinu á Egils- stöðum, Vonarlandi og hjá Vega- gerð ríkisins. Auk þess starfaði hún öðru hverju við barnapössun. Eftir lát Haraldar (1986) bjó Gunnþóra áfram í húsi þeirra, Koltröð 19 á Eg- ilsstöðum, en fluttist árið 1994 til Reykjavíkur og var síðustu árin bú- sett í Kópavogi. Útför Gunnþóru fór fram í kyrr- þey, að hennar eigin ósk, frá Foss- vogskirkju 17. maí 2010. eiginmanni sínum, sem var Kristinn Jóns- son, útgerðarmaður á Eskifirði, f. 2.10. 1914, d. 16.9. 1980. Þau bjuggu á Eskifirði, en skildu 1961. Börn þeirra eru: 1) Edda Siggerður, f. 18.5. 1943, búsett í Kópa- vogi, maki Bóas Guð- mundur Sigurðsson, f. 26.7. 1940, d. 9.8. 2006. Þau eiga fjögur börn og 9 barnabörn. 2) Kristbjörg, f. 16.5. 1946, búsett á Reyðarfirði, maki Hörður Þórhallsson, f. 14.1. 1943. Þau eiga þrjú börn og 3 barnabörn. 3) Björgúlfur, f. 16.7. 1951, búsettur í Reykjavík, sambýliskona Guðrún Rögnvarsdóttir, f. 30.7. 1960. Fyrri kona hans var Ásgerður Ágústs- dóttir, f. 30.3. 1958, og eiga þau tvö börn. 4) Björn Guðjón, f. 2.12. 1954, búsettur í Reykjavík, maki Ásta Ingibjörg Björnsdóttir, f. 29.10. 1953, og eiga þau fjögur börn og eitt barnabarn. 5) Lísa, f. 9.3. 1960, bú- sett í Kópavogi. Seinni eiginmaður Gunnþóru var Haraldur Gunnlaugsson, f. 29.1. Mig langar að minnast systur minn- ar með nokkrum orðum þó að það sé erfitt því hún var stórbrotin og fjölhæf kona. Við fæddumst á Svínaskála í Helgustaðahreppi. Foreldrar okkar voru Hallgerður Halldórsdóttir og Björn Jónasson. Gunnþóra var fædd í maí 1923, ég 1927 í júní. Við vorum ekki gamlar þegar við þurftum að fara að taka til hendi. Heimilið var stórt og ekki aðstoð að fá og við vissum hvað kreppa var. Við vorum afar samrýnd- ar systur, sóttum alltaf ráð til hvor annarrar, hvort sem var við sauma- skap, prjónaskap eða matargerð, þá þurfti að vinna úr öllu. Við vorum ung- ar þegar við þurftum að flytja frá Svínaskála að Seli sem tengist Reyð- arfjarðarhreppi. Það var erfitt fyrir alla fjölskylduna, mörg sporin þurft- um við að hlaupa eftir kúnum, óyndið var svo mikið í þeim ekki síður en okk- ur. Þá féllu mörg tár. Þá herjuðu misl- ingar og við lágum öll í rúminu systk- inin og það var svo gott veður og okkur þótti erfitt að vera í rúminu. Svona voru nú fyrstu Selsdagarnir okkar en alltaf birtir upp. Við misstum móður okkar ungar og var það mikil sorg fyrir okkur öll sex syskinin. Er sorgin var sem mest fengum við þó lítinn sólargeisla er Edda Gerða dóttir Gunnþóru fæddist. Við systur tókum við heimilinu og héldum hópinn. Einu sinni ætluðum við systur að verða ríkar, fórum að prjóna lopa- sokka og sjóvettlinga, við sátum á eld- húsbekknum sitthvorumegin við eld- hússlampann sem hékk úr loftinu, en þegar fór að líða að miðnætti greip okkur hlátur og við hlógum að öllu og áttum við margar góðar stundir sam- an enda var Gunnþóra mjög hlátur- mild. Svo kom að því að við giftum okkur og fórum í hvor í sína áttina. En marg- ar berjarferðina áttum við saman með kakó og kökur og alltaf vissi Gunn- þóra hvar ber var að finna. Við fórum nokkrar ferðir til útlanda og skemmt- um okkur alltaf vel. Eftir að Gunnþóra flutti í Egilsstaði fór hún að vinna við þrif á Skattstofunni og þótti hún held- ur dugleg með klútinn svo starfsfólkið fór að kvarta við Pál skattstjóra, þá sagði Páll „látið ekki svona, hún Gunn- þóra er besta hreingerningarkona hérna megin Atlantshafsins“. Gunn- þóra var mikil húsmóðir, gestrisin mjög og vinamörg en hún átti líka sín- ar erfiðu stundir sem ekki voru born- ar á torg. Ég kveð þig, systir mín, með þess- um orðum: Ég þakka fyrir ástúð alla, indæl minning lifir kær. Nú mátt þú vina höfði halla við herrans brjóst er hvíldin vær. Í sölum himins sólin skín, ég sendi kveðjur upp til þín. (H.J.) Þín systir, Ólöf Sigríður. Kæra frænka. Nú ert þú komin til englanna og allra þinna kæru á himni. Ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér og að þú ert glöð og líður vel. Við sem eftir sitjum söknum þín sárt en erum þakklát fyrir að hafa fengið að njóta þín. Ég og fjölskylda mín vilj- um þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur, ekki minnst þegar við bjuggum á Egilsstöðum og vorum heimagangar hjá ykkur Haraldi, alltaf jafn velkomin. Ég vil kveðja þig með þessari bæn og sendi jafnframt sam- úðarkveðjur til fjölskyldu þinnar. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Hallgerður og fjölskylda. Kæra ömmusystir. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Þú varst glæsileg kona eins og þið systurnar allar, klæðnaður og snyrt- ing ávallt úthugsuð og þú barst þig eins og drottning. Ég man þig varla öðruvísi en í fallegri kápu eða pels og umræður ykkar systra voru litaðar af góðum kaupum, fallegum flíkum, eldamennsku og ráðleggingum. Fyrst man ég eftir þér á Egilsstöð- um, ég lítil stelpa nýflutt austur að sunnan og var í pössun hjá þér í ein- hvern tíma, seinna töluvert eldri stelpa í Noregi, þú að aðstoða Gúu og Andra þegar hún var þar í námi, ég kom til ykkar í einhverja daga og átti frábæran tíma. Þið mæðgur og stubb- ur höfðuð búið ykkur notalegt heimili í blokk utan við Osló. Þetta var hálf- gerð draumaveröld fyrir 18 ára stelpu að koma í, enda allt lagt í að gera huggulegt. Á heimili þínu í Kópavoginum sl. ár var jafn huggulegt og notalegt og ávallt var hjá þér, heimabakað og sulta úr lítilli krukku ávallt á boðstól- um. Alltaf sendir þú mér kort og bréf inn á milli allan þann tíma er ég bjó er- lendis og eftir að ég flutti heim bárust frá þér gjafir til dóttur minnar eftir að hún fæddist, enda varstu mjög gjaf- mild og hugulsöm. Nú seinustu ár hef ég aðallega fengið fréttir af þér hjá ömmu, heim- sóknir mínar hefðu vissulega mátt vera mun fleiri til þín. Mig langar með þessum línum að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig í gegnum tíðina. Börnum þínum og allri fjölskyld- unni votta ég samúð mína. Með kærri kveðju. Kristjana Jenný. Elsku Gunnþóra mín. Mig langar á þessum tímamótum að minnast þín með örfáum orðum. Já, tímamót, því eftir langa og gæfuríka ævi kvaddir þú sátt þennan heim í þeirri fullvissu að nú væri ferð- inni heitið á nýjar slóðir. Okkur er nefnilega ekki öllum gefið að sættast við dauðann, tímamót sem þó eru jafn sjálfsögð og fæðingin – órjúfanlegur hluti af lífinu. Ég kynntist henni Gunnþóru fyrir rúmum 10 árum þegar við Guðríður höfðum nýlega fundið hvort annað. Ég varð strax heillaður af lífsgleði og krafti þessarar víðförlu konu, sem tók mér opnum örmum frá fyrstu stund. Þrátt fyrir að vera komin við aldur varð hún Gunnþóra í raun aldrei gam- almenni, og á vissan hátt hélt hún lengstum þreki og lífneista ungrar manneskju. Hún varð enda ekki elli- móð fyrr en rétt undir það síðasta, þegar hún gaf til kynna á sinn látlausa hátt að brátt væri komið að leiðarlok- um. Þau sátu hjá henni börnin hennar og barnabörn meðan hún og við öll bjuggum okkur undir að hérvist henn- ar lyki. Hún fékk friðsælan viðskilnað, umvafin ást og umhyggju sinna nán- ustu og hjúkrunarfólks sem sinnti henni af alúð og hlýju þar til hún hvarf inn í eilífðina. Við söknum þín öll, en tíminn var kominn og þú laukst þinni ævi eins og þú lifðir, með reisn og æðruleysi manneskju sem veit hvert hún stefnir. Auður og Þóra eru þess fullvissar að amma Gunnþóra vaki nú yfir þeim af fallegu skýi í himnasölum. Elsku Gunnþóra mín, það er við hæfi að kveðja með sígildri lífsspeki Hávamála – heiðruð sé minning þín. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Einar Jörundsson. Amma Gunnþóra var kona með hjarta í yfirstærð. Það virtist veita henni einna mesta gleði að rétta öðr- um hjálparhönd og gleðja með gjöf- um. Ekki nóg með að hún hlúði vel að sínum stóra hópi afkomenda, þá hélt hún tryggð við marga aðra sem væru þeir hennar nánustu ættingjar. Amma lagði mikinn metnað í að gefa góðar gjafir sem oft voru afrakstur fallegrar handavinnu hennar. Í handsaumuðum náttkjól frá ömmu og með sængurver með fallegum útsaumi hennar leið mér sem lítilli prinsessu í æsku. Hún hlúði einnig vel að börnum í fjarlægum löndum með því að gefa reglulega í hjálparstarf og myndir af þeim börnum héngu uppi með mynd- um af öllum barnabörnunum. Örlæti og hjálpsemi ömmu virtust fá takmörk sett og gott dæmi um það var þegar hún ákvað að gerast sjálf- boðaliði Rauða krossins áttatíu ára að aldri. Ég hafði þá nýlega tekið við starfi hjá Kópavogsdeild Rauða krossins og amma hafði búið í Kópa- vogi í skamman tíma. Þegar ég sagði henni frá starfinu spurði hún mig hvernig hún gæti orðið að liði og fór ekki ofan af því að hún gæti tekið að sér verðugt verkefni. Svo fór að hún varð einn af öflugum heimsóknavinum deildarinnar og heimsótti reglulega konu sér nokkrum árum yngri sem bjó við einsemd og félagslega einangr- un. Þær urðu góðar vinkonur og amma sinnti heimsóknunum af sinni miklu elju og alúð. Það kæmi mér ekki á óvart að fáir ættingjar og vinir ömmu vissu af þessu sjálfboðaliða- starfi hennar þar sem hún var lítið fyrir að láta á sínum afrekum bera. Að sama skapi þætti henni eflaust þessi minningarorð, sem og önnur, óþarfa fyrirgangur. Það er hins vegar erfitt að minnast þess ekki nú að það var mikil gjöf fyrir fjölmarga að eiga ömmu Gunnþóru að. Sú gjöf lifir í hjörtum okkar sem hún snerti með sínu. Fanney Karlsdóttir. Gunnþóra Björnsdóttir ✝ Ágúst fæddist íReykjavík 24. apr- íl 1920. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 6. maí sl. Foreldar hans voru Gísli Gíslason vinnu- maður í Hvítanesi í Borgarfirði, fæddur 21. nóvember 1865, látinn 28. maí 1945 og Kristín María Péturs- dóttir verkakona í Reykjavík, fædd 11. mars 1885, látin 8. apríl 1967. Ágúst átti sjö systkini. Alsystkini hans eru Margrét, fædd 1918, látin 2005 og Guðmundur, fæddur 1929. Sammæðra er Sigurdrífa Jóhanns- dóttir, fædd 1911. Samfeðra eru Ingibjörg, fædd 1891, látin 1993. eftirlifandi maki Guðrún Stein- grímsdóttir, þau eiga þrjú börn og 4 barnabörn. Inger María f. 30.8. 1958, maki Bergsveinn Ólafsson, þau eiga þrjú börn. Fóstursonur Ágústar og sonur Inger Birthe er Jörgen Schweitz f. 1.11. 1942, hann á einn son og 4 barnabörn. Sambýliskona Else-Marie Christensen. Ágúst lauk prófi frá Austurbæjarskólanum 1934, Héraðsskólanum að Lauga- vatni 1937. Hann lauk sveinsprófi í járnsmíði frá Iðnskólanum í Reykja- vík 1941. Hann lauk vélstjóraprófi árið 1943 og prófi frá rafmagnsdeild Vélskólans 1944. Ágúst vann hjá Skipaútgerð Rík- isins 1944 til 1946. Frá 1946 hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur við Sogs- virkjun, síðar við Rafstöðina í Elliðaárdal þar sem hann vann til ársins 1966. Hann var stöðvarstjóri hjá Landsvirkjun við gasaflsstöð- inna í Straumsvík til 1990. Útför Ágústar fór fram 14. maí 2010. Brynjólfur, fæddur 1896, hann lést sama ár. Sigurbjörg Stein- unn, fædd 1899, látin 1973. Geirþrúður Anna, fædd 1906, látin 1954. Ágúst gekk að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Inger Birthe Schweitz Winterhalter Gíslason, 29. maí 1947 í Reykjavík. Inger er fædd í Kaupmanna- höfn 19. mars 1925 Þau eignuðust 5 börn. Erik f. 10.4. 1948, maki Jónína Guðjónsdóttir, eiga þau þrjú börn og 5 barnabörn. Einar f. 15.4. 1952, maki Linda Hrönn Ágústsdóttir, þau eiga þrjú börn 2 barnabörn. Pétur Ingi f. 16.7. 1954, látinn 21.9. 2003, Elskulegur afi minn er látinn, Hann var án efa einstakur afi, afi sem var góður, stríðinn, hláturmild- ur, vitur og sterkur. Það var alltaf svo mikill kraftur í afa, hann fór dag- lega í sund, reglulega í gönguferðir ásamt því að sinna garðinum af alúð og smíða húsgögn. Afi minn var allt- af til í grín og var ávallt til í að henda okkur systrunum upp í loftið, taka okkur í kleinu eða hvaðeina. Hann hló líka þegar við systurnar stálum af honum inniskónum og hlupum skríkjandi í burtu. Mér fannst að afi minn vissi allt. Þegar ég spurði hann hvort hann hefði lesið allar bækurnar sem þöktu veggina í Austurgerðinu, leit hann á mig og sagði „allar með tölu“. Það var varla staður í heiminum sem hann hafði ekki komið til og gat frætt mig um. Svo þegar ég hóf nám í menntaskóla gat ég leitað til afa með þýsku-heimalærdóminn. Afi talaði einnig dönsku og ensku með mynd- arbrag. Það var ekkert eins skemmtilegt og að fara til ömmu og afa í Aust- urgerðið og fara með afa út í garð. Þar tók hann upp glæný jarðaber og amma stráði sykri yfir. Allt sem hann afi gerði, gerði hann svo vel. Fallegi matjurtargarðurinn þar sem hann hafði sjálfur smíðað hlífar yfir jurtirnar og grænmetið, enda einkar handlaginn. Ég þakka guði fyrir að hafa fengið svona yndislegan afa og sé mikið eft- ir honum. En ég veit að hann er nú á himni á iði enda kunni hann aldrei við að sitja inni við tímunum saman Ellen María. Ágúst Gíslason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.