Morgunblaðið - 29.05.2010, Síða 1

Morgunblaðið - 29.05.2010, Síða 1
GYLFI ÞÓR VILL SKORA Í FYRSTA LANDSLEIKNUM HÖGNI BYLTING EVRÓVISJÓN BRÆÐURNIR ERU SVALANDI VEISLA SUNNUDAGSMOGGINN IÐANDI SÝNING 50ÍÞRÓTTIR Kristín Heiða veltir fyrir sér mannslíkamanum og dansi  Stofnað 1913  123. tölublað  98. árgangur  L A U G A R D A G U R 2 9. M A Í 2 0 1 0 Sæktu um á www.hr.is GRUNNNÁM MEISTARANÁM DOKTORSNÁM  Leiða má að því líkur að nýju bankarnir hafi keypt yfirdrátt heimilanna af gömlu bönkunum með 40 prósenta afslætti, að sögn Breka Karlssonar, forstöðumanns Stofnunar um fjármálalæsi. Seðlabankinn birti í síðustu viku bráða- birgðagögn um reikninga ís- lenska banka- kerfisins og er það í fyrsta sinn frá bankahruni sem þessar tölur eru birtar. Kemur þar fram að í sept- ember 2008 námu yfirdráttarlán hjá íslenskum bönkum 251,5 millj- örðum króna. Þremur mánuðum síðar, eða í desember sama ár, nem- ur yfirdráttur í bókum bankanna 129,7 milljörðum króna. Seðlabank- inn færir yfirdráttarlán ekki sem stöðu gagnvart viðskiptavinum bankanna, heldur eins og þau eru bókfærð í bönkunum. »24 Nýju bankarnir fengu yfirdráttinn með afslætti Kosið utan kjörfundar » Við lokun kjörstaðar í Laug- ardalshöll í gærkvöldi höfðu 7.839 atkvæði borist. » Til samanburðar greiddu 8.500 atkvæði utan kjörfundar um Icesave. » Í alþingiskosningum 2009 voru það 13.000 og 12.500 í sveitarstjórnarkosningum 2006. Kosið verður til sveitarstjórna í dag og eru kjörstaðir almennt opnir frá kl. 9 árdegis til kl. 22. Skömmu eftir lokun kjörstaða ættu fyrstu tölur að liggja fyrir. Mikil spenna er í flestum sveitarfélögum og óvissa, enda benda skoðanakannanir til að mikil endurnýjun muni eiga sér stað. Samkvæmt könnun sem Capacent gerði fyrir Ríkisútvarpið og birt var í gærkvöldi fengi Besti flokkurinn sex borgarfulltrúa, einum minna en sam- kvæmt könnun sem Capacent gerði fyrir Morgunblaðið og birt var í vik- unni. Sjálfstæðisflokkur bætir í sömu könnun við sig einum manni og fengi fimm, Samfylkingin þrjá og Vinstri grænir einn. Önnur framboð næðu ekki manni inn í borgarstjórn. Þá vilja flestir sjá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, oddvita sjálfstæðis- manna, sem borgarstjóra. Ekki rétt að útiloka samstarf Í umræðuþætti Sjónvarpsins í gærkvöldi lýsti Hanna Birna Krist- jánsdóttir sig reiðubúna til sam- starfs við hvern þann flokk sem vildi fylgja Sjálfstæðisflokknum í vegferð borgarbúum til góðs. Hún sagði einnig, að sér fyndist ekki rétt að kjörnir fulltrúar borgarbúa útilok- uðu samstarf við aðra flokka. Við sama tækifæri lýsti Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, því yfir að hún útilokaði meirihlutasamstarf með Sjálfstæðis- flokki. Áður hefur Dagur B. Egg- ertsson, oddviti Samfylkingarinnar, sagt samstarf við Sjálfstæðisflokk- inn langsótt. Oddvitar annarra flokka vildu hins vegar ekki útiloka neitt mögulegt samstarf. Komið að úrslitastund  Sjálfstæðisflokkur bætir við sig einum borgarfulltrúa milli kannana og fær fimm  Besti flokkurinn mælist enn stærstur með sex borgarfulltrúa og missir einn Morgunblaðið/Eggert Kosningar Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri og Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, gerð klár fyrir beina útsendingu í Sjónvarpinu í gærkvöldi. MTalningarmenn lokaðir »14 Morgunblaðið/Kristinn Á lofti Uppboð heimila fólks sem fengið hefur frest hefjast í júní Skúli Á. Sigurðsson skulias@mbl.is Verði frumvörp sem liggja fyrir Al- þingi að lögum í tæka tíð gætu úr- ræði samkvæmt þeim leitt til þess að ekki yrði af nauðungaruppboðum á heimilum þeirra sem fengið hafa frest samkvæmt bráðabirgðaákvæði laga um nauðungarsölu. Voru frestir veittir í málum þar sem í hlut áttu heimili skuldara en fyrstu frestir sem veittir voru taka brátt að renna út. Meðal þeirra úrræða sem um er að ræða er greiðsluaðlögun fyrir ein- staklinga og heimild fólks til að búa á heimilum sínum í allt að eitt ár eftir nauðungarsölu. Forsætisráðherra og félags- og tryggingamálaráðherra vilja að Al- þingi afgreiði frumvörpin sem fyrst en fyrstu umræðu um þau er lokið. Fyrstu uppboð eigna fólks sem feng- ið hefur frest verða aðra vikuna í júní fari sem horfir. Ráðherrar félags- og trygginga- mála annars vegar og dóms- og mannréttindamála hins vegar eru flutningsmenn frumvarpanna sem lögð voru fram fyrr á árinu. »6 Reynt að forðast hamarinn  Ný lög gætu forðað heimilum fólks frá nauðungaruppboði  Jóhanna Sig- urðardóttir for- sætisráðherra segist ekki hafa lagt að Steinunni Valdísi Óskars- dóttur að segja af sér þing- mennsku fyrir Samfylkinguna. Ekki hafi heldur verið lagt sér- staklega að henni innan þingflokks- ins. „Hún tók þessa ákvörðun sjálf og ég tel að hún hafi gert það af mikilli auðmýkt og mikilli reisn,“ segir Jóhanna. Varaformaður Sam- fylkingarinnar og oddviti flokksins í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, hefur ekki svarað skilaboðum Morgunblaðsins, til að tjá sig um af- sögn Steinunnar, og heldur ekki efstu frambjóðendur á lista flokks- ins í borginni. »4 Ekki lagt að Stein- unni að segja af sér Steinunn Valdís Óskarsdóttir 252 milljarða kr. yfirdráttarlán í september 2008 130 milljarða kr. yfirdráttarlán í desember 2008

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.