Morgunblaðið - 03.07.2010, Side 1

Morgunblaðið - 03.07.2010, Side 1
L A U G A R D A G U R 3. J Ú L Í 2 0 1 0  Stofnað 1913  153. tölublað  98. árgangur  HLÁTUR- FÁTÆKT UPPRÆTT MIÐNÆTUR- SÓLEY BÓKABLÓÐ LIÐ ARGENTÍNU MÆTIR TIL LEIKS Í HEFNDARHUG SUNNUDAGSMOGGINN RISASLAGUR Á HM ÍÞRÓTTIRHLÁTURJÓGA 10 Hvort sem það eru bæjarhátíðir, knattspyrnumót eða þörfin eftir fersku sveitalofti sem dregur fólk út úr bænum þá þarf þyngd ökutækja og aftanívagna að vera í lagi. Lögreglan fylgdist grannt með umferðarþung- anum í gær enda margir á faraldsfæti. Ferðalangar ættu ekki að vera í vandræðum með að hafa ofan af fyr- ir sér og sínum þessa helgi. Meðal bæjarhátíða eru Írskir dagar á Akranesi, Markaðsdagar í Bolungarvík, Hamingjudagar á Hólmavík, Dýrafjarðardagar á Þing- eyri, Goslokahátíð í Eyjum og Humarhátíð á Höfn. Morgunblaðið/Ómar Ferðahelgi í þungavigt Mögulegt fjár- hagslegt tjón banka og lána- stofnana vegna endurskoðaðra lánasamninga gæti numið millj- örðum, gangi mestu svart- sýnisspár eftir. Verði raunin sú er ekki loku fyrir það skotið að lánveitendur geti sótt bætur til lögmanna sem komu að gerð gengistengdu lánasamning- anna sem óvissa ríkir nú um. Lög- menn bera bótaábyrgð á störfum og starfsmönnum sínum, sam- kvæmt lögum þar að lútandi frá 1997. Sú ábyrgð er þó breytileg eft- ir starfsfyrirkomulagi. Þannig er t.d. eðlismunur á því að starfa sem hluti af lögfræðisviði lánastofnunar og að starfa sjálfstætt á stofu. Sé þeim kleift að sýna fram á fjárhagslegt tjón sem beina afleið- ingu af sannanlegu gáleysi lög- manns í störfum hans er hugs- anlegt að lánveitendur fleyti hluta af byrði sinni yfir á lögmenn með bótakröfu. Samkvæmt heimildum blaðsins eru dæmi um það að leitað hafi verið álits sjálfstætt starfandi lögfræðinga á þeim lánasamningum sem nú hafa verið dæmdir ógildir. Ekki hafi verið fundið að samning- unum í þeim álitsgerðum, þótt bann sé við vissum ákvæðum þeirra í lögum. »22 Krafðir um háar bætur? Lögmenn ekki hafnir yfir ábyrgð  Ræðukóngur 138. þings Al- þingis, sem lauk fyrir skemmstu, var Pétur H. Blöndal, þing- maður Sjálfstæð- isflokks. Pétur kom 696 sinnum í ræðustól, flutti 197 ræður og tal- aði samtals í 1.947 mínútur eða í rúmar 32 klukkustundir. Alls komust sjö þing- menn Sjálfstæðisflokks á lista yfir þá tíu sem töluðu lengst, tveir þing- menn Framsóknarflokksins komust einnig á listann og svo Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Hann er eini ráðherrann sem kemst á listann, en Steingrímur talaði alls í 1.208 mínútur. Sá þingmaður sem talaði styst var Lilja Rafney Magn- úsdóttir, þingmaður VG, en hún kom 26 sinnum í ræðustól og talaði í sam- tals 68 mínútur. »16 Ræðukóngurinn talaði alls í 32 klukkustundir Pétur H. Blöndal  Þjónusta við fatlaða verður færð frá ríki til sveitarfélaga og verður samkomulag þess efnis undirritað í næstu viku. Svæðaskipting þjónustunnar mun þó ekki fylgja línum sveitarfé- laga, heldur munu smærri sveit- arfélög fara saman með þjón- ustuna. Miðað er við að ekki séu færri en 7.000 íbúar á hverju þjón- ustusvæði. „Vestfirðir, þar sem eru níu sveitarfélög, munu t.d. vinna saman sem ein heild,“ segir Halldór Hall- dórsson, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga og bæjar- stjóri Ísafjarðarbæjar. Hann telur yfirfærsluna gerða á jafnræðis- grundvelli og með hagsmuni skjól- stæðinganna í huga. »4 7.000 á hverju þjónustusvæði Hjalti Geir Erlendsson Eyrún Magnúsdóttir Borgarstjórnarmeirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar nýtur stuðnings 71% borgarbúa. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar sem Miðlun ehf. vann fyr- ir Morgunblaðið. Spurt var hvort fólk styddi nýmyndaðan meirihluta Besta flokksins og Samfylkingar- innar. Um 29% svöruðu neitandi. Stuðningur við meirihlutann er áberandi í öllum aldurshópum en þó langmestur meðal ungs fólks. Þann- ig nýtur borgarstjórnarmeirihlutinn 85,3% stuðnings í aldurshópnum 18 til 24 ára og 76,6% stuðnings í ald- urshópnum 25 til 34 ára. Heldur fleiri konur en karlar styðja meiri- hlutann eða tæp 74% kvenna gegn 68% karla. Í kosningunum 29. maí hlaut Besti flokkurinn 34,7% greiddra atkvæða en Samfylkingin 19,1%. Könnunin var framkvæmd 11. til 28. júní. Svarfjöldi var 680 einstak- lingar og tóku um 87% afstöðu til spurningarinnar. Svarendur endur- spegluðu lýðfræðilega samsetningu Íslendinga á aldrinum 18 til 75 ára. Hveitibrauðsdagaáhrif „Þessi niðurstaða sýnir hefð- bundin hveitibrauðsdagaáhrif,“ seg- ir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði. „Þetta þýðir bara það að Besti flokkurinn og Samfylk- ingin fá gott veður í upphafi. Það er jákvætt fyrir nýjan meirihluta en svona háar tölur endast nú eig- inlega aldrei þannig að þessi nið- urstaða segir ekkert um framhald- ið, en sýnir þó að borgarbúar gleðjast enn með Jóni Gnarr,“ segir hann. Meirihlutinn með 71% fylgi  Mestur stuðningur meðal ungs fólks  Jákvætt fyrir nýjan meirihluta en ólíklegt er að svona háar tölur endist  Fleiri konur en karlar styðja flokkinn Styður þú nýmyndaðan borgarstjórnar- meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins? 71% 29% Já, styð meirihlutasamstarf Samfylkingar og Besta flokksins Nei, styð ekki meirihlutasamstarf Samfylkingar og Besta flokksins Stuðningur meirihlutans eftir aldri 18-24 ára 25-34 ára 35-44 ára 45-54 ára 55-75 ára 8 5 ,3 % 76 ,6 % 70 ,1 % 6 6 ,1 % 6 1, 8 %  Ágreinings- málum sem skiptastjórar þrotabúa og slitastjórnir við slit fjármálafyr- irtækja vísa til dómstóla hefur fjölgað gríð- arlega á fyrstu sex mánuðum þessa árs og hjá dómstólunum má búast við að mál- unum fjölgi enn með haustinu og á næsta ári. Slík mál eru nefnd X-mál og geta verið afar þung í vöfum og tímafrek. Símon Sigvaldason, for- maður dómstólaráðs, segir að þótt þingfestum einkamálum hafi fækk- að á þessu ári sé útlit fyrir að álag í Héraðsdómi Reykjavíkur muni stóraukast, bæði vegna X-málanna og vegna mála sem búist er við að verði höfðuð af sérstökum saksókn- ara. »24 Alda erfiðra dómsmála ekki skollin á land Héraðsdómur Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.