Fréttablaðið - 15.10.2011, Page 6

Fréttablaðið - 15.10.2011, Page 6
15. október 2011 LAUGARDAGUR6 Orka nýrra tíma – helgarnámskeið 12. – 13. nóvember í Reykjavík 19. – 20. nóvember á Flúðum Áhrif yfirstandandi orkulegra umbreytinga jarðar á daglegt líf okkar og orkulíkama. Afhverju finnst okkur tíminn líðar hraðar en áður? Hvaða breytingar verða eftir 2012 og 2032? Nánar á Viskaoggledi.is s: 615 5710 og Heimurinyjuljosi.is ÍSAFJÖRÐUR „Þetta hefði farið í gegnum hvaða íbúðarhús sem er eins og ekkert væri,“ segir Þorleif- ur Ágústsson, sem horfði á gríðar- stór björg hrynja úr Gleiðarhjalla ofan Ísafjarðarbæjar á fimmtudag og staðnæmast rétt ofan við íbúa- byggð. „Þetta var svakalegt. Það er alveg brjál- æðisleg stærð á þessu og þetta fer mjög nálægt byggð- inni,“ segir Þorleifur. „Það stærsta er eins og rútubíll.“ Hann segir björgin hafa olt ið nokk- ur hundruð metra niður hlíðina, og því hafi fylgt mikill reykjarmökkur og læti. „Ég hélt fyrst að þota væri að fljúga hérna yfir, hávaðinn var svo svakalegur. Það mynduðust eld- glæringar þegar þessi björg skullu saman á leiðinni niður.“ Þorleifur segir björgin öll mann- hæðarhá og ætla má að þau séu tugir tonna að þyngd. Það stærsta ruddi sér leið inn í miðjan trjálund og átti hann óhægt um vik með að mynda það. Þorleifur segist ekki vita til þess að skelkaðir íbúar á svæðinu séu farnir að huga að því að reisa varn- argarð í kjölfar þessa. „En það fór um marga sem sáu þetta því menn hafa aldrei upplifað grjóthrun af þessari stærðargráðu áður.“ stigur@frettabladid.is Bjarg á við rútubíl valt niður að byggð Drunur og eldglæringar fylgdu því þegar mikil björg hrundu úr Gleiðarhjalla ofan Ísafjarðar á fimmtudag. Sjónarvottur segir að farið hafi um íbúa bæjarins. HUNDUR OG BJARG Þetta er næststærsti hnullungurinn sem hrundi úr Gleiðarhjalla í fyrradag. Hundurinn virðist smár við hlið bjargsins. Það stærsta er hins vegar vel ríflega tvöfalt stærra, falið inni í trjálundi. MYND/ÞORLEIFUR ÁGÚSTSSON MUNAÐI MJÓU Eins og sjá má á myndinni hefðu björgin ekki þurft að velta mikið lengra til að brjóta íbúðarhúsnæði í mél. MYND/ÞORLEIFUR ÁGÚSTSSON Það mynduð- ust eldglær- ingar þegar þessi björg skullu saman á leiðinni niður. ÞORLEIFUR ÁGÚSTSSON Alla virka daga kl. 18.00 Disovery Channel er fáanleg í ALLT FRÆÐSLA TOPPUR LANDSBYGGÐ VARNARMÁL „Mér þykir þessi skýrsla nú ótrúlega þunnur þrettándi þegar kemur að varnar- og örygg- ismálum,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra um skýrslu rannsóknarstofnunar sænska hersins um ástand öryggismála á Íslandi, sem Fréttablaðið sagði frá í gær. „Hins vegar gefur hún góða félags- og sálfræðilega sýn á þjóð í vanda að lokinni kreppu.“ Össur segir til dæmis varla minnst í skýrslunni á varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna frá 1951, sem enn er í fullu gildi, né heldur þá varnaráætlun sem gerð var fyrir Ísland árið 2006 þegar herinn fór. Á septemberþinginu í haust var auk þess sam- þykkt þingsályktun um mótun þverpólitískrar þjóð- aröryggisstefnu fyrir Ísland og í mars samþykkti þingið aðra ályktun um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða. „Þessi vinna er að fara af stað núna í vetur,“ segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefnd- ar. „En menn skyldu þá líka athuga það að þegar herinn fór héðan þá var þetta mál ekki á dagskrá þáverandi ríkisstjórnar. Það hefur engin vinna verið lögð í þetta fyrr en núna, að við erum að gera það.“ Sænsku sérfræðingarnir ýja einnig að því, í skýrslu sinni, að Ísland hafi verið að einangra sig í varnarsamstarfi nágrannaríkjanna með því til dæmis að taka minni þátt í sameiginlegum heræf- ingum en til stóð á tímabili. „Um þetta er auðvitað pólitískur ágreiningur á Íslandi,“ segir Árni Þór. „Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að slíkt þjóni bara alls ekki hagsmunum Íslands, þótt þessar heræfingar geti verið mikil- vægar sem framlag Íslands til NATO.“ - gb Ráðherra gefur lítið fyrir skýrslu sænska hersins um ástand öryggismála á Íslandi: Skýrslan ótrúlega þunnur þrettándi ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Vísar gagnrýni rannsóknastofnunar sænska hersins algerlega á bug. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fylgist þú með bókamessunni í Frankfurt þar sem Ísland er heiðursgestur? Já 18,9% Nei 81,1% SPURNING DAGSINS Í DAG: Sækir þú einhverja atburði í tengslum við Airwaves-tónlist- arhátíðina? Segðu þína skoðun á vísir.is. BANDARÍKIN, AP Hundruð mótmæl- enda í New York fögnuðu ákaft þegar stjórnvöld í borginni frest- uðu því að rýma torgið, sem mót- mælendurnir hafa hafst við á und- anfarinn mánuð. Á hinn bóginn hafa borgaryfir- völd í Denver gripið til aðgerða gegn hundruðum mótmælenda skammt frá þinghúsi borgarinn- ar, fjarlægt tjöld og rýmt götur. Óttast hafði verið að til átaka myndi koma í New York ef alvara hefði verið gerð úr því að rýma torgið. Sumir mótmælenda í New York sögðust þó varla trúa því að þeim yrði leyft að vera þarna áfram, þrátt fyrir yfirlýsingar borgar- yfirvalda. Fjölmenn mótmæli hafa verið í New York undanfarnar vikur gegn græðgi fjármálafyrirtækja undir kjörorðinu „Leggjum undir okkur Wall Street“. Undanfarið hefur mótmælend- um fjölgað jafnt og þétt og sams konar mótmæli breiðst út til ann- arra borga, bæði í Bandaríkjun- um og Evrópuríkjum. Í dag er boðað til stærstu mótmælanna af þessu tagi í tugum borga víða um heim, þar á meðal hér í Reykjavík. - gb Borgarstjórnin í New York frestar því að rýma torg mótmælenda á Manhattan: Fjölmenn mótmæli boðuð í dag HANDTÖKUR Í NEW YORK Eitthvað var um átök í New York í gær þrátt fyrir að lögreglan hafi hætt við að rýma svæðið. NORDICPHOTOS/AFP FÉLAGSMÁL Þing Starfsgreinasam- bands Íslands mótmælir áformum um lækkun hlutfalls sem launa- fólk getur lagt í séreignarsparnað án þess að borga skatt úr fjórum prósentum í tvö. „Sá hluti sem er umfram tvö prósent lendir að mestu í eignaupptöku stjórnvalda þar sem bæði inn- og útgreiðsla sparnaðar- ins verður skattlögð,“ segir þing Starfsgreinasambandsins. Þá er „það grímulausa órétt- læti“ sem íslensk heimili hafi mátt þola frá hruni sagt óásættanlegt. „Stórum hluta forsendubrestsins hefur verið varpað miskunnarlaust yfir á heimili landsins á sama tíma og slegin hefur verið skjaldborg utan um kröfuhafa og erlenda vog- unarsjóði.“ - gar Starfsgreinasambandið: Andmæla tví- sköttun lífeyris VIÐSKIPTI Prentun fyrir erlenda viðskiptavini verður í framtíð- inni verulegur hluti af veltu Ísa- foldarprentsmiðju. Þetta segir prentsmiðjustjórinn Kjartan Kjartansson, sem nú er staddur á bókamessunni í Frankfurt. Ísafold er eina íslenska prent- smiðjan sem er með eigin bás á sýningunni. „Við höfum fengið gríðarlega góð viðbrögð og höfum varla undan að taka á móti áhugasöm- um kaupendum að prentverki,“ segir Kjartan. Útflutningur á prentverki hafi aukist jafnt og þétt upp á síðkastið. - sh Prentverk kynnt í Frankfurt: Ísafold prentar fyrir útlendinga HEFUR EKKI UNDAN Kjartan Kjartansson hefur staðið í ströngu á bókamessunni við að kynna íslenskt prentverk. MYND/ÍSAFOLD ÍTALÍA, AP Ítalska þingið felldi vantrauststillögu á Silvio Berl- usconi forsætisráðherra með 316 atkvæðum gegn 301. Munurinn er mjór og getur bent til þess að Berlusconi eigi erfitt með að koma nauðsynleg- um aðgerðum í efnahagsmálum í gegnum þingið á næstunni. Staða Berlusconis hefur versnað mjög undanfarið vegna hneykslismála og gagnrýni á efnahagsaðgerðir hans. Fyrr- um stuðningsmenn hans taka nú undir kröfur um afsögn. - gb Berlusconi stendur tæpt: Vantraust naumlega fellt BERLUSCONI Á ÞINGI Hafnar vantrausti á sjálfan sig. NORDICPHOTOS/AFP FORNLEIFAR Breskir og bandarískir vísindamenn hafa lokið nýjustu rannsóknum á Tyrannosaurus Rex, eða grameðlunni, sem leiða í ljós að hún var um 30 prósentum þyngri en áður var talið. Helsta viðfang rannsóknarinnar var eðlan Sue, fullorðin grameðla, sem nú er til sýnis í Chicago. Vís- indamennirnir komust einnig að því að á unglingsárum sínum hafi eðlan stækkað tvisvar sinnum hraðar en fyrri rannsóknir bentu til. Á aldrinum 10 til 15 ára þyngd- ist Sue um fimm kíló á dag. - sv Ný gögn um grameðluna: Töluvert stærri en talið var Sló mann með kúbeini Ríkissaksóknari hefur ákært tæplega tvítugan mann fyrir að berja annan mann ítrekað með kúbeini í höfuð og háls. Fórnarlambið hlaut þrjú sár aftanvert á höfuðið við árásina. DÓMSMÁL Óhapp á Skaga Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í beygju á Akranesi um eitt leytið í gær. Talið er að ökumaðurinn hafi verið á of mikilli ferð þegar óhappið varð. Bíllinn hafnaði uppi á umferð- areyju. Ökumaður var einn í bílnum og slapp ómeiddur, að því er segir á vef Skessuhorns. LÖGREGLUMÁL KJÖRKASSINN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.