Fréttablaðið - 15.10.2011, Page 11
LAUGARDAGUR 15. október 2011 11
LANDSFUNDUR SAMFYLKINGARINNAR 2011 Í REYKJAVÍK
FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER – Íþróttamiðstöð Vals að Hlíðarenda
16.30 Setning landsfundar: Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar
Tónlist og ávörp
Ályktanir og tillögur lagðar fram
20.00 Landsfundargleði – skemmtiatriði og tónlist
LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER
9.00 Skýrslur úr flokksstarfi
10.00 Málefnanefndir
11.00–12.00 Kosning formanns
12.00–12.50 Málstofur
13.00–14.00 Richard Wilkinson - erindi
Hvað getum við gert til að auka jöfnuð og velferð í samfélaginu?
15.30–16.30 Kosning varaformanns
17.00 Ísland í Evrópu
Guðmundur Gunnarsson, rafiðnaðarmaður
SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER
AÐRIR VIÐBURÐIR Í TENGSLUM VIÐ LANDSFUNDINN
FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER
8.30–10.00 Gefið okkur séns! – Ungt fólk og atvinnumál
12.00–14.00 Aðalfundur sveitarstjórnarráðs
13.00–15.00 Aðalfundur samtakanna 60+
Sjá dagskrá í heild: landsfundur.is | xs.is
JÖFNUÐUR
ATVINNA
VELFERÐ
LANDSFUNDUR
SAMFYLKINGARINNAR
AÐ HLÍÐARENDA
21.–23. OKTÓBER 2011
{
{
{
Allir velkomnir!
Allir velkomnir!
Allir velkomnir!
DÓMSMÁL Ægir Geirdal listamað-
ur hefur stefnt Steingrími Sæv-
ari Ólafssyni, ritstjóra vefmiðils-
ins Pressunnar,
fyrir meiðyrði.
Hann krefst
ómerkingar á
sex ummælum
þar sem hann
er sakaður um
kynferðisbrot.
Ummælin
sem um ræðir
birtust frá því
í nóvember í
fyrra þar til í
maí. Tvær syst-
ur stigu fram í
kjölfar þess að
Ægir bauð sig
fram til setu á
stjórnlagaþingi
og sökuðu hann
um að hafa mis-
notað sig þegar
þær voru börn.
Hann hafnaði
ásökununum og hótaði bæði þeim
og miðlinum lögsókn. Ekkert hefur
þó orðið af málshöfðun á hendur
systrunum.
Ægir krefur Steingrím Sævar
um eina milljón króna í miskabæt-
ur og 200 þúsund krónur að auki til
að kosta birtingu dómsins. Stein-
grímur hefur hafnað sök. - sh
Sakaður um kynferðisbrot:
Ægir Geirdal
stefnir ritstjóra
ÆGIR GEIRDAL
STEINGRÍMUR
SÆVARR ÓLAFSSON
BORGARMÁL Dómnefnd Phillipe
Rotthier-stofnunarinnar hefur
veitt arkitektastofunum ARGOS,
Gullinsniði og Studio Granda sér-
staka viðurkenningu fyrir hönn-
un endurbyggingar eftir miðbæj-
arbrunann.
Viðurkenningin er veitt fyrir
besta endurnýjun í borgum,
bæjum eða byggingum í Evrópu
síðastliðin fimm ár. Verðlaunin
eru virt meðal arkitekta. Verð-
launin verða veitt á morgun við
hátíðlega athöfn í Arkitektúrsafn-
inu í La Loge í Brussel. - shá
Íslenskir arkitektar heiðraðir:
Hönnun bruna-
reits verðlaunuð
TIL SÓMA Lækjargata 2 og 2b og Austur-
stræti 22 brunnu til kaldra kola en hafa
verið byggð upp í upprunalegri mynd.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Vilja fleiri börn í Bláfjöll
Stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæð-
isins hefur falið framkvæmdastjóra
sínum að vinna úr hugmyndum um
hvernig hægt sé að stuðla að fjölgun
barna í Bláfjöllum og skoða frekari
markaðstækifæri í því sambandi.
VETRARÍÞRÓTTIR
LÖGREGLUMÁL Ofurölvi karl-
maður ók bíl sínum gegn rauðu
ljósi á gatnamótum í Kópavogi á
fjórða tímanum í fyrrinótt, þvert
á annan bíl, sem var að aka þar
yfir á grænu ljósi.
Þrátt fyrir harðan árekstur
slasaðist enginn, en báðir bíl-
arnir voru óökufærir á eftir og
þurfti að fjarlægja þá með krana-
bíl. Að sögn lögreglu var maður-
inn, sem olli árekstrinum, mikið
drukkinn. Annar ökumaður var
tekinn úr umferð í Reykjavík í
nótt vegna ölvunaraksturs.
Keyrði yfir á rauðu ljósi:
Ofurölvi maður
lenti í árekstri
VIÐSKIPTI Valitor mun bráðlega fara af stað
með verkefni þar sem hópi viðskiptavina fyr-
irtækisins verður boðið að nota farsíma sinn
sem kreditkort. Um er að ræða samstarfs-
verkefni Valitor, Visa í Evrópu og norska
tækniöryggisfyrirtækisins Oberthur en
Ísland verður tilraunamarkaður fyrir þessa
nýju tækni.
„Það er mér sérstök ánægja að kynna í
dag nýjung á sviði greiðslulausna sem mun
á næstu misserum breyta því hvernig fólk
hagar sínu daglega lífi,“ sagði Viðar Þorkels-
son, forstjóri Valitor, á blaðamannafundi í
Hörpu í gær. Viðar sagði stefnu fyrirtækj-
anna vera að gera veskið óþarft með því að
færa kredit- og debetkort inn í farsímann.
Tæknin gerir einstaklingum kleift að
greiða fyrir hvers konar vörur og þjónustu
með farsíma án snertingar við posa eða annan
búnað.
Tilraunaverkefnið fer af stað í byrjun
næsta árs og verður þúsund símnotendum
boðið að taka þátt. Auk þess koma að því fjöl-
margir seljendur vöru og þjónustu. Verkefnið
á Íslandi er það langstærsta sem ráðist hefur
verið í með þessari tækni en mikil ánægja
hefur mælst með hana þar sem hún hefur
verið prófuð.
Viðar segir að gangi allt að óskum verði
mögulegt að fara með verkefnið í almenna
dreifingu á seinni hluta árs 2013.
- mþl
Valitor af stað með tilraunaverkefni þar sem Visa-kort eru færð inn í farsíma:
Stefna að því að gera veskið óþarft
Í HÖRPU Í GÆR Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor,
ásamt Niels Hendrik Andersen frá Oberthur og Fredrik
Wester man frá Visa í Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON